Tenglar

13. september 2016

Laust starf tómstundafulltrúa

Reykhólahreppur auglýsir laust starf tómstundafulltrúa í Reykhólahreppi frá 1. janúar 2017. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs í afleysingu vegna fæðingarorlofs. Starfshlutfall er 60-70%, vinnutími breytilegur. Tómstundafulltrúi skipuleggur og heldur utan um vetrarstarf félagsmiðstöðvar, tómstundir fullorðinna og störf Vinnuskóla Reykhólahrepps yfir sumartímann, Einnig heldur hann utan um skipulag og framkvæmd bæjarhátíðar sveitarfélagsins. Möguleiki er á ca. 20% viðbótarstarfshlutfalli við Reykhólaskóla.

...
Meira
Sveitarfélög innan Fjórðungssambands Vestfirðinga eru níu. Kort: lmi.is.
Sveitarfélög innan Fjórðungssambands Vestfirðinga eru níu. Kort: lmi.is.

Samkvæmt nýjum samþykktum var Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið í fyrsta sinn þann 9. og 10. september í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þingið sátu um 60 manns, þar af voru um 45 fulltrúar sveitarfélaganna. Formaður aðgerðanefndar forsætisráðuneytis um málefni Vestfjarða (Vestfjarðanefndar), Ágúst Bjarni Garðarsson, kynnti störf nefndarinnar og helstu niðurstöður hennar. Á þinginu var lögð fram til kynningar endurskoðuð tillaga að Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 og verkefnastjórar Fjórðungssambandsins og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða fluttu starfsskýrslur.

...
Meira
13. september 2016

Laust starf á Reykhólum

Grettislaug / ÁG.
Grettislaug / ÁG.

Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum frá 1. október 2016. Starfið felst í öryggisgæslu, ráðningu starfsfólks, vaktaskipulagi, umsjón með lauginni sjálfri og fleiru. Mikilvægt er að umsækjandi hafi til að bera hæfni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund, öryggisvitund, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Umsækjandi þarf að hafa próf í skyndihjálp og hafa staðist sundpróf sundlaugavarða. Um er að ræða ca. 50% starf á ársgrundvelli.

...
Meira
12. september 2016

Teigsskógur við Þorskafjörð

Ólafur Arnalds.
Ólafur Arnalds.

Sá er þetta ritar hefur aðeins kynnt sér tillögur þær sem liggja fyrir um vegalagningu um Teigsskóg og röksemdafærslur fyrir henni. Það er augljóst að bæta þarf samgöngur í Reykhólahreppi og lífæðina á milli vesturhluta Vestfjarða og Dala. Um leið skapast góð hringleið um Vestfirði sem á eftir að efla ferðamennsku og renna (líklega öðru fremur) nýjum stoðum undir byggð á Vestfjörðum. En það skiptir feykilega miklu máli hvaða leið er valin, hverju er fórnað og hverju ekki. Og forsendur þurfa að vera skýrar. Það eru þær ekki nú.

...
Meira
Ljósm. strandir.is.
Ljósm. strandir.is.

Nýtt rannsóknasetur, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofa, hefur verið sett á laggirnar með aðsetur á Hólmavík. Rannsóknir í þjóðfræði verða þar í öndvegi og sérstök áhersla á miðlun og hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar. Setrið er hluti af Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, en innan stofnunarinnar eru fyrir sjö rannsóknasetur víða um land, á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Húsavík, Hornafirði og Suðurlandi. Viðfangsefni rannsókna sem setrin standa fyrir eru fjölbreytt, en á meðal þeirra eru lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, fornleifafræði og nú þjóðfræði.

...
Meira

Skemmupartíið árvissa (smalapartíið) í Fremri-Gufudal verður núna á laugardagskvöld (10. september) og stendur frá klukkan tíu og fram til tvö um nóttina eða eitthvað þar um bil. „Drífa fram lopapeysuna og gúmmítútturnar! Hlökkum til að sjá sem flesta!“ hefur Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal áður sagt af sama tilefni.

...
Meira
8. september 2016

Hólabúð: Lokað um helgina

Hólabúð á Reykhólum verður lokuð núna um helgina, laugardag og sunnudag 10. og 11. september. Opið til kl. 18 eins og venjulega á morgun, föstudag, og síðan frá kl. 10 á mánudagsmorgun.

...
Meira

Árleg þjóðtrúarkvöldvaka verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum núna á laugardagskvöld (10. september) og hefst kl. 20. Dagrún Ósk Jónsdóttir sér um vökuna og Ester Sigfúsdóttir töfrar fram yfirnáttúrulegt kaffihlaðborð. Að þessu sinni eru á dagskrá skemmtilegt og fróðlegt spjall um náttúruna, ísbirni, seli, fjöruna, þjóðtrú og þjóðsögur. Auk skemmtilestra sem einkenna þessa kvöldvöku verður boðið upp á viðeigandi tónlistaratriði sem Arnar Snæberg Jónsson sér um. Aðgangseyrir með dulmögnuðu kaffihlaðborði inniföldu er 1.500 krónur. Allir eru hjartanlega velkomnir.

...
Meira
Á brautarendanum á Reykhólum. Haraldur Diego og Halldór Kr. Jónsson tóku myndirnar.
Á brautarendanum á Reykhólum. Haraldur Diego og Halldór Kr. Jónsson tóku myndirnar.
1 af 5

„Það fannst öllum sérlega skemmtilegt að koma á Reykhóla, enda veðurblíðan einstök og kyrrðin og nálægðin við náttúruna mjög róandi og sjarmerandi. Ég sjálfur var að koma þarna í fyrsta skipti og á örugglega eftir að koma oftar,“ segir Halldór Kr. Jónsson, einn fljúgandi gesta á Reykhólum á laugardaginn. Þá kom hópur ellefu flugvéla með um tuttugu og fimm manns innanborðs í heimsókn, mannskapurinn nærði sig í Hólabúð og fór í gönguferð um þorpið og margir brugðu sér í Grettislaug. Hér var á ferðinni hópur fólks á vegum AOPA, sem er félag flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Haraldur Diego var fararstjórinn og fékk hann far með áðurnefndum Halldóri á TF-PAA (Piper Clipper). Þeir tóku myndirnar sem hér fylgja.

...
Meira

Lokahóf Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) verður á morgun, miðvikudaginn 7. september. Hófið verður haldið á Reykhólum og hefst kl. 18.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30