Samantektir og myndir frá skákmótinu á Reykhólum
Minningarmót Birnu E. Norðdahl sem haldið var á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst tókst með ágætum, enda vel staðið bæði að skipulagningu og framkvæmd. Keppendur voru 37 eða mun fleiri en upphafsmenn mótsins hefði grunað í fyrstu. Meðal þeirra var íslenska kvennalandsliðið eins og það leggur sig, auk nokkurra kvenna sem tefldu með Birnu heitinni á Ólympíumótum á sínum tíma. Einnig þrír stórmeistarar karla og allmargir aðrir landsþekktir og öflugir skákmenn. Nokkur hópur heimafólks á öllum aldri tók þátt í mótinu. Skákstjóri var Björn Ívar Karlsson, landsliðseinvaldur kvenna.
...Meira