Myndir frá fermingarmessunni á Reykhólum
Fjögur ungmenni fermdust í Reykhólakirkju hjá sr. Hildi Björk Hörpudóttur sóknarpresti í gær, fyrsta sumardag, þrjár stúlkur og einn piltur. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar við það tækifæri.
...Meira
Fjögur ungmenni fermdust í Reykhólakirkju hjá sr. Hildi Björk Hörpudóttur sóknarpresti í gær, fyrsta sumardag, þrjár stúlkur og einn piltur. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar við það tækifæri.
...Þang og þari sem vex í Breiðafirði er vannýtt auðlind, að mati Einars Sveins Ólafssonar, talsmanns Marigot, sem stendur ásamt Matís að væntanlegri þörungaverksmiðju í Stykkishólmi. Einar Sveinn var framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá hausti 2011 og fram til októberloka 2013. Forsvarsmenn hennar og sveitarstjóri Reykhólahrepps eru annarrar skoðunar.
...Kortinu er dreift um allt land, á allar upplýsingamiðstöðvar, en er einnig notað á erlendum sölusýningum. Kortið verður gefið út í 30-35 þúsund eintökum. Til að kaupa auglýsingu, sendið póst á travel@westfjords.is.
...Nemendurnir í 1. bekk Reykhólaskóla hafa fengið að gjöf hlífðarhjálma frá Kiwanishreyfingunni, líkt og börn í fyrsta bekk í langflestum sveitarfélögum landsins. Ásta Sjöfn skólastjóri afhenti hjálmana. Eimskip styrkti Kiwanis til þessa þarfa framtaks eins og áður. Jafnframt fengu krakkarnir í 2. bekk góða gjöf frá Skátahreyfingunni, íslenska fánann. „Okkur í Reykhólaskóla finnst þetta vera frábært framtak hjá Kiwanis og Skátahreyfingunni.“
...Fjögur ungmenni fermast (staðfesta skírnarsáttmálann og vígjast inn í samfélag fullorðinna) hjá sr. Hildi Björk Hörpudóttur í kirkjunni á Reykhólum á morgun, sumardaginn fyrsta. Athöfnin hefst klukkan 11. Fermingarbörnin eru, í stafrófsröð:
...Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður Hólabúð á Reykhólum opin kl. 13-16. Fyrir utan almennar vörur stendur auðvitað alls konar alls konar til boða í veitingahorninu eins og venjulega.
...Ekki verður sérstök dagskrá á sumardaginn fyrsta á Reykhólum að þessu sinni í líkingu við fjölskyldudaginn á síðasta ári. Bæði eru fermingar í Reykhólakirkju ásamt tilheyrandi fermingarveislum og skólinn í útleigu og ekki hægt að hafa neitt þar. Aftur á móti var páskaeggjaleitin fjölsótta í skógræktinni í Barmahlíð í lok síðasta mánaðar eins konar forskot á sumarkomufagnað þetta árið.
...Opið hús verður í Konnakoti frá kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöldið fyrir sumardaginn fyrsta. Tilvalið að mæta og hitta gamla sveitunga. Kaffi á könnunni en aðrar veigar þarf fólk að koma með sjálft. Líklegast kippa einhverjir með sér kippu til að skála fyrir aðsteðjandi sumri.
...Samkvæmt nýju yfirliti frá Búnaðarstofu er framleiðsla nautgripakjöts 3.820 tonn undanfarna 12 mánuði. Það er aukning um 9,1% frá árinu á undan. Sala nautgripakjöts á sama tímabili er 3.822 tonn. Framleiðsla á ungnautakjöti undanfarið ár er 2.232 tonn, aukning um 6,6%, framleiðsla á kýrkjöti er 1.526 tonn, aukning um 11,5%. Framleiðsla á ung- og alikálfum er 64 tonn, sem er 68% aukning frá fyrra ári.
...Flest hjúkrunarheimili landsins hafa aldrei haft þjónustusamning við ríkið vegna þeirrar þjónustu sem þau inna af hendi. Undanfarna 15 mánuði hafa þó staðið yfir formlegar samningaviðræður milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um slíka þjónustusamninga. Yfir 30 formlegir samningafundir og fjöldi vinnufunda um einstök atriði hafa verið haldnir auk undirbúningsfunda af ýmsu tagi. Þrátt fyrir mikinn samningsvilja af beggja hálfu hafa viðræðurnar ekki skilað árangri. Meginhindrunin felst í mjög óljósum skilaboðum frá því opinbera um þá þjónustu sem ríkisvaldið ætlast til að hjúkrunarheimilin veiti.
...