Tenglar

Erla Þórdís Reynisdóttir í Mýrartungu.
Erla Þórdís Reynisdóttir í Mýrartungu.

Fyrir mörgum árum [1987] sameinuðust fimm hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag, sem hlaut í kosningu nafnið Reykhólahreppur. Þetta var gert í kosningu og meirihlutinn ræður í kosningum, en sjaldnast eru allir á einu máli og þess vegna ræður meirihlutinn. Síðan þá erum við íbúar hreppsins samfélag. Í samfélagi eru allir jafnir og sömu skyldur hvíla á okkur öllum og enginn er baggi á öðrum. - Þannig hefst opið bréf sem Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, sendi Reykhólavefnum til birtingar. Yfirskriftin hjá henni er Vinsamlegt erindi og ávarpið er Kæru Austur-Barðstrendingar.

...
Meira

Núna er tilboðsverð á gosi og fleiri drykkjum bæði hjá Báta- og hlunnindasýningunni og Grettislaug á Reykhólum. „Við erum að selja upp lagerinn fyrir veturinn, fyrstur kemur, fyrstur fær,“ segir Harpa Eiríksdóttir, sem veitir bæði sýningunni og lauginni forstöðu en er að flytjast burt núna um mánaðamótin. Báta- og hlunnindasýningin verður opin fram á sunnudag en Grettislaug er opin kl. 18-21 í dag og á morgun. Þetta er í boði meðan birgðir endast:

...
Meira
26. ágúst 2015

Augnlæknir í Búðardal

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal á fimmtudaginn í næstu viku, 3. september. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
25. ágúst 2015

Nóg að gera í flutningunum

Hlynur að ljúka við að gera bílinn hreinan og fínan fyrir næstu ferð suður.
Hlynur að ljúka við að gera bílinn hreinan og fínan fyrir næstu ferð suður.

Núna er rétt um hálft ár síðan Hlynur Stefánsson á Reykhólum byrjaði akstur á eigin flutningabíl, eins og hér var greint frá á þeim tíma. Hann er ánægður bæði með verkefnin sem hann hefur haft og ekki síður með bílinn. Tveir mánuðir í vor hafi verið rólegir í flutningum fyrir Þörungaverksmiðjuna, eins og raunar ráð hafi verið fyrir gert út af árstíðabundnum sveiflum í framleiðslunni, en síðan hafi verið mikið að gera. „Svo bættist það við að ég fékk nokkuð drjúgan akstur austur á Höfn í Hornafirði í sumar fyrir KASK. Það voru yfirleitt fjórar ferðir á viku og flutningur báðar leiðir, vörur austur og fiskur til baka.“

...
Meira
Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.
Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.

Flateyingar hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjarinnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Núna heyrir Flatey eins og allur Flateyjarhreppur hinn gamli undir Reykhólahrepp. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið. Enda þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi*), þar af yfir tvö hundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru sjö manns með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitt hundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.

...
Meira

Hanna Dóra Sturludóttir söngkona og söngkennari býður upp á söngkennslu í Búðardal dagana 4. og 5. september. Þetta eru einkatímar fyrir fólk á öllum aldri, þar sem farið verður í undirstöðuatriði í söng (öndun, stöðu, framburð og túlkun og svo framvegis). Velja má hálftíma eða klukkutíma kennslustund.

...
Meira
Flateyjar-Freyr. Ljósm. flatey.is.
Flateyjar-Freyr. Ljósm. flatey.is.
1 af 2

Í hugum fjölmargra Flateyinga er Flateyjar-Freyr trékarl austast á eyjunni, sem er búinn að standa þar fyrir veðri og vindum um tugi ára. Í hugum barna og unglinga er þessi sami Freyr „typpakarlinn“ sem gaman er að heimsækja á sólríkum dögum og setja skeljar við og hengja á hann þara og fjörugróður. En í rauninni er Flateyjar-Freyr svo miklu, miklu meira, og saga hans bæði margslungin og áhugaverð, þannig að nauðsynlegt er að halda henni á lofti. Listaverkið Flateyjar-Freyr var gert af listamanninum Jóni Gunnari Árnasyni og var komið fyrir nærri þeim stað austast á Flatey sem heitir Torta en fáir þekkja með nafni.

...
Meira
Ensk spil frá 18. öld / wopc.co.uk.
Ensk spil frá 18. öld / wopc.co.uk.

Opna WIP-mótið í tvímenningi verður haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardag, 29. ágúst, og hefst kl.12. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson. Létt snarl verður fyrir mót og kraftmikil kjötsúpa í hálfleik. Keppnisgjald er 2500 krónur og allt innifalið. Enginn posi. Kvenfélagið Katla nýtur ágóðans í ár eins og í fyrra.

...
Meira
Mesti munur flóðs og fjöru í Staðarhöfn er gríðarmikill og flotbryggja því óvíða nauðsynlegri. Myndirnar tók Ása Björg Stefánsdóttir í Árbæ.
Mesti munur flóðs og fjöru í Staðarhöfn er gríðarmikill og flotbryggja því óvíða nauðsynlegri. Myndirnar tók Ása Björg Stefánsdóttir í Árbæ.

„Við undirrituð beinum því hér með til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, að fundin verði lausn á kaupum á þeim flotbryggjubúnaði sem nú er í Staðarhöfn, á vegum einstaklings, ásamt því að tryggður verði rekstur þessa búnaðar sem hluta hafnarinnar.“ Þannig hljóðar erindi frá nokkrum helstu notendum hafnarinnar á Stað á Reykjanesi, sem tekið var fyrir á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps á fimmtudag. Undir lok greinargerðar með erindinu segir: „Nú hafa þær aðstæður skapast að umræddri ferðaþjónustu hefur verið hætt, og hyggst sá sem kostaði flotbryggjuna selja hana á staðnum eða að öðrum kosti fjarlægja hana og koma í verð með öðrum hætti.“

...
Meira
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson, júní 2012.
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson, júní 2012.

Umhverfisstofnun hefur byrjað undirbúning að gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið í Flatey á Breiðafirði. Slíkri áætlun er ætlað að fjalla um markmið verndunar svæðisins og hvernig stefnt skuli að viðhaldi verndargildis þess. Stjórnun friðlýstra náttúruminja er í umsjón Umhverfisstofnunar. Í erindi hennar varðandi þetta mál, sem tekið var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps, segir m.a.:

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30