Tenglar

Ljósm. Árni Geirsson okt. 2010.
Ljósm. Árni Geirsson okt. 2010.

Ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun styrkja á þessu vori. Þar á meðal fær Reykhólahreppur styrk upp á tvær og hálfa milljón „til merkinga, uppbyggingar og framkvæmda á jarðvarmasvæði við Reykhólaþorp, auk stígagerðar og verndunar fuglasvæðis. Mikilvægt verkefni vegna öryggis ferðamanna við jarðvarmasvæðið og náttúruverndar. Verkefnið mun stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.“

...
Meira
23. mars 2016

Baðsalt og sápugerð

Námskeið í gerð baðsalts og sápu verður haldið Auðarskóla í Búðardal á laugardag á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Námskeiðið stendur frá kl. 13 til 15 og verður þar útbúið baðsalt með ýmsum ilmtegundum og sápur mótaðar úr sápugrunni með jurtum.

...
Meira

Að venju má búast við að ferðalög á fjöllum aukist þegar páskar eru framundan og því vill Landsnet minna á að víða á hálendinu getur verið hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikilla snjóalaga. Þá skal áréttað að háspennulínur eru ekki alltaf sýnilegar vegna snjóa og slæms skyggnis. Í miklu fannfergi minnkar bil frá jörðu að línu og ísing getur leitt til þess að línur sígi mikið. Við verstu aðstæður geta leiðarar verið á kafi í snjó og lífsnauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar.

...
Meira

Grettislaug á Reykhólum verður lokuð á föstudaginn langa og páskadag. Á skírdag verður hún opin kl. 16-20, á laugardag kl. 14-18 og annan í páskum kl. 16-20.

...
Meira
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Tillaga að nýrri samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi á föstudag og gerir ráð fyrir miklum vegaframkvæmdum á Vestfjörðum; sannkallaðri stórsókn í vestfirskum vegamálum. Hafist verður handa við öll þau stóru verkefni sem mjög hafa verið til umræðu á Vestfjörðum, svo sem vegagerð á Vestfjarðavegi 60 í Gufudalssveit (oft kenndur við Teigsskóg), Dýrafjarðargöng (sem sumir vinir mínir í Arnarfirði vilja raunar fremur kalla Arnarfjarðargöng!) og veg yfir Dynjandisheiði. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir frekari vegagerð á Vestfjörðum, sem nánar verður vikið að.

...
Meira
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
1 af 25

Árshátíð Reykhólaskóla sem haldin var í íþróttahúsi skólans á fimmtudagskvöld var helguð níunda áratugunum (árabilinu 1980 til 1990) og ýmsu sem tengist honum. Meðal annars voru nemendur með tískusýningu og sýndu fatnað og hárgreiðslur frá þessum tíma. Tónlist frá tímabilinu hljómaði (Duran Duran og Wham) og dansflokkurinn var með atriði.

...
Meira
Mynd: Skessuhorn.
Mynd: Skessuhorn.

„Hingað hafa borist erindi frá sveitarstjórnum sem lýsa óánægju með þessa breytingu. Við að sjálfsögðu hlustum á þau sjónarmið, en ákvörðun okkar stendur,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður hjá Póstinum. Um er að ræða þá ákvörðun Íslandspósts að fækka dreifingardögum á pósti í dreifbýli samkvæmt leyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun. Frá næstu mánaðamótum verður póstinum dreift þrjá daga í viku aðra vikuna og tvo daga í hinni.

...
Meira

Miklar breytingar verða á forystu Landssambands kúabænda á aðalfundi núna um mánaðamótin, þegar formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri hætta. Sigurður Loftsson í Steinsholti í Hreppum, sem setið hefur í stjórn LK í fjórtán ár, fyrst sem varaformaður og síðan formaður undanfarin sjö ár, lýsti því yfir á dögunum að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á komandi aðalfundi.

...
Meira

Eins og fram hefur komið í fréttum eru skiptar skoðanir á hinum nýja búvörusamningi og hafa meðal annars tvö félög sauðfjárbænda á Vestfjörðum ályktað gegn honum. Fyrir nokkrum dögum var í RÚV rætt við Ebbu Gunnarsdóttur á Barkarstöðum eins og hér kom fram, en hún óttast að samningurinn gangi gegn því markmiði að efla nýliðun í sauðfjárrækt. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, svaraði gagnrýni á samninginn í viðtali við Spegilinn á RÚV.

...
Meira
Sumardagur í Flatey. ÁG 2012.
Sumardagur í Flatey. ÁG 2012.

Reykhólahreppur óskar eftir starfsmanni í Flatey á Breiðafirði í sumar. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tvo mánuði, eða eftir samkomulagi, við almenn störf í eyjunni. Þar má nefna slátt og hirðingu, hreinsun og tiltekt á opnum svæðum, viðhald stíga og aðstoð á höfninni við komu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Jafnframt þessu almenna aðstoð og upplýsingagjöf við íbúa, sumarhúsaeigendur og ferðafólk sem sækir eyjuna heim. Hér gæti verið um að ræða upplagt sumarstarf fyrir háskólafólk með tengsl við Flatey.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30