Sambandið
Fyrir alllöngu vissi hvert mannsbarn hvað átt var við ef „Sambandið“ var nefnt, en eftir að Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) felldi seglin í verslun og atvinnulífi landsins hefur það sjaldnar verið nefnt.
...Meira
Fyrir alllöngu vissi hvert mannsbarn hvað átt var við ef „Sambandið“ var nefnt, en eftir að Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) felldi seglin í verslun og atvinnulífi landsins hefur það sjaldnar verið nefnt.
...Núna, 10. jan. var tengdur nýr háspennustrengur Orkubús Vestfjarða á Barmahlíðinni. Með þessari tengingu er öll línan frá aðveitustöðinni í Geiradal að Reykhólum komin í jörð, að undanskildri örstuttri loftlínu yfir Bæjará.
...Frestur til að sækja um starf í mötuneyti Reykhólahrepps er framlengdur til 20. janúar.
Sjá Laus störf hér til vinstri.
Óskað er eftir liðveitanda með 10 ára fötluðum dreng. Um er að ræða hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta fylgt drengnum í félagsstarf og farið með honum í sund.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi VerkVest.
Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Maríutröð 5a Reykhólum eða á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is. Upplýsingar eru veittar í síma 842-2511.
Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2018, en úthlutun samfélagsstyrkja er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu.
...Það bjóðast ýmis tækifæri til að auglýsa svæðið okkar og ná upp samvinnu milli þeirra sem bjóða þjónustu við ferðamenn. Það getur hjálpað öllum ef hver vísar á þjónustu nágrannana og bendir ferðamönnum á hvað hægt er að gera, hvert að fara og hvað að borða. Við erum sjálf mikilvægasta auglýsingin.
...Þorri er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar. Þar með er veturinn hálfnaður. Hann hefst á bóndadegi sem árið 2018 ber upp á 19. janúar.
...
Frestur til að skila athugasemdum við vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingum vegna Vestfjarðavegar (60) rann út núna 5. Janúar. Skipulagsnefnd Reykhólahrepps tók þær athugasemdir og umsagnir sem höfðu borist fyrir á fundi sínum í morgun.