Tenglar

Sumarvegurinn yfir Kollafjarðarheiði. Kort: Vegagerðin.
Sumarvegurinn yfir Kollafjarðarheiði. Kort: Vegagerðin.

Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem búsettur er á Reykhólum, gamall áhugamaður um samgöngur á Vestfjörðum, vill að nýr vegur verði lagður yfir Kollafjarðarheiði. Leiðin liggur milli Laugabólsdals í Ísafirði í Inndjúpi og Fjarðarhorns í Kollafirði í Reykhólahreppi. Gamli vegurinn yfir heiðina hefur lengi verið notaður sem sumarvegur líkt og vegurinn yfir Þorskafjarðarheiði. Vegalengdin er um 21 km, þar af um tveir þriðju á láglendi.

...
Meira
Grettislaug á Reykhólum / Árni Geirsson.
Grettislaug á Reykhólum / Árni Geirsson.

Viðkomandi hefur umsjón með Grettislaug á Reykhólum. Starfið felst í öryggisgæslu, ráðningu starfsfólks, vaktaskipulagi, umsjón með lauginni sjálfri og fleiru. Mikilvægt er að umsækjandi hafi til að bera hæfni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Umsækjandi þarf að hafa próf í skyndihjálp og hafa staðist sundpróf sundlaugavarða.

...
Meira

Bogi Kristinsson Magnusen byggingafulltrúi er fjarverandi vegna veikinda og verður ekki með viðverutíma á Reykhólum í dag og ekki heldur í Búðardal næstu daga. Að jafnaði er hann með viðtalstíma á Reykhólum kl. 10-15 á mánudögum.

...
Meira
Fermingarbörnin ásamt sr. Hildi Björk og foreldrum og einum bróður.
Fermingarbörnin ásamt sr. Hildi Björk og foreldrum og einum bróður.
1 af 8

Ungmennin Brynjar Pálmi Björnsson, Ólafur Stefán Eggertsson og Sandra Rún Gústafsdóttir gengu innar, eins og það var kallað á fyrri tíð, í Reykhólakirkju í gær. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar við það tækifæri og í fermingarveislu frændsystkinanna Brynjars og Söndru. Þetta var fyrsta fermingarathöfn sr. Hildar Bjarkar Hörpudóttur, sem tók við embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli fyrir skömmu.

...
Meira
Vegurinn yfir Bjarnarfjarðarháls. Ljósm. Jón Jónsson/strandir.is.
Vegurinn yfir Bjarnarfjarðarháls. Ljósm. Jón Jónsson/strandir.is.

Nú hefur samgönguáætlun til fjögurra ára verið lögð fram á Alþingi og er hugmyndin að hún gildi fyrir árin 2015-2018. Nú er árið 2016 eins og flestir vita, en síðustu ár hafa samgönguáætlanir ekki verið afgreiddar á Alþingi þrátt fyrir að lög segi til um að slíkar áætlanir skulu samþykktar á þinginu og ávallt skuli unnið eftir áætlun í gildi.

...
Meira

Eitt af markmiðum búvörusamningsins um sauðfjárrækt er að efla nýliðun í greinni. Ebba Gunnarsdóttir á Barkarstöðum í Miðfirði og Kjartan Daníelsson maður hennar, sem áður bjuggu á Bakka í Geiradal, keyptu þar 800 kinda bú árið 2013. Hún óttast að samningurinn gangi gegn því markmiði.

...
Meira

„Þessar aðferðir hafa algerlega yfirtekið alla nautgriparækt í heiminum á innan við tíu árum. Ekki er annað að sjá en að það skili þeim kynbótum sem menn reiknuðu sig til. Til er að þjóðir þar sem frjáls flutningur er heimilaður á milli landa séu hættar með sjálfstætt kynbótamat og kaupi í staðinn naut út frá þessari erfðagreiningu,“ segir Jón Viðar Jónmundsson, búfjár- og kynbótafræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, um nýja aðferð við kynbætur nautgripa.

...
Meira

Leikfélag Hólmavíkur frumsýndi í gærkvöldi leikverkið Ballið á Bessastöðum, sem unnið er upp úr samnefndri bók Gerðar Kristnýjar. Tónlistina samdi Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og margt fleira. Þetta er lífleg fjölskyldusýning og ávísun á góða skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.

...
Meira

Minnt skal á það sem hér var greint frá, að María Játvarðardóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, er í orlofi fram til 30. mars. Venjulega er hún með viðveru á Reykhólum á mánudögum en aðra virka daga á Hólmavík.

...
Meira
Þessa mynd tók vegfarandi sem hefur að líkindum verið á torfærubíl.
Þessa mynd tók vegfarandi sem hefur að líkindum verið á torfærubíl.
1 af 3

Flutningabíll sat fastur í drullu hátt í sólarhring á leiðinni yfir Hjallaháls og varð loksins losaður í gær. Hann var á leið upp á hálsinn Djúpafjarðarmegin með tengivagn fullan af laxi frá eldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Skipafélagið sem tók við laxinum frestaði brottför, sem framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal segir að ekki eigi að þurfa að gerast. Hann segir að nú sé mál að linni, stjórnvöld verði að bregðast tafarlaust við þeirri ógn sem þjóðvegir á Vestfjörðum eru við atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30