Tenglar

16. ágúst 2016

Styrkir til nýsköpunar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til nýsköpunar, einkum fyrstu stig í þróun hugmynda og fyrstu skref til markaðsaðgerða þeirra sem eru komnir lengra. Frumkvöðlar sem vilja koma hugmynd sinni á markað ættu að huga sérstaklega að þessum styrkjum, sem Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir. Áhersla er lögð á verkefni sem skapa ný störf, styrki við klasasamstarf, hönnun og markaðssókn á erlendum vettvangi. Starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða eru reiðubúnir að hjálpa við mótun og skrif umsókna.

...
Meira
Helga Björg og Helga Ingibjörg við uppskerustörf á lífrænu Ólafsdalsgrænmeti.
Helga Björg og Helga Ingibjörg við uppskerustörf á lífrænu Ólafsdalsgrænmeti.
1 af 19

Á Ólafsdalshátíðina um síðustu helgi komu líklega eitthvað um 500 manns í blíðskaparveðri. Rútuferð með Soffíu II kringum Gilsfjörð (farin áður en sjálf dagskráin í Ólafsdal hófst) undir leiðsögn Sveins Ragnarssonar á Svarfhóli í Geiradal vakti mikla lukku. Sama má reyndar segja um dagskrána alla og fyrirlestra Þorsteins Sæmundssonar og sr. Gunnars Kristjánssonar (sjá hér neðar) og kynningu Guðrúnar Tryggvadóttur listakonu. Ómar Ragnarsson mætti á mótorskutlu og var aðeins þrjá tíma úr Reykjavík og eyddi þremur lítrum í ferðina (umhverfisvænn í verki). Lína langsokkur lék við hvern sinn fingur og fór í ýmsa leiki við börnin auk þess að syngja fyrir þau.

...
Meira
Birna E. Norðdahl hvílir lúin bein í gönguferð í nágrenni Reykhóla.
Birna E. Norðdahl hvílir lúin bein í gönguferð í nágrenni Reykhóla.

Áhugasamir keppendur á Minningarmóti Birnu Norðdahl skákmeistara ættu að skrá sig sem fyrst. Mótið fer fram í íþróttahúsinu í hinu fallega og vinalega þorpi á Reykhólum við Breiðafjörð og verður vel tekið á móti öllum, enda Reykhólamenn þekktir fyrir gestrisni. Mótið hefst laugardaginn 20. ágúst kl. 14 og verða tefldar 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Kvenfélagskonur munu bjóða upp á ljúffengar veitingar að íslenskum sið í kaffihléi og um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í íþróttahúsinu.

...
Meira

Einleikurinn Draugasaga sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp síðasta haust verður fluttur einu sinni enn á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð núna á laugardagskvöld, 13. ágúst. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir sýningar í Sævangi. Sýningin að þessu sinni hefst kl. 22 og tekur klukkustund. Áhorfendur kynnast húsdraugnum sem heldur til í Sævangi og hann segir sögur af öðrum draugum af Ströndum sem hann hefur orðið samferða gegnum tíðina. Hægt og sígandi kemur hans eigin ógæfusaga fram í skímuna. Leikritið er dálítið óhugnanlegt og ekki við hæfi ungra barna.

...
Meira

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps stendur fyrir félagsstarfi fyrir aldraða í Reykhólahreppi. Frá og með haustinu 2016 vantar starfsmann til að sjá um starfsemina, sem felst í umsjón með föndri og hreyfingu. Um er að ræða 20% starf. Laun samkvæmt kjarasamningum VerkVest. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra, Maríutröð 5a, 380 Reykhólum, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 842-2511.

...
Meira
10. ágúst 2016

Messa á Skálmarnesmúla

Kirkjan á Skálmarnesmúla.
Kirkjan á Skálmarnesmúla.

Hin árlega sumarmessa í Skálmarnesmúlakirkju í Múlasveit verður kl. 14 á laugardag, 13. ágúst. Eftir messu verður messukaffi „þar sem allir setja eitthvað á borðið og við njótum saman og eigum góðar stundir,“ segir sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur í Reykhólaprestakalli.

...
Meira

Móttaka hjá heyrnarfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands verður við Heilbrigðisstofnunina í Búðardal föstudaginn 19. ágúst kl. 9-12. Um er að ræða heyrnarmælingu og ráðgjöf og aðstoð varðandi heyrnartæki og stillingar á þeim. Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 581 3855.

...
Meira

Búast má við rafmagnstruflunum í kvöld [þriðjudagskvöld] frá kl. 20 og fram yfir miðnætti í Gufudalssveit frá Bjarkalundi. Einnig í Gilsfirði og Króksfjarðarnesi frá Geiradalsstöð vegna línuvinnu.

...
Meira

Vegna breytinga sem eru að verða á starfsháttum við Reykhólavefinn, að minnsta kosti núna tímabundið, verða ekki birtar hér fleiri tilkynningar en nú þegar eru komnar um framboð vegna komandi Alþingiskosninga.

...
Meira
Hafdís Gunnarsdóttir.
Hafdís Gunnarsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi sem haldið verður 3. september og sækist eftir 3. sæti á listanum. „Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er að ég sé ótal tækifæri til að efla svæðin í þessum víðferma kjördæmi og vil með þessum hætti ganga beint til verka.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30