Spilakvöld og veitingar af ýmsu tagi
Breyting verður á næsta opna húsinu á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum sem verður núna á þriðjudag, 14. apríl. Ekki verður bíó eins og til stóð heldur verður spilakvöld í staðinn. Hægt verður að spila alls konar borðspil eða bara taka fram gamla góða spilastokkinn. Húsið verður opið kl. 17-22. Aðgangseyrir verður 500 kr. fyrir 18 ára og eldri og 250 kr. fyrir yngri. Að þessu sinni renna 10% af aðgangseyri til Vinafélags Barmahlíðar.
...Meira