Tenglar

Bíll með ferskan lax til útflutnings fastur í drullu á þjóðveginum í Gufudalssveit.
Bíll með ferskan lax til útflutnings fastur í drullu á þjóðveginum í Gufudalssveit.
1 af 2

Tillaga að samgönguáætlun til tíu ára var lögð fram á Alþingi í gær. Henni er skipt í þrjú tímabil og tiltekið hvaða framkvæmdir eru áformaðar og á hvaða tímabili. Áætlað er að verja alls sjö milljörðum króna til nýs vegar um Gufudalssveit, þar af 2.750 milljónum á tímabilinu 2015-2018, 3.250 milljónum á tímabilinu 2019-2022 og 1.000 milljónum á tímabilinu 2023-2026. Lengd hins nýja vegar er sögð óviss. Ekki hefur verið ákveðið hvaða leið skuli valin enda hefur ekki verið unnið í því máli nema mestan hluta þess tíma sem liðinn er af þessari öld. Á tímabilinu 2019-2022 er gert ráð fyrir 250 milljónum króna til nýs þriggja kílómetra vegarkafla framhjá Skriðulandi í Saurbæ rétt sunnan Gilsfjarðar.

...
Meira
Ljósm. mbl.is / Jónas Erlendsson.
Ljósm. mbl.is / Jónas Erlendsson.

Búist er við norðurljósadýrð í kvöld yfir Reykhólahreppi eins og víðar. Þess vegna verða götuljósin á Reykhólum slökkt í klukkutíma eða svo milli klukkan tíu og ellefu til þess að himnasýningin njóti sín betur.

...
Meira

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals á skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Hólmavík á morgun, fimmtudag, milli kl. 15 og 16.30. Núverandi og nýir viðskiptavinir eru velkomnir til að ræða lánamöguleika hjá stofnuninni. Þetta snýr að þeim sem eru að hefja nýjan rekstur, hvort heldur bændur, fyrirtæki, sveitarfélög eða aðrir.

...
Meira
27. september 2016

Lætur af starfi umsjónarmanns

Hlynur Þór Magnússon.
Hlynur Þór Magnússon.

Hlynur Þór Magnússon hefur látið af umsjón með Reykhólavefnum. Hann hefur annast vefinn í átta og hálft ár en af heilsufarsástæðum hefur hann nú óskað eftir lausn frá starfi. Hlynur mun samt liðsinna starfsfólki á skrifstofu Reykhólahrepps óformlega við vefinn eitthvað enn um sinn eftir því sem aðstæður leyfa.

...
Meira
26. september 2016

Laust starf tómstundafulltrúa

Reykhólahreppur auglýsir laust starf tómstundafulltrúa í Reykhólahreppi frá 1. janúar 2017. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs í afleysingu vegna fæðingarorlofs. Starfshlutfall er 60-70%, vinnutími breytilegur. Tómstundafulltrúi skipuleggur og heldur utan um vetrarstarf félagsmiðstöðvar, tómstundir fullorðinna og störf Vinnuskóla Reykhólahrepps yfir sumartímann. Hann heldur einnig utan um skipulag og framkvæmd bæjarhátíðar sveitarfélagsins. Möguleiki er á ca. 20% viðbótarstarfshlutfalli við Reykhólaskóla. Hægt er að sækja um flutningsstyrk til sveitarfélagsins.

...
Meira
Grenilundurinn á Barmahlíð, hæsta tréð er einnig sverast.
Grenilundurinn á Barmahlíð, hæsta tréð er einnig sverast.
1 af 4

Í fyrravor birtist hér á vefnum frétt um kapphlaupið upp í 20 metrana milli hæstu trjáa á Vestfjarðakjálkanum, sitkagrenis á Barmahlíð*) í Reykhólasveit og alaskaspar í Miðbæ í Haukadal í Dýrafirði. Núna á miðvikudag mældi hópur sérfræðinga tréð á Barmahlíð og reyndist það 19,6 metra hátt að vaxtarsumrinu 2016 loknu. Mælinguna gerði 15 manna hópur starfsfólks Landshlutaverkefna í skógrækt, sem var samankomið á Reykhólum á miðvikudag og fimmtudag. Nokkru áður höfðu starfsmenn Skjólskóga á Vestfjörðum mælt öspina í Miðbæ og nú virðist hún hafa tekið fram úr greninu og var orðin 19,7 metrar. Víst má þó telja þau jafnhá, þar sem skekkjumörk eru einhver með hornamælingum eins og notaðar voru í báðum tilfellum.

...
Meira

Flýta þarf uppbyggingu innviða á Vestfjörðum og vinna markvisst að því að gera svæðið samkeppnishæft við aðra landshluta sem búsetukost, fyrir fyrirtæki á samkeppnismarkaði og í samgöngum. Tryggja þarf í fjárlögum næstu ára að lögð verði áhersla á eflingu innviða á Vestfjörðum á sviði orku, samgangna og fjarskipta. Þetta kemur fram í frétt á vef forsætisráðuneytisins, þar sem kynnt er og birt áætlun um aðgerðir á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði, sem gerð var fyrir ríkisstjórnina. Í niðurstöðum kemur fram, að skortur á sterkum innviðum hafi staðið fjölbreyttum atvinnutækifærum fyrir þrifum á Vestfjörðum, og þar sem nútímasamskiptatækni skorti sé landshlutinn í verri samkeppnisstöðu til að laða yngra fólk til búsetu.

...
Meira
20. september 2016

Grettislaug lokuð

Vegna veikinda starfsmanns er Grettislaug á Reykhólum lokuð í dag, þriðjudaginn 20. september.

...
Meira
Kristján Ingi Arnarsson byggingafulltrúi.
Kristján Ingi Arnarsson byggingafulltrúi.

Bogi Kristinsson Magnusen, byggingafulltrúi Reykhólahrepps og víðar um langt árabil, er kominn í námsleyfi í eitt ár. Á meðan hann er í leyfinu gegnir Kristján Ingi Arnarsson í Búðardal starfinu. Viðvera hans á skrifstofu Reykhólahrepps er kl. 10-15 á mánudögum eins og verið hefur.

...
Meira
19. september 2016

Aðalfundur Skruggu

Solla Magg.
Solla Magg.

Leikfélagið Skrugga heldur aðalfund í matsal Reykhólaskóla á miðvikudag 21. september kl. 17.30. Meðal aðalfundarstarfa verður kosning formanns, varaformanns og annarra stjórnarmanna. Drifkrafturinn í því að endurvekja félagið árið 2009 og formaður síðan, Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg), er brottflutt fyrir nokkrum árum. Hún kemur á fundinn og lætur jafnframt af störfum. Vonast er til þess að sem allra flestir sem áhuga hafa á leikstarfi í Reykhólahreppi komi á fundinn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30