Bannaði móður sinni að mæta á völlinn
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var skapstór leikmaður á yngri árum, og bannaði móður sinni lengi vel að mæta á völlinn. „Hann bað mig vinsamlegast að vera ekkert á vellinum því ég gargaði svo hátt að honum fannst ég vera honum til skammar, það var ekki fyrr en hann varð eldri að ég mátti mæta á völlinn,“ segir Ingibjörg Erna Sveinsdóttir frá Miðhúsum í Reykhólasveit, stolt af syni sínum. Gamli þjálfarinn hans á Selfossi hefur nokkuð svipað að segja af drengnum.
...Meira