Tenglar

Birna E. Norðdahl, dótturdóttir Birnu heitinnar, lék fyrsta leikinn fyrir Hrund Hauksdóttur gegn Hannesi Hlífari.
Birna E. Norðdahl, dótturdóttir Birnu heitinnar, lék fyrsta leikinn fyrir Hrund Hauksdóttur gegn Hannesi Hlífari.
1 af 6

Minningarmót Birnu E. Norðdahl sem haldið var á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst tókst með ágætum, enda vel staðið bæði að skipulagningu og framkvæmd. Keppendur voru 37 eða mun fleiri en upphafsmenn mótsins hefði grunað í fyrstu. Meðal þeirra var íslenska kvennalandsliðið eins og það leggur sig, auk nokkurra kvenna sem tefldu með Birnu heitinni á Ólympíumótum á sínum tíma. Einnig þrír stórmeistarar karla og allmargir aðrir landsþekktir og öflugir skákmenn. Nokkur hópur heimafólks á öllum aldri tók þátt í mótinu. Skákstjóri var Björn Ívar Karlsson, landsliðseinvaldur kvenna.

...
Meira

Fundur í sveitarstjórn Reykhólahrepps, sem haldinn verður á fimmtudag, 8. september, hefst kl. 18 en ekki kl. 16.30 eins og venja er. Seinkunin er vegna fundar í grunnskólanum.

...
Meira
Minnismerki Jóns Thoroddsens frá Reykhólum og tveir bekkir hjá (og einn til viðbótar álengdar hægra megin).
Minnismerki Jóns Thoroddsens frá Reykhólum og tveir bekkir hjá (og einn til viðbótar álengdar hægra megin).
1 af 4

Eins og hér hefur verið greint frá í máli og myndum (sjá tengla neðst) hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í norðurhluta Reykhólaþorps í sumar, eða á stóru svæði kringum Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð, allt frá skólanum þar sem búið er að vinna jarðvinnu fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð og upp að gatnamótunum við Hólabúð. Gert hefur verið svolítið torg í krikanum við gatnamótin og komið þar fyrir minnismerkinu um Jón Thoroddsen, sem í áratug var milli Barmahlíðar og kirkjugarðsins. Jafnframt hafa miklir göngustígar verið steyptir. Framkvæmdum þessum er vissulega hvergi lokið og lýkur ekki á þessu ári.

...
Meira

Markaður með heitinu Sumaruppskeran 2016 verður í Króksfjarðarnesi á vegum Handverksfélagins Össu kl. 13-17 á morgun, laugardaginn 3. september. Meðal seljenda verða Fiskvinnslan Drangur með saltfisk og annað fiskmeti, Nesskel með bláskel og Reykskemman á Stað með reyktan rauðmaga, rúllupylsu og rúgbrauð. Þarna verða jafnframt lostalengjurnar sívinsælu frá Matthíasi og Hafdísi í Húsavík á Ströndum ásamt kæfu, rúllupylsu og fleira kjötmeti. Líka verða á markaðinum kartöflur, aðalbláber og fleira ljúfmeti. Assa verður með hina íslensku kjötsúpu til sölu frá kl 12.

...
Meira
Guðrún komin á skrifstofuna.
Guðrún komin á skrifstofuna.

Guðrún Guðmundsdóttir á Reykhólum hefur tekið við starfi skrifstofustjóra hjá Reykhólahreppi. Því mun hún gegna næsta árið meðan Ágúst Már Gröndal er í fæðingarorlofi.

...
Meira

Grasrótarsamtökin Stígamót bjóða til opins fundar kl. 17.15 á mánudag, 5. september, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík (Þróunarsetrinu). Samtökin munu í vetur bjóða ráðgjafarþjónustu hálfsmánaðarlega á Ísafirði. Það gagnast ef til vill ekki vel fyrir Dala-, Stranda- og Reykhólasveitunga, en þar sem við erum á leið á Ísafjörð að kynna þjónustuna langar okkur að bjóða upp á kynningu líka á Hólmavík. Við munum segja frá þjónustu Stígamóta og hvernig kynferðisofbeldi lítur út frá okkar sjónarhóli og hvað gera má til þess að bæta líðan fólks og koma í veg fyrir ofbeldi.

...
Meira

Opinn súpufundur verður haldinn í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi á þriðjudaginn í næstu viku, 6. september, þar sem íbúum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar gefst tækifæri til að kynna sér vinnu við svæðisskipulagsáætlun fyrir sveitarfélögin og leggja sitt af mörkum við mótun hennar. Verkefnið snýst um að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í reynslu íbúa og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri.

...
Meira
1 af 2

Í gærkvöldi var haldinn á Reykhólum opinn fundur um ferðamál í Reykhólahreppi. Um 20 manns mættu, þar af 16 sem bjóða einhvers konar þjónustu fyrir ferðamenn. Markmið fundarins var að safna hugmyndum um hvað mætti betur fara og samhæfa upplýsingar, sem og undirbúa framhald. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Maríu Maack á Reykhólum, verkefnastjóra hjá Atvest. Samantekt hennar um fundinn fer hér á eftir. Jafnframt segir hún: Ef hér er ekki farið rétt með, komið leiðréttingum endilega á framfæri í athugasemdum.

...
Meira
30. ágúst 2016

Hlutastarf við ræstingar

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

Laust er starf við ræstingar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Um er að ræða 60% starf og unnið alla virka daga. Vinnutími er samkomulag, en tíðkast hefur að vinna kl. 9-14. Frekari upplýsingar veitir Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri.

...
Meira
30. ágúst 2016

Fjallskilaseðillinn birtur

Úr Kinnarstaðarétt fyrir þremur árum. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Úr Kinnarstaðarétt fyrir þremur árum. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.

Fjallskilaseðill Reykhólahrepps 2016 var samþykktur á síðasta fundi fjallskilanefndar og síðan staðfestur á fundi sveitarstjórnar. Seðilinn má sækja hér og í reitnum Tilkynningar neðst til hægri. Önnur mál sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar voru viðgerðir á réttum í héraðinu núna í haust og á næsta ári.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30