Mannát, dauði og djöfull ...
Síðustu árin hafa verið vinsælar og vel sóttar þjóðtrúarkvöldvökur í Sauðfjársetrinu á Sævangi við Steingrímsfjörð og sú þriðja verður annað kvöld, föstudag. Yfirskriftin er hrikaleg: Mannát, dauði og djöfull. Telja má víst að fjallað verði um heldur óhugnanleg atriði í íslenskri þjóðtrú og þjóðsögum - á gamansaman hátt að þessu sinni. Það er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands sem heldur utan um kvöldvökuna og að venju verður á boðstólum yfirnáttúrulegt kaffi með kræsingum, sem og tónlistaratriði.
...Meira