Opið bréf til sveitarstjórnar og fleiri varðandi Flatey
Fyrir mörgum árum [1987] sameinuðust fimm hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag, sem hlaut í kosningu nafnið Reykhólahreppur. Þetta var gert í kosningu og meirihlutinn ræður í kosningum, en sjaldnast eru allir á einu máli og þess vegna ræður meirihlutinn. Síðan þá erum við íbúar hreppsins samfélag. Í samfélagi eru allir jafnir og sömu skyldur hvíla á okkur öllum og enginn er baggi á öðrum. - Þannig hefst opið bréf sem Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, sendi Reykhólavefnum til birtingar. Yfirskriftin hjá henni er Vinsamlegt erindi og ávarpið er Kæru Austur-Barðstrendingar.
...Meira