Landsins forni fjandi
Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði orti Hafísinn, eitt af sínum þekktustu kvæðum, laugardaginn fyrir páska árið 1888, en hann bar þá upp á 31. mars. Kannski er ekki úr vegi að minnast þessa kvæðis núna á laugardeginum fyrir páska, þegar illspár um veðrabreytingar af mannavöldum virðast í þann mund að rætast enn hraðar en fram að þessu hefur verið búist við. Jafnframt því sem í vændum er bæði gríðarleg bráðnun jökla og ofsalegri veður en fólk hefur vanist, ásamt hraðri og óstöðvandi hnattrænni hlýnun, gera vísindamenn ráð fyrir kólnandi og mjög versnandi veðurfari á Norður-Atlantshafi og þar með á Íslandi.
...Meira