Tenglar

10. september 2015

Mannát, dauði og djöfull ...

Tröllin sem dagaði uppi / Jón Jónsson.
Tröllin sem dagaði uppi / Jón Jónsson.

Síðustu árin hafa verið vinsælar og vel sóttar þjóðtrúarkvöldvökur í Sauðfjársetrinu á Sævangi við Steingrímsfjörð og sú þriðja verður annað kvöld, föstudag. Yfirskriftin er hrikaleg: Mannát, dauði og djöfull. Telja má víst að fjallað verði um heldur óhugnanleg atriði í íslenskri þjóðtrú og þjóðsögum - á gamansaman hátt að þessu sinni. Það er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands sem heldur utan um kvöldvökuna og að venju verður á boðstólum yfirnáttúrulegt kaffi með kræsingum, sem og tónlistaratriði.

...
Meira
10. september 2015

Vatnsveitan í Nesi: Engin mengun

Eins og hér kom fram fyrir nokkrum dögum stóðust sýni úr neysluvatni í Króksfjarðarnesi ekki gæðakröfur vegna gerlamengunar og var fólk því beðið að sjóða vatnið í öryggisskyni meðan komist yrði til botns í þessu. Tekin voru þrjú ný sýni og lágu niðurstöður fyrir í dag: Vatnið reyndist ómengað og fullkomlega hæft til neyslu beint úr krananum. Ekki hefur fundist nein skýring á því hvers vegna mengun greindist í vatninu um daginn.

...
Meira
Myndir: Ólafía Sigurvinsdóttir.
Myndir: Ólafía Sigurvinsdóttir.
1 af 6

Í framhaldi af fréttinni um sérdeilis ljúfa heimsókn sem Bergljót Bjarnadóttir á Reykhólum fékk um síðustu helgi sendi Ólafía Sigurvinsdóttir vefnum skemmtilegar myndir sem hún tók við þetta tækifæri. Ólafía er ein mæðranna sem þarna komu við sögu.

...
Meira
10. september 2015

Borðaklipping í Múlasveit

Frá þverun Mjóafjarðar. Myndina tók Sveinn Ragnarsson á síðasta ári.
Frá þverun Mjóafjarðar. Myndina tók Sveinn Ragnarsson á síðasta ári.

Nýi vegurinn í Múlasveit, vestasta hluta Reykhólahrepps, verður formlega opnaður á hefðbundinn hátt kl. 16 á morgun, föstudag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Athöfnin fer fram við áningarstað rétt austan brúarinnar yfir Mjóafjörð.

...
Meira
Páll V. Magnússon.
Páll V. Magnússon.

Páll Vignir Magnússon sigraði í akstri dráttarvéla á Reykhóladögunum í sumar. Núna er hann búinn að vitja um verðlaunin og sendi vefnum þessa mynd af því tilefni. Verðlaunin eru þessi forláta jakki frá fyrirtækinu Vélfangi í Reykjavík sem hann klæðist á myndinni. Páll kemur alltaf á Reykhóladaga og nýtur þeirra í ystu æsar. Hann er búsettur í Reykjavík en upprunninn í Miðfirði og raunar eru Reykhóladagarnir og dráttarvélabræðurnir landsfrægu á Grund einu tengsl hans við þetta hérað. En það er nóg til þess að hann kemur aftur og aftur og aftur hingað vestur.

...
Meira
9. september 2015

Flatey og Reykhólahreppur

Jóhannes Geir Gíslason krafsar dún.
Jóhannes Geir Gíslason krafsar dún.

Á Reykhólavefnum nýlega var nafn mitt nefnt og ég titlaður gæfumaður, sem ég að vísu tel vera í hálfkæringi gert og tel stafa af því að álitsgjafi er mér ósammála um málefni. Það sem hann fjallaði um var: Á Flatey að tilheyra Reykhólahreppi? – Þannig hefst grein eftir Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum, sem hann bað um að birt yrði hér á vefnum undir ofanritaðri fyrirsögn. Þar segir hann m.a. varðandi sameiningu hreppanna fimm í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag á sínum tíma:

...
Meira
Vanda Sigurgeirsdóttir í búningi Breiðabliks fyrir allmörgum árum. Fótbolti.net / Andri Fannar.
Vanda Sigurgeirsdóttir í búningi Breiðabliks fyrir allmörgum árum. Fótbolti.net / Andri Fannar.

Vanda Sigurgeirsdóttir flytur fyrirlestur um einelti, jafningjahópinn, félagsfærni og vináttuþjálfun í matsal Reykhólaskóla kl. 17.30 á morgun, miðvikudag. Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur og reyndar allir sem láta sig málefnið varða eru hvattir til að koma og hlusta. Vanda verður einnig með fyrirlestur fyrir nemendur og starfsmenn Reykhólaskóla. „Munum að það tekur heilt samfélag að ala upp barn,“ segir í tilkynningu frá Ástu Sjöfn skólastjóra.

...
Meira
Kveðjugjafirnar sem Begga fékk frá leikskólabörnunum og mæðrum þeirra.
Kveðjugjafirnar sem Begga fékk frá leikskólabörnunum og mæðrum þeirra.
1 af 2

„Á laugardagsmorguninn var bankað upp á hjá mér og fyrir utan var hópur af leikskólabörnum (sem hafa verið hjá mér á Hólabæ) og mæðrum þeirra. Þau voru svo yndisleg að færa mér kveðjugjafir - fallega minningabók, kort og gullhjarta sem ég mun bera um hálsinn og hugsa til þeirra. Ástarkveðjur til ykkar allra sem stóðu að þessu.“ Þannig komst Bergljót Bjarnadóttir á Reykhólum (Begga) að orði á Facebooksíðu sinni í gær. Hún hefur starfað við Reykhólaskóla í tuttugu ár en um næstu mánaðamót flytjast þau hjónin Begga og Jónas Samúelsson á Sauðárkrók.

...
Meira

Þessa vikuna stendur yfir skerðing á flutningi á rafmagni til Vestfjarða vegna vinnu Landsnets við Mjólkárlínu 1 og Geiradalslínu 1. Á meðan þetta varir er stærsti hluti Vestfjarða rekinn sem sjálfstætt kerfi sem ekki er tengt við landskerfið. Af þessum sökum er tíðnin á veituspennunni (50 Hz) ekki eins nákvæm og venjulega. Þetta hefur í för með sér að klukkur sem ganga í takt við tíðni veituspennunnar (útvarpsvekjarar o.fl.) ganga ekki alveg á réttum hraða og má búast við að þær flýti sér um nokkrar mínútur á sólarhring. Reiknað er með að kerfið verði komið í eðlilegt ástand síðdegis á föstudag, segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.

...
Meira

„Við erum að skrá á þessi einstöku námskeið,“ segir Svava Björg Svavarsdóttir hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. „Þetta er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hug á að ná sér í löggild starfstengd réttindi í bíl,- málm- og byggingatæknigreinum.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30