Tenglar

1 af 2

Leikfélag Hólmavíkur leggur land undir fót á sunnudaginn og sýnir Ballið á Bessastöðum í Dalabúð í Búðardal. Í ljósi forsetakosninga hérlendis í sumar fannst félaginu tilvalið að velja þessa skemmtilegu fjölskyldusýningu og vekja um leið athygli almennings, ekki hvað síst ungu kynslóðarinnar, á embættinu og tilvist þess. Verkið er unnið upp úr samnefndri bók Gerðar Kristnýjar en Bragi Valdimar Skúlason samdi tónlistina.

...
Meira

Margumræddar breytingar á póstdreifingu í Reykhólahreppi ganga í gildi núna um mánaðamótin. Hætt verður að dreifa póstinum alla virka daga og verður honum framvegis dreift annan hvern virkan dag. Síðasti dreifingardagur fyrir breytinguna er á morgun, fimmtudag, en sá fyrsti eftir hana er á mánudag, 4. apríl. Tafla um dreifingardaga er hér fyrir neðan. Pósturinn áskilur sér þó rétt til breytinga án fyrirvara.

...
Meira
Kýrnar á landnámsjörðinni Miðjanesi í Reykhólasveit látnar út í fyrsta sinn vorið 2011.
Kýrnar á landnámsjörðinni Miðjanesi í Reykhólasveit látnar út í fyrsta sinn vorið 2011.

Nýir samningar um um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar voru samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu meðal bænda, sem er nýlokið. Samningarnir eru til tíu ára en gert er ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir eftir þrjú ár og eftir sjö ár. Þeir hafa verið umdeildir og voru línur í atkvæðagreiðslunni að sama skapi ekki hreinar. Þær voru þó talsvert skýrari hjá kúabændum en sauðfjárbændum.

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans í Stjórnsýsluhúsinu á Reykhólum, sem hefur fram til þessa verið opin á miðvikudögum, verður framvegis opin á mánudögum kl. 12-15. Hún verður ekki opin á morgun, miðvikudag, og því er næsti afgreiðsludagur á mánudag, 4. apríl.

...
Meira

Þórir Bergmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal á föstudag, 1. apríl. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira

Staðan í vegamálum Vestfirðinga er raunar svo furðuleg, að núna um páskana er lengra fyrir Bílddælinga að aka frá sunnanverðum Vestfjörðum og vestur á Ísafjörð á hátíðina Aldrei fór ég suður heldur en fyrir Reykvíkinga að aka alla leiðina vestur. Ástæðan er þetta náttúrulega járntjald um miðhluta Vestfjarða sem núna á loksins að fara að rjúfa með Dýrafjarðargöngum, sem á að bjóða út fyrir áramót, og samhliða með því að byggja upp heilsársveg um Dynjandisheiði. Og það er önnur langþráð bylting boðuð á Vestfjörðum, leiðin um Gufudalssveit, sem á líka að bjóða út fyrir áramót.

...
Meira
Mynd: naut.is.
Mynd: naut.is.

Nýr formaður Landssambands kúabænda verður kosinn á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður á fimmtudag og föstudag. Tveir menn hafa opinberlega gefið kost á sér til formennsku, þeir Arnar Árnason á Hranastöðum í Eyjafirði og Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey 2 í Austur-Landeyjum. Á vef LK hafa þeir verið fengnir í yfirheyrslu og svara þeir þar fimmtán spurningum sem lúta að ýmsum málefnum búgreinarinnar.

...
Meira

Páskaeggjaleitin í skógræktinni í Barmahlíð í gær „fór hið besta fram“ eins og stundum hefur verið komist að orði. Annað hvort væri nú! Talið er að eitthvað kringum hundrað manns hafi tekið þátt í þessum skemmtilega viðburði; veður nokkuð kalsalegt og aldeilis hressandi til útivistar. Myndirnar sem hér fylgja tóku Herdís Erna Matthíasdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir.

...
Meira
Mynd: Strandir.is.
Mynd: Strandir.is.

Hið árvissa (og ýmsir segja óviðjafnanlega) sjávarréttahlaðborð Lions verður í Félagsheimilinu á Hólmavík að kvöldi föstudagsins 1. apríl. Borðhaldið hefst kl. 19.30. Miðapantanir til 29. mars.

...
Meira
26. mars 2016

Hún á afmæli í dag!

Ása, Ingibjörg Birna sveitarstjóri og Reynir þegar Hólabúð var opnuð.
Ása, Ingibjörg Birna sveitarstjóri og Reynir þegar Hólabúð var opnuð.

Hólabúð á Reykhólum var opnuð 26. mars 2015 eða fyrir réttu ári og lauk þar með stórbagalegu verslunarleysi í héraðinu sem staðið hafði frá áramótum eða nærri þrjá mánuði. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri mætti í búðina á slaginu þegar hún var opnuð, færði eigendunum Ásu Fossdal og Reyni Þór Róbertssyni blómvönd og óskaði þeim velfarnaðar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30