Af febrúarveðrum fyrr og nú
Um daginn, fyrir um viku kom einn NA veðurhvellurinn. Þá brotnuðu rúður í húsum í Króksfjarðarnesi. Sólheimum sem eitt sinn var kaupfélagsstjórabústaður og Glaðheimum þar sem símstöðin var til húsa. Meðfylgjandi myndir af því eru frá Sævari Reynissyni.
Í tengslum við gular og appelsínugular viðvaranir undanfarið, hefur gjarnan verið rifjað upp óveður sem gekk yfir landið í febrúarbyrjun fyrir liðlega hálfri öld, 1968. Þá urðu mannskæð sjóslys í Ísafjarðardjúpi þegar fórust bresku togararnir Ross Cleveland og Notts County, og vélbáturinn Heiðrún II frá Bolungarvík, ekki verður fjallað um þau hræðilegu slys hér, en þetta veður hafði viðkomu á Reykhólum.
...
Meira