Tenglar

Þegar Landinn heimsótti Reykhóla var frítt fyrir alla í sund
Þegar Landinn heimsótti Reykhóla var frítt fyrir alla í sund

Á áðurnefndum sveitarstjórnarfundi var samþykkt að endurgreiða árskort í sund fyrir ALLA íbúa með lögheimili í Reykhólahreppi. Það er liður í heilsueflingu og tekur gildi strax.

 

Um nokkurra ára skeið hefur verið í boði íþrótta- og tómstundakort sem veitir börnum og unglingum rétt á ákveðnum fjárstyrk til margvíslegra tómstundaiðkana, íþrótta og tónlistar o.fl. Nú hefur sundkortunum verið bætt við og heita þau núna íþrótta-, tómstunda- og sundkort Reykhólahrepps.

 

Andvirði sundkortanna er viðbót við tómstundastyrkinn sem börn og unglingar hafa fengið, og eins og áður segir, fá allir aðrir sem lögheimili eiga í hreppnum endurgreidd árskort.

  

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í dag að sækja um þátttöku í Heilsueflandi samfélagi, en það er verkefni á vegum landlæknis í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl. sem miðar að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði allra.

 

Auglýst er eftir áhugasömu fólki í stýrihóp verkefnisins. Það má hafa samband við Jóhönnu Ösp tómstundafulltrúa í email  johanna@reykholar.is fyrir 1. febrúar 2020.

  

Þessi þurfti að sjá af ákveðnum líkamspörtum, sem voru súrsaðir og verða bornir fram á blótinu.
Þessi þurfti að sjá af ákveðnum líkamspörtum, sem voru súrsaðir og verða bornir fram á blótinu.

Blótið er eftir viku!!






Hvernig væri að taka fram dansskóna, dusta rykið af góða skapinu, gleyma öllum nágrannaerjum og vera með skemmtilegu fólki laugardaginn 25. janúar. Þá verður íþróttahús Reykhólahrepps opnað kl. 19:30 stundvíslega fyrir íbúa Reykhólahrepps og aðra velunnara.


  

...
Meira

Hátíðin Vetrarsól á Ströndum verður haldin í annað sinn um helgina 17.-19. janúar. Mikið er um að vera á hátíðinni, farið verður í pöbbarölt á Hólmavík í fyrsta skipti, opnuð verður sögusýning, boðið upp á námskeið, tónleika, gönguferðir, jóga og notalegar samverustundir. Það eru vinir Stranda sem halda hátíðina í samvinnu við heimafólk. Hér fyrir neðan fylgir dagskrá hátíðinnar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.


 


  

...
Meira

Svavar Knútur söngvaskáld og sagnamaður, heldur tónleika og kvöldvöku á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, föstudagskvöldið 17. janúar, kl. 20. Húsið opnað kl. 19:30.

 
Dagskráin, sem ætluð er öllum aldurshópum, verður fjölbreytt og munu ljóð, sögur, sígild sönglög og frumsamin lög eftir Svavar Knút verða flutt, sungin og sögð.


Litlar 2.000 krónur kostar á kvöldvökuna en ókeypis er inn fyrir börn á grunnskólaaldri.
Ekki þarf að hafa áhyggjur af elstu kynslóðinni, því Svavar mun heimsækja hana fyrr um daginn.

 


13. janúar 2020

Sveitarstjórnarfundi frestað

Fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps sem vera átti þriðjudaginn 14. janúar hefur verið frestað um viku vegna veðurs.

  

Pítsadagur Reykhólaskóla 16. janúar.

Opið á milli kl.18:00 og 20:30

 

12 tommu pítsa með tveimur áleggstegundum              1.900 kr.

Aukaálegg                                                                      200 kr.

Margarita/hvítlauksbrauð                                             1.700 kr.

Brauðstangir 6 stykki með sósu                                        600 kr.

hvítlauksolía                                                                   300 kr.

1.5 líter kók                                                                   450 kr.

dósagos 33 cl.                                                                200 kr.

 

Áleggstegundir í boði:

Hakk, pepperone, skinka, beikon, rjómaostur, laukur, sveppir, paprika, ananas og döðlur.

 

                                        Tilboð:

2x 12 tommu pítsur með tveimur áleggstegundum, brauðstangir og 1,5 l. kók  4.500 kr.

 

Hægt verður að panta pítsu bæði til að taka með sér eða borða á staðnum.

 

Tekið er við pöntunum frá kl.11 á miðvikudaginn 15. janúar til kl.17 á  fimmtudaginn  16. janúar í síma 894-9123 eða 849-8531. Líka er hægt að panta í netfanginu astasjofnkr@gmail.com  frá og með mánudeginum 13 .janúar.

 

Ef pantað er í netpósti þarf að taka fram hver pantar, hvenær pítsan verður sótt og hvort hún verður snædd á staðnum eða tekin með heim. Þá verður send til baka staðfesting á móttöku.

 

Nemendur munu koma í söluferð með salernispappír og “berjakló” á næstu 2 vikum.

Einnig munu nemendur koma að safna dósum á sama tíma.

 

Nemendur unglingadeildar Reykhólaskóla

 

  

10. janúar 2020

Tilkynning frá Hólabúð

A.T.H.

Ef veðurspá gengur eftir í dag munu við loka fyrr, eða milli 16 og 17. Verið velkomin fyrir þann tíma.

  

Langar þig til að vinna tímabundið starf fyrir skemmtilegt fólk?

Þá erum við með starfið handa þér. Starfið fellst í því að vera skapandi, hugmyndaríkur, gáfaður, handlaginn, tæknifrík, hafa gaman af því að koma fram, sjá um úldinn mat, þrífa, umgangast og stjórna fullu fólki. Ásamt öðrum tilfallandi verkefnum sem formaður nefndarinnar eða aðrir nefndarmenn setja. Starfslok verða 27. janúar 2020.

 

Hæfniskröfur:

  • Jákvæðni skilyrði.
  • Stundvísi skilyrði.
  • Reykleysi skilyrði.
  • Áfengisbindindi skilyrði.
  • Lipurð skilyrði.
  • Frumkvæði í starfi skilyrði.
  • Áhugi og góð færni í mannlegum samskiptum skilyrði.
  • Reynsla af vinnu með öðrum skilyrði.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð skilyrði.
  • Hrein sakaskrá skilyrði.
  • Stúdentspróf skilyrði.
  • Iðnmenntun skilyrði.
  • BA/BS próf skilyrði.
  • Mastersgráða skilyrði.
  • Doktorsgráða skilyrði.
  • 30 ára starfsreynsla af viðburðastjórnun skilyrði.

Hann, hún og hán eru hvött til þess að sækja um. Laun samkv. kjarasamning Þorrablótsnefnda Íslands. Húsnæði fylgir yfir starfstímann við Hólatröð 11 gegn sanngjarni leigu upp á 8.869kr fermeterinn.

Umsóknarfrestur er til kl 23:00, 9. janúar og þarf viðkomandi að geta hafið störf strax. Umsókn, ferilskrá, ásamt upplýsingum um meðmælendur og ættingja á svæðinu skal senda til formanns nefndarinnar í tölvupósti. Einhverjum umsóknum af handahófi verður svarað.

Allar nánari upplýsingar veitir Hrönn Valdimarsdóttir í tölvupóstfang: hrannsa77@hotmail.com eða í síma 865-6874.

 

 

  

Bensínstöðvarnar á Reykhólum og í Bjarkalundi eru báðar bilaðar. Verið er að senda mann á staðinn til að gera við. 

 

Frétt uppfærð kl. 00:10, 7.1. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru dælurnar bæði á Reykhólum og í Bjarkalundi komnar í lag.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30