Tenglar

18. ágúst 2015

Tilkynning varðandi póstinn

Guðbjörn Guðmundsson landpóstur í Reykhólahreppi er farinn til útlanda í vikutíma. Fólk sem á eitthvert erindi varðandi póstinn er þess vegna beðið að hringja ekki í hann á meðan (894 0058) því að það er kostnaðarsamt fyrir viðtakandann. Í fjarveru Guðbjörns annast Jóhanna Jóhannsdóttir póstþjónustuna og þess vegna er fólk beðið að hringja í hana (899 7858 eða 896 5258) ef þörf krefur.

...
Meira

Í fyrra var tekinn upp sá háttur, að dregið er úr hópi fámennra sveitarfélaga til að taka þátt í spurningakeppninni Útsvari, sem verður í Sjónvarpinu núna í vetur níunda árið í röð. Úr hópi fámennustu sveitarfélaganna hefur Reykhólahreppur verið dreginn út til þátttöku að þessu sinni. Sveitarfélögin sem keppa í vetur í Útsvari eru 24 eins og verið hefur síðustu ár. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðast eru sjálfkrafa með þennan veturinn en hin sextán eru dregin út eftir stærð sveitarfélaga. Fólk sem vill gefa kost á sér til keppni í Útsvari fyrir hönd Reykhólahrepps, eða koma á framfæri tillögum um keppendur fyrir hönd hreppsins, er beðið að gera það allra næstu daga.

...
Meira
Myndirnar tala sínu máli / hþm.
Myndirnar tala sínu máli / hþm.
1 af 8

Reykhólabúar eru vissulega ekki óvanir heimsóknum flugvéla og flygilda af ýmsu tagi, sem taka bensín við búðina rétt við endann á flugbrautinni jafnframt því sem fólk fær sér eitthvað í svanginn. Í gær voru flugtækin sem lentu á Reykhólum frekar af sjaldséðara taginu, en þar var um að ræða þrjá gírókopta (gyrocopter, autogyro). Þetta voru tveggja manna för (fyrir nettvaxið fólk) og mannskapurinn þýskt par, tveir Danir og Ástrali (eða hvort það var Austurríkismaður). Þau fóru beint inn á Báta- og hlunnindasýninguna og fengu sér ýmist kaffi eða kakó og súkkulaðiköku með bláberjum.

...
Meira
17. ágúst 2015

Bátabíó og flóamarkaður

Stilla úr myndinni Rio 2.
Stilla úr myndinni Rio 2.

Tveir viðburðir verða á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í þessari viku. Á miðvikudag (19. ágúst) verða sýndar tvær kvikmyndir. Kl. 13 verður sýnd myndin Rio 2 með íslensku tali (sjá stiklu) og kl. 15 myndin The Heat með íslenskum texta (sjá stiklu). Sjoppan opin, frítt í bíó. Á laugardaginn (22. ágúst) verður aftur flóamarkaður eins og um daginn og stendur kl. 13-16. Tilvalið að grisja dótið í geymslunni og bílskúrnum. Hægt er að panta söluborð í síma 894 1011 og netfanginu info@reykholar.is fyrir fimmtudag.

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum, sem að jafnaði er opin á miðvikudögum, fellur niður næsta miðvikudag, 19. ágúst.

...
Meira
15. ágúst 2015

Frá Cannes til Hólmavíkur

Íslandsmót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu á Ströndum á morgun, sunnudag. Þar verður margt til skemmtunar og meðal annars munu aðalleikarar kvikmyndarinnar Hrúta heyja einvígi í hrútaþukli. Hrútum þykir fátt skemmtilegra en að stangast á og því má vænta þess að baráttan verði hörð og ekkert gefið eftir. „Ég tapaði náttúrulega fyrir Tedda í myndinni, en það var auðvitað bara skáldskapur, hið sanna mun koma í ljós núna,“ segir Siggi Sigurjóns sigurviss. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara.

...
Meira
María Játvarðardóttir flytur erindi sitt í samkomutjaldinu í Ólafsdal.
María Játvarðardóttir flytur erindi sitt í samkomutjaldinu í Ólafsdal.

Haustið 1980 flutti ég til Noregs. Þá um haustið fékk ég bréf frá pabba þar sem hann sagði mér að hann væri að taka saman útvarpserindi um sögu Ólafsdalsskólans fyrir hundrað ára afmæli skólans. Ásgeir í Ásgarði hafði þá heimsótt hann og fært honum mikið af gögnum um skólann. Þessi samantekt fyrir afmælið vatt síðan upp á sig, þannig að úr varð bók um sögu skólans og nemendatal og gaf Búnaðarfélag Íslands bókina út 1986. Þegar þarna var komið sögu var pabbi búinn að vera lamaður í höndum í tæp 30 ár. Eftir að hann lamaðist fór hann að skrifa, fyrst á rafmagnsritvél með priki sem hann hafði í munninum og seinna fékk hann tölvu.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Vegna manneklu verður að breyta auglýstum tíma eftir 16. ágúst (næsta sunnudag) segir Harpa Eiríksdóttir, fráfarandi forstöðumaður Grettislaugar á Reykhólum. Frá og með mánudegi og til föstudagsins 28. ágúst verður aðeins opið mánudag til föstudags kl. 18 til 21 og helgina 22.-23. ágúst verður laugin opin kl. 12-21. „Eins og staðan er í dag er óvíst hvort laugin verður opin eftir 28. ágúst.“

...
Meira
Gunnar Bragi Sveinsson og Rögnvaldur Guðmundsson glaðbeittir á hátíðinni í Ólafsdal á laugardag.
Gunnar Bragi Sveinsson og Rögnvaldur Guðmundsson glaðbeittir á hátíðinni í Ólafsdal á laugardag.

Torfi langafi minn var mér lengi vel fjarlægur þó ég sé alinn upp í Saurbænum til 15 ára aldurs (við Salthólmavík). Þar var faðir minn Guðmundur Vilhjálmur Hjálmarsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Saurbæinga frá 1957 til 1973. Hann var sonur Áslaugar Torfadóttur frá Ólafsdal og Hjálmars Jónssonar skólapilts þar. Áslaug var ein þremur börnum Torfa og Guðlaugar sem náðu því að verða eldri en 45 ára, af alls 12 börnum, en auk þess áttu þau 10 fósturbörn. Faðir minn tók að eigin sögn ekki síst við stöðunni af virðingu við afa sinn, Torfa Bjarnason, sem var frumkvöðull að stofnun kaupfélagsins árið 1898.

...
Meira
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

Starfsfólk óskast í aðhlynningu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum nú þegar eða sem allra fyrst. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri veitir frekari upplýsingar í síma 434 7817 eða 694 2386.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30