Söfnun á rúlluplasti 18. mars
Stefnt er að söfnun á rúlluplasti hjá bændum á morgun.
Leiðbeiningarnar um meðhöndlun á landbúnaðarplasti eru hér.
Stefnt er að söfnun á rúlluplasti hjá bændum á morgun.
Leiðbeiningarnar um meðhöndlun á landbúnaðarplasti eru hér.
Tilkynning frá Heilbrigðisstofnuninni í Búðardal.
Vakin er athygli á tenglinum https://www.hve.is/frettir/tilkynning-vegna-samkomubanns/ þar sem vísað er í helstu upplýsingar frá HVE vegna ástandsins, sem auðvitað uppfærast reglulega.
Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis: Vestfjarðavegur (60) milli Bjarkarlundar og Skálaness í Reykhólahreppi
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar sl. umsókn Vegagerðarinnar, dags. 16. desember 2019, um framkvæmdaleyfi fyrir Vestfjarðavegi milli Bjarkarlundar og Skálaness. Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar með austanverðum Djúpafirði og endurbyggingar Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdum og frágangi að framkvæmdum loknum.
Leyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum vegarins, álits Skipulagsstofnunar, Aðalskipulags Reykhólahrepps 2006-2018, umsóknar Vegagerðarinnar, umsagna Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar sveitarfélagsins, ásamt greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu framkvæmdaleyfis.
Framkvæmdaleyfið og öll ofangreind gögn eru aðgengileg hér á heimasíðu Reykhólahrepps undir flipanum Vesfjarðavegur (60)
Vakin er athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar um leyfið.
Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps
Á heimasíðu verða auk ofangreinds texta, eftirfarandi gögn:
10. Álit Skipulagsstofnunar
11. Matsskýrsla Vegagerðarinnar
12. Breyting á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018
Grettislaug:
Grettislaug verður lokuð a.m.k. meðan samkomubann er í gildi.
Sorpsvæði:
Sorpsvæðið verður áfram opið og fólk hvatt til að flokka eftir föngum. Sérstaklega skal bent á að sýna ýtrasta hreinlæti í tengslum við svæðið. Gott að nota hanska og þvo sér vel eða spritta sig fyrir og eftir losun á sorpi.
Skrifstofa Reykhólhrepps:
Skrifrofa Reykhólahrepps verður lokuð í dag mánudag og reikna má með röskun á opnunartíma hennar næstu daga og vikur. Opnunartími verðu auglýstur nánar síðar.
Allir eru hvattir til að virða í hvívetna fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda um hreinlæti og önnur varnaðarorð. Þá er fólki skylt að hlíta fyrirmælum um sóttkví.
Tilkynnigar í tengslum við Covid-19 mun birtast hér á vefnum.
Sveitarstjóri
Vegna Covid 19 verður ekki hádegisverðarhlaðborð á 380 RESTAURANT, frá og með 16. mars 2020 og um óákveðinn tíma.
Samt verður sendur út matur til þeirra sem eru í mataráskrift. Áfram verður hægt að panta mat til að taka með í s. 434 7890.
Hólabúð verður opin eins og venjulega. Til að forðast smit eru innkaupakerrur og körfur sótthreinsaðar reglulega og búið er að setja upp handspritt við innganginn sem fólk er hvatt til að nota.
Rafræn afhending styrkja í ár !
Af ástæðum sem ekki þarf að rekja frekar, þá verða styrkþegar ekki kallaðir saman í ár til að taka við samfélagsstyrkjum Orkubús Vestfjarða.
Styrkirnir verða afhentir „rafrænt“, en styrkþegar munu fá sendar viðurkenningar sínar í pósti.
Umsóknir voru að þessu sinni 51 að tölu, en 43 verkefni hljóta styrk.
Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er 4.000.000 króna.
Verkefni í Reykhólahreppi hlutu nokkra styrki, en það voru;
Björgunarsveitin Heimamenn, -til kaupa á búnaði kr. 100.000.-
Félagsmiðstöðin Skrefið, -Forvarnarhelgi félagsmiðstöðva kr. 75.000.-
Tómstundafulltrúi Reykhólahrepps, -Heilsuvika á Reykhólum kr. 50.000.-
Ennfremur fékk Skíðafélag Strandamanna kr. 125.000.- til endurnýjunar á snjótroðara, en skíðafólk í Reykhólasveit æfir og keppir með SFS.
Sæl kæru sveitungar.
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær þá ákvörðun að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Samkomubannið gildir í fjórar vikur, frá og með mánudeginum 16. mars kl. 00:01 til og með mánudagsins 13. apríl kl. 00:01.
https://www.covid.is/flokkar/hvad-thydir-samkomubann
Nánari útfærslur í Reykhólahreppi verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarstjórn í samvinnu við Reykhólaskóla vinnur nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreinda ákvörðun.
Nú þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í Reykhólaskóla, grunn- og leikskóladeild, til að stjórnendur og starfsmenn í samráði við sveitarstjórn geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.
Tómstundastarf fellur niður mánudaginn 16. mars.
Foreldrar barna í Reykhólaskóla, grunn- og leikskóladeild, eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu á mánudag. Upplýsingar til foreldra verða sendar með tölvupósti, smáskilaboðum og á heimasíðu Reykhólaskóla og Reykhólahrepps.
Heimsóknarbann er enn í gildi í Barmahlíð, ákvörðun frá 10. mars, og er í gildi um óákveðinn tíma vegna COVID-19 veirufaraldurs. Þetta er gert til þess að tryggja sem best öryggi heimilisfólks og íbúa, en íbúar Barmahlíðar tilheyra þeim hópi sem eru í sérstökum áhættuhóp að veikjast alvarlega af kórónaveiru.
Vinsamleg tilmæli eru til einstaklinga sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum á undangengnum 14 dögum eða umgengist hafa sjúklinga með kórónaveirusýkingu COVID-19 að fara í sóttkví til öryggis fyrir sjálfa sig og aðra. Á heimasíðu landlæknis má finna leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví í heimahúsi.
Jafnframt vill sveitarstjórn Reykhólahrepps beina þeim vinsamlegu tilmælum til fólks að ferðast ekki á staði þar sem kórónaveirusýking COVID-19 hefur verið greind sé það ekki nauðsyn. Fámennt og jafn náið samfélag og Reykhólahreppur er má ekki við miklu til þess að kórónaveirusýkingin COVID-19 hafi veruleg áhrif á atvinnulífið.
Miklu skiptir að við höldum öll ró okkar og förum eftir því sem heilbrigðisyfirvöld segja okkur að gera.
Stöndum saman.
Árný Huld Haraldsdóttir
Ingimar Ingimarsson
Ágústa Ýr Sveinsdóttir
Embla Dögg Bachmann Jóhannsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Áríðandi tilkynning til íbúa Reykhólahrepps, aðstandenda, starfsfólks og annarra gesta á hjúkrunar-og dvalarheimilinu Barmahlíð.
Tekin hefur verið ákvörðun um að setja á heimsóknarbann á hjúkrunarheimilið Barmahlíð frá 10. mars, um óákveðinn tíma vegna Covid 19 veirufaraldurs. Þetta er gert til þess að tryggja sem best öryggi heimilisfólks og íbúa.
Nú er staðfest að smit vegna kórónaveirunnar hafa borist á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar sem íbúar Barmahlíðar tilheyra þeim hópi þeirra sem eru í sérstökum áhættuhóp að veikjast alvarlega af kórónaveiru er þessi ákvörðun tekin. Er það von okkar að þessu verði vel tekið og sýndur skilningur.
Bent er á að hægt er að hringja í heimilismenn í síma 434-7816. Eða hafa samband við hjúkrunarfræðing í síma 694-2386 eða barmahlid@reykholar.is
Allar nýjustu upplýsingar af stöðu mála er hægt að nálgast af vefsíðu Landlæknisembættisins á https://www.landlaeknir.is/
Helga Garðarsdóttir
Hjúkrunarforstjóri Barmahlíðar
Mottumars er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár leggjum við áherslu á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum auk þess sem hreyfing er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein.
...
Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19. Eitt af því er að ítreka mikilvægi þrifa á öllum stöðum sem sveitarfélagið ber ábyrgð á.
Huga þarf vel að reglubundnum sértækum þrifum í sameiginlegum rýmum, t.d. íþróttasal, búningsherbergjum, kaffistofum og lyftum. Einnig þarf að huga vel að yfirborðsflötum, t.d. hurðahúnum, handriðum, lyftuhnöppum, snertiskjám og ljósarofum.
Nauðsynlegt er að aðgengi að handspritti sé mjög gott.
Nánari leiðbeiningar eru hér neðst á síðunni undir Tilkynningar:
Upplýsingar frá Embætti landlæknis o. fl.