Stefnt að framhaldsskóladeild á Reykhólum
Á nýafstöðnu Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga kynnti Ágúst B. Garðarsson, formaður aðgerðaáætlunar fyrir Vestfirði (svokallaðrar Vestfjarðanefndar) og aðstoðarmaður forsætisráðherra, starf nefndarinnar. Reykhólahreppur lagði fram nokkur verkefni, sem yrðu sveitarfélaginu til framdráttar til framtíðar litið. Aðeins eitt verkefni af sjö á listanum frá Reykhólahreppi hlaut hljómgrunn nefndarinnar, þ.e. undirbúningur framhaldsskóladeildar á Reykhólum í samvinnu við framhaldsskóladeildina á Hólmavík og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
...Meira