Tenglar

Mynd: Carina Johansen / NTB scanpix.
Mynd: Carina Johansen / NTB scanpix.

Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var skapstór leikmaður á yngri árum, og bannaði móður sinni lengi vel að mæta á völlinn. „Hann bað mig vinsamlegast að vera ekkert á vellinum því ég gargaði svo hátt að honum fannst ég vera honum til skammar, það var ekki fyrr en hann varð eldri að ég mátti mæta á völlinn,“ segir Ingibjörg Erna Sveinsdóttir frá Miðhúsum í Reykhólasveit, stolt af syni sínum. Gamli þjálfarinn hans á Selfossi hefur nokkuð svipað að segja af drengnum.

...
Meira

Leitað er eftir fólki í margvísleg störf bæði í þorpinu á Reykhólum og víðar í sveitarfélaginu, fyrst og fremst núna í sumar en líka allt árið. Lítið inn á undirsíðuna Laus störf í valmyndinni hér vinstra megin og sjáið hvað þar er í boði.

...
Meira
Snæi og Simmi við vélina sjötugu.
Snæi og Simmi við vélina sjötugu.
1 af 7

Vorið er komutími farfuglanna í Reykhólasveit eins og annars staðar. Meðal vorboðanna eru líka flugvélarnar sem tylla sér á brautina á Reykhólum. Sumir sem þar eru á ferð heimsækja vini og vandamenn, aðrir skreppa í Hólabúð sem er rétt við flugbrautarendann til að fá sér eitthvað í gogginn og taka jafnvel bensín á vélina um leið. Eða fara í sund. Varla hefur liðið svo dagur núna undanfarið að ekki hafi komið ein vél eða fleiri og sumar hafa komið oftar en einu sinni. Þar á meðal er sjötug vél af gerðinni Piper Cub, sem ber hinn dæmigerða skærgula lit fugla af þeirri tegund.

...
Meira
Guðmundur Sigurðsson.
Guðmundur Sigurðsson.

Aðalfundur Búnaðarfélags Reykhólahrepps verður haldinn í matsal Reykhólaskóla annað kvöld, miðvikudaginn 13. apríl, og hefst kl. 20. Gestur fundarins verður Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands. Á fundinum fer fram kosning fulltrúa á aðalfund Búnaðarsambands Vestfjarða, sem verður á laugardag.

...
Meira
Margrét, Smári og dóttirin og startpakkinn frá Reykhólahreppi.
Margrét, Smári og dóttirin og startpakkinn frá Reykhólahreppi.

Núna liðu fjórtán mánuðir milli „startpakka“ í Reykhólahreppi en þar áður voru það bara tveir mánuðir. Snemma að morgni 10. mars fæddist á fæðingardeildinni á Akranesi stúlka sem pakkann fékk að þessu sinni. Foreldrarnir eru Margrét Björnsdóttir (dóttir Ágústu og Bjössa Sam á Reykhólum) og Smári Hrafnsson sambýlismaður hennar. Stúlkan reyndist 3740 grömm og 52 cm.

...
Meira
Myndir: Landbúnaðarsafn Íslands.
Myndir: Landbúnaðarsafn Íslands.
1 af 2

Þannig er spurt á vef Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. „Á dögunum heimsótti heimsíðungur borgfirskt býli. Eftir kaffi með góðgerðum gengum við út að gamalli skemmu. Þaðan, ofan af lofti, dró bóndi fram verkfæri, sem hann kvað lengi hafa verið til á bænum en enginn vissi lengur til hvers það hefði verið notað,“ skrifar Bjarni Guðmundsson prófessor. Gripurinn er gerður úr tré, mjög vönduð smíði, líklega lökkuð upphaflega. Meginhlutinn er trog, 37 cm breitt og um 60 cm langt. Trogið veltur um botn sinn svo úr því má auðveldlega steypa innihaldinu.

...
Meira
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS.
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS.

Oddný Steina Valsdóttir í Butru og Böðvar Baldursson í Ysta-Hvammi voru endurkjörin í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda til tveggja ára á aðalfundi samtakanna núna fyrir helgi. Formaðurinn Þórarinn Ingi Pétursson á Grund í Eyjafirði, Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku og Atli Már Traustason í Syðri-Hofdölum voru á síðasta ári kjörin í stjórn til tveggja ára. Þessi fimm skipa því stjórn samtakanna næsta starfsár.

...
Meira

Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir námskeiði í ræktun matjurta í heimilisgarðinum laugardaginn 23. apríl kl. 9.30 til 15.30 í Dalabúð í Búðardal. Fjallað verður í máli og myndum um ræktun matjurta í heimilisgarði. Farið verður yfir forræktun, sáningu og fræ, pottun, vökvun, áburðargjöf og útplöntun. Þá verður fjallað um jarðveginn og lífið í honum, umhirðu og uppskeru, ásamt algengustu vandamálum sem fylgja ræktun matjurta.

...
Meira
11. apríl 2016

Liðsmaður í mötuneyti

Reykhólahreppur óskar eftir liðsmanni í mötuneyti Reykhólahrepps frá og með 1. júní. Starfsmaður þarf að hafa góða þjónustulund og samskiptahæfni, vera reglusamur og sjálfstæður í störfum. Vinnutími eftir samkomulagi, en unnið er aðra hverja helgi.

...
Meira
Þarna er Konnakot. Mynd: Já 360.
Þarna er Konnakot. Mynd: Já 360.

Aðalfundur Barðstrendingafélagsins verður haldinn í félagsheimilinu Konnakoti að Hverfisgötu 105 í Reykjavík í kvöld, mánudag, og hefst kl. 20. Ólína Kristín Jónsdóttir formaður hvetur fólk til að koma á fundinn og fá sér jafnframt kaffisopa í góðum félagsskap. Nýir félagar eru velkomnir og hægt að skrá sig í félagið um leið og mætt er á fundinn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30