Helga Björg og Helga Ingibjörg við uppskerustörf á lífrænu Ólafsdalsgrænmeti.
Leiðsögumaðurinn Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli við Soffíu II.
Gestir í samkomutjaldinu.
Arnór Grímsson á Farmall 1946.
Arnór Ragnarsson teymir undir.
Borgný og Þórir Örn frá Þingeyri.
Soffía II leggur upp í ferðina kringum Gilsfjörð og komust færri með en vildu.
Ómar Ragnarsson kom á mótorskutlu úr Reykjavík, hér á tali við Guðrúnu Tryggvadóttur listakonu.
Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður og fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Saurbæinga flytur erindi.
Gömul rúta og gamlir traktorar.
Lína langsokkur vakti mikla lukku hjá ungu kynslóðinni.
Sölufólk Ólafsdalsgrænmetis og handverks.
Hestarnir frá Hörpu Eiríksdóttur.
Þorgrímur á Erpsstöðum og hans fólk - ísinn seldist upp.
Slakað á í blíðviðrinu.
Nýja dagblaðið fimmtudaginn 23. ágúst 1934 (timarit.is).
Á Ólafsdalshátíðina um síðustu helgi komu líklega eitthvað um 500 manns í blíðskaparveðri. Rútuferð með Soffíu II kringum Gilsfjörð (farin áður en sjálf dagskráin í Ólafsdal hófst) undir leiðsögn Sveins Ragnarssonar á Svarfhóli í Geiradal vakti mikla lukku. Sama má reyndar segja um dagskrána alla og fyrirlestra Þorsteins Sæmundssonar og sr. Gunnars Kristjánssonar (sjá hér neðar) og kynningu Guðrúnar Tryggvadóttur listakonu. Ómar Ragnarsson mætti á mótorskutlu og var aðeins þrjá tíma úr Reykjavík og eyddi þremur lítrum í ferðina (umhverfisvænn í verki). Lína langsokkur lék við hvern sinn fingur og fór í ýmsa leiki við börnin auk þess að syngja fyrir þau.