Tenglar

Flateyjarhöfn (á háfjöru) og frystihúsið gamla / Ágúst Már Gröndal 14. maí 2015.
Flateyjarhöfn (á háfjöru) og frystihúsið gamla / Ágúst Már Gröndal 14. maí 2015.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum áframhaldandi samstarf við Þrísker ehf. (Frystihúsið í Flatey) um upplýsingamiðstöð í Flatey á sama hátt og verið hefur, enda var gert ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar. Þetta var bókað vegna erindis Gyðu Steinsdóttur f.h. Þrískerja ehf.

...
Meira
Morgunblaðið 26. febrúar 1955.
Morgunblaðið 26. febrúar 1955.
1 af 2

Hugsanlega er gamla myndin sem hér fylgir fyrsta fréttaljósmyndin af flugvél á Reykhólum. Hún birtist í Morgunblaðinu 26. febrúar 1955 eða fyrir sextíu árum. Vélin var (og er) af gerðinni Cessna 180, árgerð 1953, og bar (og ber) einkennisstafina TF HIS. Svo vill til, að meira en hálfri öld seinna, þann 17. júlí 2008, tók umsjónarmaður þessa vefjar mynd af þessari sömu vél á sama stað á flugbrautarendanum á Reykhólum (mynd nr. 2). Hér má lesa um það.

...
Meira

Erindi Vilborgar Ásu Fossdal og Reynis Þórs Róbertssonar, sem reka Hólabúð á Reykhólum, varðandi samstarf um vörukaup fyrir mötuneyti Reykhólaskóla og Barmahlíðar, var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær. „Hólabúð er hér með tilbúin að veita Reykhólahreppi 15% afslátt af öllum vörukaupum, ef samningur næst,“ segir í bréfinu. „Beiðnin er gerð í von um að báðir aðilar muni njóta góðs af, jafnt sem íbúar hreppsins, þar sem vörubirgjar væru frekar í stakk búnir að veita hærri afslátt til Hólabúðar, og mun sá afsláttur skila sér í lægra vöruverði til Reykhólahrepps jafnt sem viðskiptavina búðarinnar.“

...
Meira

„Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við að finna skynsamlegar lausnir í húsnæðimálum sveitarfélagsins og felur skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd að vinna að undirbúningi málsins.“ Þessi bókun var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær, í framhaldi af eftirfarandi bókun umræddrar nefndar á mánudag:

...
Meira

Fulltrúar frá Alzheimerfélaginu (FAAS, félagi aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma) verða með upplýsingar og ráðgjöf á eftirtöldum stöðum í Reykhólahreppi og Dalabyggð núna á þriðjudag, 25. ágúst:

...
Meira

Eins og hér kom fram bauðst Reykhólahreppi að senda lið í spurningakeppnina Útsvar í Sjónvarpinu að þessu sinni. Boðinu var tekið og hefur liðið þegar verið valið. Það er þannig skipað:

...
Meira
20. ágúst 2015

Hlutastarf í heimaþjónustu

Starfsmann vantar í hlutastarf í heimaþjónustu. Upplýsingar veitir María Játvarðardóttir félagsmálastjóri í síma 451 3510 eða 842 2511. Hún tekur fram að hér sé um skemmtilegt, þakklátt og gefandi starf að ræða.

...
Meira
Samkomulagið undirritað í Ólafsdal í dag: Þröstur, Bjarni og Rögnvaldur.
Samkomulagið undirritað í Ólafsdal í dag: Þröstur, Bjarni og Rögnvaldur.
1 af 2

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkissjóðs samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði, en þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem meðal annars er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu.

...
Meira
Ýmsir tóku myndirnar sem hér fylgja. Sjá nánar í meginmáli.
Ýmsir tóku myndirnar sem hér fylgja. Sjá nánar í meginmáli.
1 af 5

Afbragðsmæting og ljómandi stemmning var á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum sem fram fór á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudag, en mótið hefur verið haldið allt frá 2003. Þarna reyna hrútaþuklarar víðs vegar af landinu á hæfileika sína, bæði vanir og óvanir. Keppnin felst í að leggja mat á fjóra veturgamla kollótta hrúta af Ströndum og finna kosti þeirra og galla. Þátttaka var betri en nokkru sinni fyrr í keppninni sjálfri, 53 kepptu í flokki óvanra (sem raða hrútunum í röð og rökstyðja matið, oft á gamansaman hátt) og 41 í flokki vanra (sem gefa hrútunum stig fyrir ýmsa eiginleika eftir kúnstarinnar reglum sem bændur kunna). Um 500 manns mættu til að horfa á og upplifa þessa einkennilegu skemmtun Strandamanna.

...
Meira
18. ágúst 2015

Fimmtugur Morris á Reykhólum

Toby og Morrisinn hans við Hólabúð. Myndirnar tók hþm.
Toby og Morrisinn hans við Hólabúð. Myndirnar tók hþm.
1 af 4

Á liðnum árum hafa nokkuð oft birst hér á vefnum (og víðar) myndir af ýmsum ólíkum flygildum sem hafa drepið niður fæti á Reykhólum. Þannig voru hér í gær birtar myndir af þremur gírókoptum. Hérna eru aftur á móti myndir af farartæki sem kom á Reykhóla í dag en heldur sig við jörðina. Auðséð var á langleið að þetta var enskur bíll, raunar eins dæmigerður enskur bíll af eldri sortinni og hugsast getur. Hann er af gerðinni Morris Minor 1000 Traveller, fimmtíu ára gamall eða árgerð 1965.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30