Tenglar

28. apríl 2022

Lúmsk hætta í gripahúsum

Styrmir Gíslason nýstaðinn upp.
Styrmir Gíslason nýstaðinn upp.

Fyrir nokkrum dögum var Styrmir Gíslason bóndi á Kötlulandi, við Reykhóla, að hræra upp í áburðarkjallara í fjárhúsunum. Með honum voru 2 nágrannar hans, Tómas bóndi á Reykhólum og Gústaf Jökull bóndi á Miðjanesi.

 

Þegar hrært er í skít, ekki síst á þessum árstíma, losnar lífgas, metan og brennisteinsvetni sem myndast við gerjun í taðinu. Þess vegna er afar mikilvægt að loftræsta vel þar sem verið er að hræra. Þennan dag var mjög gott veður og stillt þannig að þótt opið væri í gegnum húsin var lítil hreyfing á loftinu.

 

Styrmir var inni í húsunum að fylgjast með, en það þarf að færa hræruna af og til svo að allt hrærist upp. Allt í einu fær hann aðsvif og það næsta sem hann man er að þeir Tumi og Gústi eru að stumra yfir honum úti á hlaði. Þeir höfðu litið inn í húsin og sjá hann liggja hreyfingarlausan og áttuðu sig strax á hvað væri á seyði.

 

Oft er það svo að bændur eru einir að vinna við að tæma úr hauggeymslum, og þá er brýnt að hafa í huga að enginn Gústi eða Tumi er til að drösla mönnum út.

 

Styrmir jafnaði sig sem betur fer fljótt, en fékk skurði og mar í andlit við fallið.

 

 

 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er fyrirhuguð í Flatey

mánudaginn 2. maí 2022, kl. 13:30 – 14:30.

 

Sjá auglýsingu frá sýslumanni.

 

28. apríl 2022

Póstdreifing 2 daga í viku

Pósturinn mun dreifa bréfum tvisvar í viku um land allt, frá og með 1. maí næstkomandi.

Pósti verður dreift þriðjudaga og fimmtudaga.

mynd, Íris Björg Guðbjartsdóttir
mynd, Íris Björg Guðbjartsdóttir

Andrésar Andar leikarnir voru settir miðvikudaginn 20. apríl á Akureyri, við mikinn fögnuð þátttakenda og annarra gesta enda hafa leikarnir ekki verið haldnir tvö síðustu ár.

Skíðafélag Strandamanna átti 23 fulltrúa á leikunum, á aldrinum 5 – 15 ára og voru 5 af þeim úr Reykhólahreppi.

 

Það er skemmtileg grein um þetta og myndir á strandir.is

Árshátíð Reykhólaskóla verður haldin fimmtudaginn 28. apríl klukkan 19:00.

 

Allir velkomnir.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar, vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 fer fram að Maríutröð 5a Reykhólum,

miðvikudaginn 27. apríl 2022 frá kl. 16:00-17:00.


Kjósendur skulu hafa með persónuskilríki.

 

Sjá auglýsingu frá sýslumanni.

 

Sveitarstjórnarfundur er í dag kl. 15.

Vegna páskahelgarinnar breytist fundartíminn, en daginn sem reglulegur fundur átti að vera bar upp á skírdag.

Umhverfisdagur Reykhólahrepps 30. apríl 2022

 Laugardaginn 30. apríl næstkomandi ætlar Reykhólahreppur að standa fyrir umhverfisdegi. Allir íbúar hreppsins eru hvattir til að taka þátt og fegra sitt nánasta umhverfi.

 

Þeir Reykhólabúar sem ætla að taka til hendinni mæta við Reykhólaskóla kl. 11.00 þar sem verður ákveðið hvað tekið verður fyrir, svo leggja allir sitt af mörkum við að snyrta opin svæði í nágrenni Reykhóla.

 

Kl.13.00 mun svo Reykhólahreppur bjóða þátttakendum upp á pylsur í Hvanngarðabrekku (Kvenfélagsgarði).

 

 Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Aðalfundur Kvenfélagsins Kötlu verður haldinn í Reykhólaskóla miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:30


Dagskrá:  venjuleg aðalfundarstörf.


Stjórnin

Aðalfundur handverksfélagsins Össu verður haldinn sunnudaginn 24. apríl kl. 14:00, í Nesheimum Króksfjarðarnesi.

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Nýir félagar ávallt velkomnir.

Stjórnin.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30