Tenglar

26. mars 2016

Landsins forni fjandi

Séra Matthías Jochumsson.
Séra Matthías Jochumsson.

Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði orti Hafísinn, eitt af sínum þekktustu kvæðum, laugardaginn fyrir páska árið 1888, en hann bar þá upp á 31. mars. Kannski er ekki úr vegi að minnast þessa kvæðis núna á laugardeginum fyrir páska, þegar illspár um veðrabreytingar af mannavöldum virðast í þann mund að rætast enn hraðar en fram að þessu hefur verið búist við. Jafnframt því sem í vændum er bæði gríðarleg bráðnun jökla og ofsalegri veður en fólk hefur vanist, ásamt hraðri og óstöðvandi hnattrænni hlýnun, gera vísindamenn ráð fyrir kólnandi og mjög versnandi veðurfari á Norður-Atlantshafi og þar með á Íslandi.

...
Meira

Sjónvarpsefni frá Vestfjörðum sérlega leiðinlegt? Þannig var spurt í fyrirsögn fréttar hér á vefnum fyrir réttum sjö árum, þann 26. mars 2009. Um þær mundir stóð yfir auglýsingaherferð tiltekinnar sjónvarpsstöðvar þar sem efni hennar var lofað og jafnframt birt dæmi um sérlega leiðinlegt sjónvarpsefni sem þar væri auðvitað ekki sýnt.

...
Meira
25. mars 2016

Páskaeggjaleitin ...

Minnt skal á páskaeggjaleitina sem verður í skógræktinni í Barmahlíð á morgun, laugardag, og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Ungir og gamlir í Reykhólahreppi og gestir þeirra eru velkomnir. Tvö hundruð páskaegg verða á svæðinu.

...
Meira
1 af 2

Eydís Mary Jónsdóttir stendur ásamt móður sinni og móðurbróður að sprotafyrirtækinu Zeto, sem hlaut á dögunum þriðja sætið í keppninni um Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Zeto hyggst setja á markað húðvörur úr þaraþykkni sem verður framleitt sérstaklega hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum.

...
Meira
Af heimasíðu Fjarðalax.
Af heimasíðu Fjarðalax.

Bæði framleiðsla og neysla á eldislaxi hefur stóraukist hér á landi síðustu ár. Bylgjan hófst árið 2012 þegar Fjarðalax hóf að slátra fyrstu kynslóð úr sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Fjarðalax [firðirnir í heitinu eru Patreksfjörður, Tálknafjörður og Arnarfjörður] er enn langstærsti leikandinn á markaðnum en önnur minni fyrirtæki hafa framleitt lax og nú eru stórir framleiðendur að bætast við, sérstaklega munar um Arnarlax sem líka er á Vestfjörðum. Þó að meginhluti framleiðslunnar sé fluttur úr landi hentar fyrirtækjunum ágætlega að sinna innlenda markaðnum með. Útlit er fyrir að ekki þurfi að flytja inn færeyskan eða norskan lax í sumar.

...
Meira
1 af 2

Bændasamtök Íslands bjóða félagsmönnum sínum að nýta sér gegn vægu gjaldi orlofsíbúð í Þorrasölum í Kópavogi. Í henni eru tvö svefnherbergi, rúmgóð stofa sambyggð eldhúsi, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Ný húsgögn og heimilistæki. Stutt er í alla þjónustu, m.a. sundlaug og fjölbreyttar verslanir.

...
Meira
Merkilegt hvað þetta litla dýr getur stokkið. Ljósm. Wikipedia.
Merkilegt hvað þetta litla dýr getur stokkið. Ljósm. Wikipedia.

Eins og allir vita á páskahérinn heima á Norðurpólnum, þar sem hann býr í góðu yfirlæti hjá jólasveinunum og notar frítíma sinn í að leika við köttinn. Nýr dagur, nýtt ár, jól og páskar byrja alltaf á sama stað – á Jólaeyjunni í Austur-Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fulltrúi páskahérans í Reykhólahreppi sendi vefnum til birtingar vegna páskaeggjaleitar á laugardag. Þar segir ennfremur:

...
Meira
Úr Garpsdalskirkju / hþm.
Úr Garpsdalskirkju / hþm.
1 af 3

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur embættar á þremur stöðum í prestakalli sínu um hátíðarnar. Messa með altarisgöngu verður í Garpsdal kl. 20 á morgun, skírdag, hátíðarmessa á Reykhólum kl. 11 að morgni páskadags, og messa á Staðarhóli kl. 16 annan dag páska.

...
Meira

Reykhólahreppur óskar eftir liðsmanni í mötuneyti Reykhólahrepps frá og með 1. júní. Starfsmaður þarf að hafa góða þjónustulund og samskiptahæfni, vera reglusamur og sjálfstæður í störfum. Vinnutími eftir samkomulagi, en unnið er aðra hverja helgi.

...
Meira

Verslunin Hólabúð á Reykhólum verður opin kl. 10-18 á morgun, skírdag. Hún verður lokuð á föstudaginn langa, opin kl. 11-16 á laugardag, lokuð á páskadag og opin kl. 13-16 á mánudag, annan páskadag.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30