Tenglar

28. nóvember 2019

Í upphafi aðventu...

Göngum við í kringum...
Göngum við í kringum...
1 af 2

Jólaball í Tjarnarlundi

Jólaball sunnudagaskólans í Tjarnarlundi, sunnudaginn 1. des, kl. 11:00.

- Jólasveinar mæta með góða skapið og dansa með okkur í kringum jólatréð.-

Öll börn velkomin.

  

 

Aðventukvöld í Reykhólakirkju

Aðventukvöld í Reykhólakirkju fyrsta sunnudag í aðventu, 1. des. kl. 20:00

- Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum, fermingarbörn lesa ritningarlestra, flutt verður hugvekja, sungnir jólasálmar og marg fleira. Í lokin bera börnin ljósið um kirkjuna um leið og við syngjum Heims um ból. -

 

Eigum saman notalega stund á aðventunni. 

Anna prestur

  


Orðsending frá lögreglunni á Vestfjörðum.


Við hjá lögreglunni á Vestfjörðum viljum hvetja sem flesta, gangandi vegfarendur, börn sem fullorðna, til að vera vel sýnileg svona í svartasta skammdeginu.  Þetta skiptir gríðarlegu máli hvað umferðaröryggi varðar, hvort heldur í dreifbýli eða í þéttbýlinu.

 

Við höfum vakið athygli á þessu á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum og eins hafa lögreglumenn í umferðareftirliti vakið athygli fólks sem er dökkklætt án endurskinsmerkja á þessum mikilvæga þætti.

 

Okkur langar til að biðja sveitarfélögin öll í umdæminu að taka þátt í því að vekja athygli íbúanna á þessu og hvetja til aukins sýnileika. 

Á fimmtudaginn, 28.nóv. verður Fullveldiskaffi Reykhólaskóla haldið í íþróttahúsi skólans.

Húsið opnað klukkan 18:45 og hefst dagskráin stundvíslega klukkan 19.

Sýningarstjóri verður Lóa (Svanborg Guðbjörnsdóttir). Hlökkum til að sjá ykkur.

23. nóvember 2019

Ljót aðkoma á Hyrningsstöðum

1 af 3

 Halldór Jóhannesson, einn eigenda Hyrningsstaða, sendi eftirfarandi lýsingu og myndir af óskemmtilegri aðkomu að einum bústaðnum þar:

 

Í dag kom ég að bústað á Hyrningsstöðum og sá að þar hafði verið grýtt stórum steini í gegnum tvöfalt gler í forstofuhurðinni og farið inn og rótað í dóti.

 

Enn fremur var dauð rjúpa í vegkantinum, líklega skotin úr bíl af veginum, en það er algjört skotveiðibann í landi Hyrningsstaða. 

 

Ef einhver hefur upplýsingar um þetta, vinsamlegast látið okkur eða lögregluna vita.

Halldór Jóhannesson.

Sími 661 8133.

 

  

Það var fjölmenni sem kom saman Þriðjudaginn 19.11.19 í Hnyðju á Hólmavík til að stofna samtök atvinnurekenda á Ströndum og Reykhólum.


Meginmarkmið félagsins er að stuðla að vexti og viðgangi samfélaganna á svæðinu með það fyrir augum að gera byggðirnar enn ákjósanlegri til atvinnurekstrar og búsetu, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.


 


Tæplega þrjátíu manns skráðu sig í samtökin en þeir sem vilja gerast stofnfélagar geta skráð sig fram til 31. desember 2019 hjá Skúla Gautasyni, skuli@vestfirdir.is og s. 896 8412,  starfsmanni Vestfjarðastofu á svæðinu. 

...
Meira
mynd af fb. síðu Bjarka Þ. Magnússonar
mynd af fb. síðu Bjarka Þ. Magnússonar

Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda bs. (BDRS) auglýsa stöðu varðstjóra Slökkviliðs Reykhólahrepps lausa til umsóknar.

Um er að ræða stöðu í hlutastarfi.

 

Launakjör samkvæmt kjarasamningum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og samkomulagi við Reykhólahrepp.

 

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi í slökkviliði.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá næstkomandi áramótum.

 

Búsetuskilyrði: Viðkomandi þarf að búa innan við 10 mínútna fjarlægð frá slökkvistöð.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2019. Umsóknum ásamt upplýsingum um reynslu og menntun skal skilað rafrænt á póstfangið slokkvilid@dalir.is "Varðstjóri Reykhólar".

 

Allir áhugasamir hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Ívar Örn Þórðarson, Slökkviliðsstjóri, sími 430 4700 eða 430 3200 eða sveitarstjóri Reykhólahrepps í síma 430-3200.

  

Stofnfundur nýrra samtaka atvinnurekenda á Ströndum og Reykhólum verður í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík, 19. nóv. kl. 18:00.

Vonast er til þess að allir sem eru með einhverskonar atvinnustarfsemi, hvort sem hún er í stórum eða smáum stíl, sjái sér fært að mæta.

Samtökunum er ætlað að vera samstarfsvettvangur fyrirtækjanna og málsvari gagnvart sveitarfélögum og stjórnvöldum.

  

18. nóvember 2019

Leppalúði mætir í kvöld

Næsta þriðjudag (19. nóvember) kl. 17:00 kemur Elfar Logi og verður með leiksýningu í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar (Báta- og hlunnindasýningarinnar). Sýningin heitir Leppalúði.

 

Kvenfélagið Katla, Ungmennafélagið Afturelding og foreldrafélag Reykhólaskóla hafa veitt rausnarlega styrki til sýningarinnar og því er frítt inn.

ALLIR VELKOMNIR!

  

Sóknaráætlun Vestfjarða fyrir árin 2020-2024 var samþykkt á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga/Vestfjarðastofu þann 21. október og kynnt á 4. Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Hólmavík 25.-26. október sl.


Í Sóknaráætlun Vestfjarða, sem lesa má hér, er unnið úr frá fjórum lykilmálaflokkum: Atvinnuþróun og nýsköpun, samfélagi, umhverfi og menningu. Í hverjum málaflokki eru sett markmið og áhersluatriði.


  

...
Meira

Í dag, fimmtudag verður Vestfjarðastofa ásamt Vesturlandsstofu með kynningu á verkefni um matarsmiðju.

 

Fundurinn verður í húsnæði Báta og hlunningasýningar kl 14:00

 

Dagskrá

 

Kynning á nýrri matvælavinnslu í Saurbæ, opinni fyrir bændur - stefna okkar, byggt á reynslu annarra - Skúli Guðbjörnsson, Miðskógi

 

Hvernig nýtist svona aðstaða okkur? Til heimabrúks og sölu Fjóla Mikaelsdóttir, Kringlu

 

Umræður

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30