Tenglar

Ólafsdalsgrænmeti, veitingar og handverk á markaði. Allar myndirnar sem hér fylgja tók Frank Bradford.
Ólafsdalsgrænmeti, veitingar og handverk á markaði. Allar myndirnar sem hér fylgja tók Frank Bradford.
1 af 18

Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins, telur að allt að 400 manns hafi komið á Ólafsdalshátíðina á laugardaginn. Gestirnir komu að sjálfsögðu víðs vegar að; úr Dölum og Reykhólahreppi og af Ströndum, margir af höfuðborgarsvæðinu og úr öðrum landshlutum, og svo ferðamenn innlendir og erlendir sem voru á svæðinu. Myndirnar frá hátíðinni sem hér fylgja tók Frank Bradford, ljósmyndari frá Skotlandi, og kennir þar ýmissa ólíkra grasa. Meðal annars getur að líta nærri sextuga dráttarvél frá Seljanesi í Reykhólasveit og stúlku á handahlaupum.

...
Meira
Lambi (Jón Einar Haraldsson).
Lambi (Jón Einar Haraldsson).

Jón Einar Haraldsson, betur þekktur sem Lambi, verður á Reykhólum á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða núna á fimmtudag. Hann er sérfræðingur í lesblinduleiðréttingu og notar kerfi sem kennt er við Ron Davis (sjá nánar á vefnum les.is). Á Reykhólum heimsækir Lambi vinnustaði og hittir fólk á förnum vegi. Ef einhver kannast við eftirfarandi lýsingu á sá hinn sami erindi við Lamba: Áttu erfitt með lestur, bókstafi og tölur og að halda athygli? Þá er líklegt að þú hugsir í myndum. Þrívíð myndhugsun er náðargáfa, en hún getur valdið sértækum námserfiðleikum og getur dregið úr árangri í námi og starfi. Með aðferðum Ron Davis má virkja þessa náðargáfu.

...
Meira

Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi núna á fimmtudag, 13. ágúst, og hefst kl. 17. Kaffiveitingar í boði félagsins. Fundarefni:

...
Meira
Af vefnum turtle.is.
Af vefnum turtle.is.

Undanfarin ár hafa ungir þýskir kvikmyndagerðarmenn dvalist sumarlangt á Ströndum við nám og tökur, segir á vef Strandabyggðar. Turtle-hátíðin á Hólmavík, sem hefst núna á mánudaginn, er þeirra leið til að gefa öllum tækifæri til sjá sérvaldar kvikmyndir og launa þannig margan greiðann. Þetta eru stórbrotnar, viðurkenndar og áhrifamiklar kvikmyndir sem taka á nútímanum.

...
Meira
Fánaborg á fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008 / Óskar Steingrímsson.
Fánaborg á fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008 / Óskar Steingrímsson.

Á Ólafsdalshátíðinni á morgun, laugardag, flytur María Játvarðardóttir frá Miðjanesi í Reykhólasveit erindi sem ber heitið Torfi og Guðlaug, Játvarður og Rósa. Þarna er annars vegar um að ræða Torfa Bjarnason og Guðlaugu Zakaríasdóttur í Ólafsdal við Gilsfjörð og hins vegar Játvarð Jökul Júlíusson og Rósu Hjörleifsdóttur á Miðjanesi, foreldra Maríu. Sérstök tengsl hins merka fræðimanns og rithöfundar Játvarðar Jökuls við Ólafsdal voru þau, að hann ritaði sögu Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla jafnframt því að taka saman nemendatal skólans, sem starfaði á árunum 1880-1907.

...
Meira
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
1 af 9

Svavar Knútur og Kristjana Stefáns fengu hlýjar móttökur á ljúfri söngskemmtun í bland við uppistand sem þau héldu á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í gærkvöldi. Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli var meðal gesta og tók myndirnar sem hér fylgja.

...
Meira
6. ágúst 2015

Flóamarkaður á Reykhólum

Frá seinni flóamarkaðinum á Reykhólum um miðjan mars. Ljósm. Herdís Erna.
Frá seinni flóamarkaðinum á Reykhólum um miðjan mars. Ljósm. Herdís Erna.

Leikurinn þegar haldinn var flóamarkaður í húsakynnum Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum um miðjan mars (tvisvar!) verður endurtekinn á morgun, föstudag. Tilvalið að grisja í geymslunni og koma með dót af öllu tagi á markaðinn, sem verður opinn kl. 15-18. Pantið söluborð í síma 894 1011 eða á info@reykholar.is. Um að gera að koma og gramsa og prútta um verð og gera góð kaup.

...
Meira
Lífrænt vottuð grænmetisræktun á setrinu í Ólafsdal við Gilsfjörð / RG.
Lífrænt vottuð grænmetisræktun á setrinu í Ólafsdal við Gilsfjörð / RG.

Ólafsdalshátíðin verður núna á laugardaginn, 8. ágúst, áttunda árið í röð. Dagskráin á skólasetrinu fornfræga í Ólafsdal við Gilsfjörð verður fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda; tónlistaratriði, skemmtun fyrir börnin, áhugaverð erindi, vandaður handverksmarkaður og veitingar. Þá verður lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti til sölu og happdrætti með fjölda vinninga. Dagskrá hátíðarinnar og vinningaskrána er að finna hér fyrir neðan.

...
Meira
Kristjana og Svavar Knútur.
Kristjana og Svavar Knútur.

Varðandi tónleika Svavars Knúts og Kristjönu Stefánsdóttur á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum núna í kvöld, fimmtudag, skal tekið fram, að börn eru velkomin frítt í fylgd með fullorðnum. Til sölu verða léttar veitingar. Hlökkum til að sjá sem flesta, segir Harpa Eiríksdóttir framkvæmdastjóri.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum frá 1. september eða jafnvel fyrr. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera samviskusamur og traustur og góður í mannlegum samskiptum. Starfið felst í umsjón með sundlauginni, rekstri hennar og öryggi laugargesta. Viðkomandi hefur mannaforráð og sér um skipulag vakta og ráðningu starfsfólks í sumarafleysingar. Um er að ræða ca. 50% starfshlutfall að jafnaði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30