Tenglar

21. febrúar 2020

Af febrúarveðrum fyrr og nú

Sólheimar, hurðin fauk úr dyrunum inn í þetta herbergi með karmi og öllu saman. Feb. 2020
Sólheimar, hurðin fauk úr dyrunum inn í þetta herbergi með karmi og öllu saman. Feb. 2020
1 af 9

Um daginn, fyrir um viku kom einn NA veðurhvellurinn. Þá brotnuðu rúður í húsum í Króksfjarðarnesi. Sólheimum sem eitt sinn var kaupfélagsstjórabústaður og Glaðheimum þar sem símstöðin var til húsa. Meðfylgjandi myndir af því eru frá Sævari Reynissyni.


  


Í tengslum við gular og appelsínugular viðvaranir undanfarið, hefur gjarnan verið rifjað upp óveður sem gekk yfir landið í febrúarbyrjun fyrir liðlega hálfri öld, 1968. Þá urðu mannskæð sjóslys í Ísafjarðardjúpi þegar fórust bresku togararnir Ross Cleveland og Notts County, og vélbáturinn Heiðrún II frá Bolungarvík, ekki verður fjallað um þau hræðilegu slys hér, en þetta veður hafði viðkomu á Reykhólum.


 

...
Meira
13. febrúar 2020

Lokanir vegna veðurs!

Skólahald í grunnskóla og leikskóla Reykhólahrepps fellur niður á morgun vegna veðurs, þar sem appelsínugul viðvörun er í gangi allan daginn á morgun, föstudag. Eins verður Grettislaug lokuð.

 

Sveitarstjóri

  

Ef veðurspá fyrir morgundaginn gengur eftir verða Hólabúð og 380 Restaurant LOKUÐ.

Hvetjum fólk til að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Hótel Bjarkalundur
Hótel Bjarkalundur

Hótel Bjarkalundur leitar að starfsfólki í tímabundið starf, en starfstíminn er frá miðjum maí til 30. september. Um er að ræða almenn hótelstörf, eins og t.d. þrif, afgreiðslu og aðra þjónustu við gesti.

Möguleiki er á því að um hlutastarf sé að ræða.

 

Hótelið er sumarhótel og starfsrækt frá miðjum maí og til loka september. Hótelið er á sunnanverðum vestfjörðum í ca. 200 km. fjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu eru 16 herbergi auk 6 smáhýsa, auk þess er boðið upp á tjaldstæði. Á hótelinu er rekin veitingastaður með léttum veitingum.

N1 rekur bensínstöð við hótelið, einnig er Orkubú Vestfjarða með hraðhleðslustöð fyrir rafbíla.

 

 Nánari upplýsingar eru veittar í síma 858-2500 og í tölvupósti: info.hotelbjarkalundur@gmail.com

  

Í febrúar verða með viðtöl og móttöku á heilsugæslunni í Búðardal;




Sjúkraþjálfarar frá Netsjúkraþjálfun verða með viðtöl og skoðanir mánudaginn 17. febrúar.


  Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku fimmtudaginn 20. febrúar.


 Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir verður með móttöku vegna leghálssýnatöku mánudaginn 24. febrúar.   

...
Meira
7. febrúar 2020

Lífshlaupið

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embætti landlæknis.

...
Meira

Álagningarákvæði fara eftir lögum nr. 4/1995 með síðari breytingum

og samþykkt sveitarstjórnar í 12. desember 2019.

 

 

     Útsvar:

Álagningargjaldstig útsvars á tekjur ársins 2019 er 14,52%.

 

Fasteignaskattur:

 

Fasteignaskattur A 0,50%

Fasteignaskattur B 1,32%

Fasteignaskattur C 1,65%

Fráveitugjald 0,20%

Vatnsgjald 0,50%

Lóðarleiga 4% (af nýjum lóðum)

 

Sorpeyðingargjald skv. gjaldskrá er innheimt jafnframt fasteignagjöldum og lóðarleigu.

 

Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm:

 

10. febrúar 2020

10. apríl 2020

10. júní 2020

10. ágúst 2020

10. október 2020

 

Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Sé álagningin 15.000 kr. eða minni er einn gjalddagi, 10. apríl 2020.

Sé álagningin 15.001 til 25.000 kr. eru tveir gjalddagar, 10. febrúar og 10. apríl 2020.

Annars eru gjalddagarnir fimm.

 

Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega:

Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili og búsetu í Reykhólahreppi njóta 100% afsláttar

af fasteignaskatti ef árstekjur fara ekki yfir kr. 4.000.000  hjá einstaklingi og kr. 5.700.000 hjá hjónum. Afsláttur er aðeins veittur af einni íbúð hvers gjaldanda og þarf hann að hafa lögheimili í íbúðinni. Ekki þarf að sækja sérstaklega um afsláttinn.

 

 

 

  

30. janúar 2020

Þorrablót í Tjarnarlundi

58. þorrablót UMF Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi, laugardaginn 1. febrúar 2020. Þorrablótsnefndin lofar miklu fjöri, stuði og stemmingu.

 

Enn eru til miðar, og við pöntunum taka;

 

Hugrún á Völlum s. 434 1521 og 845 3955,

  Erla í Garpsdal s. 434 7897 og 892 7897.

 

Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

  

Íbúafundur verður haldinn í Reykhólaskóla fimmtudaginn 30. janúar kl. 17:00, þar sem kynnt verður tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Aðalskipulagsbreytingin varðar vatnsaflsvirkjun í Garpsdal.

 

Á fundinum gefst áhugasömum kostur á að kynna sér gögn og ræða við skipulagsfulltrúa.

 

  

Uppskipunarbátar á Reykhólum, Friðþjófur fjær.
Uppskipunarbátar á Reykhólum, Friðþjófur fjær.
1 af 2

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgáfan er afrakstur mikillar vinnu undanfarin ár og hefur það að meginmarkmiði að vekja aukna athygli á stöðu bátaverndar í landinu.

 

Um 20 söfn, setur og sýningar um land allt eiga aðild að samtökunum. Fornminjasjóður og Safnasjóður styrktu verkefnin.

 

Skip og bátar frá því fyrir 1950 njóta friðunar á grundvelli aldurs. Sbr. lög um menningarminjar nr. 89/2012 (3. gr.).

 

Hér er fréttatilkynning um fornbátaskrána og leiðarvísinn.

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30