Tenglar

Kæru íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar! Nefnd um gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin þarf á aðstoð ykkar að halda. Nefndin hefur það hlutverk að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í ykkar reynslu og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri.

...
Meira
18. apríl 2016

Tifar tímans hjól ...

Breiðfirðingakórinn 2015.
Breiðfirðingakórinn 2015.

Breiðfirðingakórinn leggur nú lokahönd á undirbúning vortónleikanna sem verða í Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudaginn 28. apríl eða eftir tíu daga. Eins og fyrr er það Julian M. Hewlett sem stjórnar en píanólekari verður Renata Iván. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg blanda af hefðbundnum kóralögum auk bæði meira krefjandi laga og síðan yngri dægurlaga.

...
Meira

Aðalfundur Handverksfélagsins Össu verður haldinn í Kaupfélagi Króksfjarðar laugardaginn 23. apríl kl. 14.

...
Meira
18. apríl 2016

Davíðsmót í Tjarnarlundi

Frá Davíðsmóti um miðjan desember 2013. Davíð Stefánsson fremst. Hann lést rúmu ári síðar.
Frá Davíðsmóti um miðjan desember 2013. Davíð Stefánsson fremst. Hann lést rúmu ári síðar.

Davíðsmót í bridge verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ á laugardag, 23. apríl, og hefst kl. 13. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson. Þeir sem hafa áhuga að vera með hafi samband við Guðmund í síma 434 1521 eða í netfanginu kjarlak@simnet.is. Þátttökugjald er kr. 3.000 á par. Kaffiveitingar.

...
Meira
Kort: Landmælingar Íslands - lmi.is.
Kort: Landmælingar Íslands - lmi.is.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund í Breiðfirðingafélaginu skipti stjórnin með sér verkum. Snæbjörn Kristjánsson er áfram formaður, Hörður Rúnar Einarsson er áfram gjaldkeri, ritari er Ingibjörg Guðmundsdóttir og meðstjórnendur Finnbjörn Gíslason og Sigrún Eyjólfsdóttir. Jófríður Benediktsdóttir og Sigurður Sigurðarson eru varamenn í stjórn.

...
Meira
Skógarmítill sem fannst á Ísafirði. Ljósm. Náttúrustofa Vestfjarða.
Skógarmítill sem fannst á Ísafirði. Ljósm. Náttúrustofa Vestfjarða.

Í ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir 2015 er meðal annars fjallað um skógarmítla undir fyrirsögninni Hugað að blóðþyrstum smádýrum. Fram kemur, að á síðasta ári bárust stofnuninni og Tilraunastöðinni að Keldum mun fleiri skógarmítlar frá fólki víða um land en nokkurn tímann fyrr.

...
Meira

Út eru komnar skýrslur þar sem kynntar eru niðurstöður tveggja rannsóknaverkefna sem snúa að umhverfisáhrifum ferðamanna og ferðamennsku. Verkefnin voru undir stjórn Rannveigar Ólafsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, og eru meðal þeirra verkefna sem Ferðamálastofa ákvað að láta ráðast í með hliðsjón af mikilli fjölgun ferðafólks og álags sem af henni hefur skapast.

...
Meira
Ólína Kristín og Hugrún.
Ólína Kristín og Hugrún.
1 af 2

„Þetta var með eindæmum tíðindalítill aðalfundur, segir Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu, formaður Barðstrendingafélagsins. „Í fyrra þurfti að kjósa í varastjórn en núna gáfu allir kost á sér áfram í stjórn og nefndir þannig að þetta voru bara rússneskar kosningar.“ Ólína hvatti fólk til að koma með hugmyndir að viðburðum sem félagið gæti staðið fyrir til að fá fólk til að mæta. „Fólk á öllum aldri og alls ekki síður unga fólkið sem er enn að flytja úr sveitunum á fullt erindi í átthagafélögin.“

...
Meira

Þau sveitarfélög sem búa við hvað óhagstæðust skilyrði eiga minnsta möguleika á styrkjum til ljóstengingar í verkefninu Ísland ljóstengt, þvert á það sem lagt var upp með. Þetta sagði Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð, í samtali við fréttastofu RÚV. Aðeins 17 af 479 milljónum króna sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar til verkefnisins renna til sveitarfélaga þar sem dreifbýli er mest og fæstar tengingar fyrir. Niðurstaðan úr markaðsútboði verkefnisins er sú, að rúm 93 prósent heildarúthlutunar renna til sveitarfélaga þar sem tengingar eru hagstæðastar.

...
Meira
Báturinn sem Heimamenn kaupa.
Báturinn sem Heimamenn kaupa.

Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi ákvað á félagsfundi í fyrrakvöld að færa Björgunarsveitinni Heimamönnum einnar milljónar króna styrk vegna kaupanna á björgunarbátnum sem hér hefur ítarlega verið greint frá, og fylgibúnaði vegna hans. Með þessu vilja Kötlukonur sýna björgunarsveitinni þakklæti og virðingu vegna starfsins fyrir fólkið í sveitarfélaginu. „Að hafa starfandi björgunarsveit í hreppnum veitir okkur aukið öryggi.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30