Tenglar

7. september 2015

Mengun í neysluvatni

Sýni úr neysluvatni í Króksfjarðarnesi sem tekið var fyrir skömmu stóðst ekki gæðakröfur vegna gerlamengunar. Annað sýni sem tekið var litlu síðar á öðrum stað úr sömu veitu gerði það ekki heldur. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða er að leita skýringa en á meðan annað hefur ekki verið tilkynnt er fólk sem notar þessa vatnsveitu beðið að sjóða vatnið til öryggis.

...
Meira
Bíllinn til þjónustu reiðubúinn.
Bíllinn til þjónustu reiðubúinn.
1 af 3

Þjónusta Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) öðlaðist í liðinni viku nýja vídd þegar tekin var í notkun þjónustubifreið innréttuð með klefa til heyrnarmælinga og tengdum búnaði. Markmiðið er að bæta þjónustu við fólk á landsbyggðinni. HTÍ er með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akureyri og Sauðárkróki, en núna verður hægt að aka hvert á land sem er og veita fólki þjónustu í heimabyggð. Bíllinn gefur aukna möguleika til skimunar á heyrn ungbarna og hefur því forvarnargildi. Eins er horft til þess að á dvalar- og hjúkrunarheimilum um allt land er fólk sem mun njóta góðs af þessari þjónustu, en það á einnig við um aðra sem telja ástæðu til að láta athuga hjá sér heyrnina.

...
Meira

24 sveitarfélög keppa í Útsvari í Sjónvarpinu í vetur. Þar af eru 21 með íbúafjölda yfir 1.500 manns. Hin þrjú eru Langanesbyggð með 513 íbúa, Strandabyggð með 473 íbúa og Reykhólahreppur með 268 íbúa (mannfjöldatölur Hagstofunnar um síðustu áramót). Þættirnir verða á föstudagskvöldum og verður sá fyrsti núna á föstudag (11. september) þegar Árborg og Hafnarfjörður keppa. Viku seinna keppa síðan lið Reykjanesbæjar og Seltjarnarness. Umsjónarmenn verða eins og áður Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson.

...
Meira
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Myndina tók Árni Geirsson í júní 2012.
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Myndina tók Árni Geirsson í júní 2012.

Umhverfisstofnun hefur nú hafið vinnu við gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið í Flatey á Breiðafirði. Skipuð hefur verið samstarfsnefnd við gerð áætlunarinnar og í henni sitja Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, Áslaug Berta Guttormsdóttir, Reykhólahreppi, Kristín Ingimarsdóttir, Framfarafélagi Flateyjar, og Hafsteinn Guðmundsson og Svanhildur Jónsdóttir, ábúendur í Flatey. Áætluninni er ætlað að fjalla um markmið verndunar svæðisins og hvernig standa skuli að viðhaldi verndargildis þess.

...
Meira
Aftari röð: Svandís Svavarsdóttir, Ágúst Már Gröndal, Vilberg Þráinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Karl Kristjánsson, Áslaug B. Guttormsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir. Fyrir framan: Steinunn Þóra Árnadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.
Aftari röð: Svandís Svavarsdóttir, Ágúst Már Gröndal, Vilberg Þráinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Karl Kristjánsson, Áslaug B. Guttormsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir. Fyrir framan: Steinunn Þóra Árnadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Þingflokkur Vinstri grænna lauk í gær nokkurra daga ferðalagi um byggðirnar á Ströndum, Reykhólahrepp og Dalasýslu. Þennan síðasta dag var fyrst haldinn fundur með sveitarstjórn Reykhólahrepps áður en hópurinn hitti sveitarstjórnarfólk í Dalabyggð og hélt síðan opinn fund í Búðardal í gærkvöldi. Áður höfðu verið haldnir fundir með heimafólki og sveitarstjórnarfólki í Árneshreppi, á Drangsnesi (Kaldrananeshreppi) og á Hólmavík (Strandabyggð). „Þingflokkurinn kom vel nestaður úr þessari heimsókn, sem nýtist vel þegar þing hefst að nýju í næstu viku,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og oddviti Vg í Norðvesturkjördæmi.

...
Meira
María Maack.
María Maack.

María Maack á Reykhólum tók fyrir nokkru til starfa fyrir Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) og hleypur þar í skarðið fyrir Viktoríu Rán Ólafsdóttur á Hólmavík, sem verður í framhaldsnámi í eitt ár. María hefur aðsetur í bankaherberginu í Stjórnsýsluhúsinu á Reykhólum á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum en að jafnaði á Hólmavík á mánudögum og miðvikudögum.

...
Meira
Svipmyndir frá mótinu.
Svipmyndir frá mótinu.
1 af 5

Sjö pör spiluðu á opna WIP-mótinu í tvímenningi á Reykhólum á laugardag. Það var haldið fyrir forgöngu Eyvindar Magnússonar eins og í fyrra og Kvenfélagið Katla naut afrakstursins eins og þá. Létt snarl var fyrir mót og kraftmikil kjötsúpa í hálfleik. Í þremur efstu sætum urðu Flemming Jessen og Sveinn Hallgrímsson (59,5%), Birna Lárusdóttir og Sturlaugur Eyjólfsson (56,8%) og Ólafur Gunnarsson og Maríus Kárason (55,0%). Keppnisstjóri var Þórður Ingólfsson.

...
Meira

Fjallskilaseðill Reykhólahrepps 2015 var samþykktur á fundi fjallskilanefndar í gær. Á fundi hennar fyrir viku var samþykkt tillaga Tómasar Sigurgeirssonar að breytingu á réttardegi í Kinnarstaðarétt þannig að réttað verði samdægurs, þ.e. á laugardegi.

...
Meira

Uppskeruhátíð barna- og ungmennastarfs Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) og aðildarfélaga verður haldin við Grunnskólann á Reykhólum annað kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 18. Allir eru velkomnir á hátíðina. Veittar verða viðurkenningar fyrir góða þátttöku, framfarir og góðan árangur í íþróttastarfi UDN. Grillaðir hamborgarar í boði. Íþróttaálfurinn og Solla stirða hafa staðfest að þau muni mæta hress og kát á svæðið.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Eins og hér kom fram í gær er forstöðumaður Grettislaugar á Reykhólum á förum úr héraðinu. Ekki hefur enn tekist að ráða í starfið, að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra, og líklegast var að laugin yrði lokuð frá og með morgundeginum. „Við erum samt með tvær umsóknir sem við erum að vinna í,“ segir sveitarstjóri. Á meðan fram úr þessu er ráðið liggur fyrir að laugin verður opin næstu tvær vikurnar „með aðstoð þeirra góðu kvenna sem hafa unnið hvað mest í lauginni í gegnum tíðina.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30