Tenglar

9. apríl 2016

Vinnuferð í Flatey

Ljósm. Flatey.com.
Ljósm. Flatey.com.

Framfarafélag Flateyjar stendur fyrir vinnuferð í eyjuna fögru um næstu helgi. Fyrir utan að gleðjast með góðu fólki er markmiðið að lagfæra stíga, undirbúa áningarstaði og fegra kringum brennustæðið. Þessa sömu helgi verður vinnuferð Flateyjarveitna þar sem tvær stofnlagnir vatnsveitunnar verða hreinsaðar og klóraðar. Jafnframt frágangur í Grænagarðsdæluhúsi og skipt verður um heimæðarkrana.

...
Meira

Viðvera Maríu Játvarðardóttur, félagsmálastjóra Reykhólahrepps og Stranda, sem er venjulega í Stjórnsýsluhúsinu á Reykhólum á mánudögum, fellur niður núna á mánudaginn, 11. apríl. Sama gildir um viðveru á Hólmavík á þriðjudag. Ástæðan er sú, að María er þessa dagana á ráðstefnu og námskeiði syðra.

...
Meira

Dr. Karl Gunnarsson, sérfræðingur í þangi og þara hjá Hafró, flytur tvo fyrirlestra á Reykhólum á morgun, laugardag. Annars vegar fjallar hann um líffræði sjávargróðurs og nytjar á Íslandi í gegnum aldirnar. Hins vegar mun hann fjalla um þær rannsóknir á þangi og þara sem eru í undirbúningi í Breiðafirði á næstu árum og tengjast auknum áhuga á nýtingu sjávargróðursins. Þær rannsóknir eiga að hefjast í vor.

...
Meira
8. apríl 2016

Starfsmann vantar í sumar

Óskað er eftir starfsmanni 20 ára eða eldri í 50-75% stöðu á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í sumar. Vinnutími kl. 10.45-17.30 og einhver kvöld. Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir, duglegir og samviskusamir, hafi gaman af samskiptum við fólk og séu kunnugir Reykhólahreppi og því sem hann hefur að bjóða. Jafnframt er kunnátta í erlendum tungumálum mikilvæg, sérstaklega ensku. Reynsla af þjónustustörfum er kostur.

...
Meira

Stofnuð hefur verið síða á Facebook sem ber yfirskriftina Reykhólahreppur - Sveitarfélag. Þar er ætlunin að setja inn upplýsingar og fréttir varðandi sveitarfélagið og störf sveitarstjórnar og jafnframt er ætlunin að þessi síða og Reykhólavefurinn styðji hvort annað. Gerist fylgjendur, ef þið hafið áhuga. Deilið þá jafnframt á ykkar síður og kannski líka til Facebookvina (sem eru ekki líklegir að taka því illa!) eða bjóðið þeim að „líka við“ síðuna.

...
Meira

Rúmlega 46% svarenda reyndust andvíg nýjum búvörusamningi sem undirritaður var nýlega, en 12% hlynnt honum. Tæplega 42% voru í meðallagi hlynnt eða andvíg samningnum. Þetta kemur fram í könnun sem Maskína gerði. Andstaða við samninginn reyndist mest á meðal Reykvíkinga og nágranna þeirra en minnst á meðal Norðlendinga. Þannig voru á bilinu 57-58% Reykvíkinga andvíg nýjum búvörusamningi en um 26% Norðlendinga. Sömuleiðis jókst andstaðan við samninginn með hærra menntunarstigi.

...
Meira
6. apríl 2016

Sveitasnapp

Ungir bændur um allt land hafa skipst á að vera með svonefndan Snapchat-reikning samtaka sinna á netinu og er nú svo komið að um 4.000 manns fylgjast með ungum bændum sinna daglegum störfum á þessum samfélagsmiðli. Nýverið bættust eldri bændur einnig við Snapchat-samfélagið og er þeirra reikningur einnig mjög vinsæll. Því er hægt að fylgjast með daglegu lífi bænda í gegnum snjallsímann.

...
Meira

Opnuð hefur verið Facebooksíða þar sem birtar verða fréttir um framgang vinnunnar við svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Síða þessi sem ber heitið Samtakamátturinn virkjaður er stofnuð í framhaldi af stofnun vefjar um sama efni fyrir nokkrum vikum. Með gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin þrjú vilja þau festa í sessi sameiginlega framtíðarsýn á þróun svæðisins.

...
Meira
Arnar Árnason. Ljósm. Bændabl. / smh.
Arnar Árnason. Ljósm. Bændabl. / smh.

„Búgreinin stendur á tímamótum með nýjum búvörusamningi og breyttum neysluvenjum. Það eru bæði ógnanir og mikil tækifæri í íslenskri mjólkurframleiðslu. Ég er búinn að vera bóndi í fimmtán ár og langaði að bjóða starfskrafta mína fram á þessum vettvangi,“ segir Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, nýkjörinn formaður Landssambands kúabænda. Hann segist vilja hafa áhrif á hvernig uppbyggingunni verði hagað til framtíðar, jafnt gagnvart bændunum sjálfum, neytendum, landinu og ímynd greinarinnar.

...
Meira

Bændur eiga að nýta sér mikla eftirspurn eftir ullarvörum til þess að framleiða betri ull og auka verðmætin. Þetta segir Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sem telur að nú sé tækifæri til að hækka ullarverð til bænda. Sala á íslenskum ullarvörum er stöðugt að aukast og Ístex annar ekki lengur eftirspurn eftir lopa. Ístex kaupir nær alla þá ull sem til fellur hjá sauðfjárbændum, eða rúm 1000 tonn á ári.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30