Störf í Reykhólaskóla
Leikskólakennari óskast til starfa í Hólabæ, leikskóladeild Reykhólaskóla
Um er að ræða stöðu leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, frá og með 3. janúar 2020.
Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Reykhólaskóla
Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 80% starf frá kl. 8:15 alla daga.
Mismunandi er hvenær vinnu lýkur eftir vikudögum.
Starfið felur í sér stuðning og gæslu við nemanda í 10. bekk ásamt öðrum tilfallandi störfum í samráði við skólastjóra.
...
Meira
Þegar á liggur hjálpast allir að
Hér í Reykhólasveitinni hefur verið rafmagnsleysi eins og víðast hvar á landinu.
Starfsmenn Orkubúsins hafa unnið hörðum höndum að því að koma öllum í samband aftur og lánaðist að tengja síðustu svæðin, Gufudalssveit og Gilsfjarðarlínu, upp úr 5 í morgun og munu þá allir komnir með veiturafmagn.
Sumsstaðar var farið að kólna í húsum, en fólk miðlaði milli sín gasofnum og lánaði vararafstöðvar, þannig að þetta slapp allt.
...Meira
Fyrirtækjakönnun landshlutanna
Vestfjarðastofa er þátttakandi í fyrirtækjakönnun landshlutanna sem Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hefur unnið um nokkurra ára skeið. Könnunin hefur verið send út á fyrirtæki á svæðinu, allt frá einyrkjum til stærri fyrirtækja. Í könnuninni er leitað eftir viðhorfi forsvarsmanna fyrirtækja á landsbyggðinni til núverandi stöðu þeirra og framtíðarhorfa.
https://www.surveymonkey.com/r/FKLH2019
...
Meira
Félagsvistinni í skólanum frestað
Afgreiðsla Landsbankans lokuð mánud. 9. des.
Opið hús í Þörungaverksmiðjunni 13. des.
Föstudaginn 13. des. milli kl. 13 og 17 mun Þörungaverksmiðjan á Reykhólum opna húsakynni sín fyrir gesti og gangandi.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á tækjum og frágangi á undanförnum árum. Nú eru sveitungar og allur almenningur boðinn velkominn í heimsókn.
Íbúar í Reykhólahreppi, fyrrum starfsmenn, núverandi starfsmenn og makar þeirra, börn og barnabörn alveg sérstaklega velkomin, landeigendur og aðrir vildarvinir.
Starfsfólk mun leiða gesti um salarkynnin og skýra frá starfseminni. Kynning rúllar uppi á kaffistofu og þar er heitt á könnunni.
Verið innilega velkomin milli kl 13 og 17.
Blóðsykurmælingu frestað
Skólahald fellur niður á þriðjudag
Skólahald fellur niður þriðjudaginn 10. desember.
Í ljósi þess að appelsínugul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir þetta svæði á morgun 10. desember, hefur verið ákveðið að öll starfsemi Reykhólaskóla falli niður á morgun, bæði leik- og grunnskóli. Skólinn verður því lokaður á morgun 10. desember. Þessi ákvörðun er tekin með bæði hagsmuni nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.
Það kemur síðan í ljós á morgun hvað verður ákveðið varðandi miðvikudaginn og verður það tilkynnt seinnipartinn á morgun með sama hætti.
Jólatónleikar Tónlistarskólans sem áttu að vera á miðvikudaginn 11. desember klukkan 16, frestast fram á mánudaginn 16. des klukkan 16.