Ólafsdalsgrænmeti, veitingar og handverk á markaði. Allar myndirnar sem hér fylgja tók Frank Bradford.
Samkomutjaldið var fullt út úr dyrum.
Torfi Ólafur Sverrisson setur hátíðina.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins.
Drengjakór íslenska lýðveldisins.
Gengið upp í Hvarfsdal.
Hópurinn sem gekk upp í Hvarfsdal upp af Ólafsdal.
Erla Rut Rögnvaldsdóttir seldi happdrættismiða.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flytur hátíðarræðu.
Svipmynd úr gestahópnum.
Ylfa Haraldsdóttir fer á handahlaupum.
Ingi Hans Jónsson fór á kostum ...
... eins og hér má sjá ...
... og þá ekki síður hér.
Margt var í boði fyrir börnin.
María Játvarðardóttir flytur erindi sitt: Torfi og Guðlaug, Játvarður og Rósa.
Nærri sextugur Lanz Alldog frá Seljanesi gerði lukku rétt eins og endranær. Jói við stýrið.
Skólahúsið í Ólafsdal, byggt 1896.
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins, telur að allt að 400 manns hafi komið á Ólafsdalshátíðina á laugardaginn. Gestirnir komu að sjálfsögðu víðs vegar að; úr Dölum og Reykhólahreppi og af Ströndum, margir af höfuðborgarsvæðinu og úr öðrum landshlutum, og svo ferðamenn innlendir og erlendir sem voru á svæðinu. Myndirnar frá hátíðinni sem hér fylgja tók Frank Bradford, ljósmyndari frá Skotlandi, og kennir þar ýmissa ólíkra grasa. Meðal annars getur að líta nærri sextuga dráttarvél frá Seljanesi í Reykhólasveit og stúlku á handahlaupum.