Flottir fætur og aðstaða fyrir ýmsa þjónustu
Málfríður Vilbergsdóttir á Hríshóli í Reykhólasveit hefur opnað fótaaðgerðastofu undir heitinu Flottir fætur á neðri hæð sundlaugarhússins á Reykhólum. Núna í vetur lauk hún námi í þessari grein og hefur hlotið löggildingu sem fótaaðgerðafræðingur og starfsleyfi frá embætti landlæknis. Á stofunni er Málfríður með allan nauðsynlegan búnað til þessa starfs. Þar má meðal annars nefna sérhannaða tösku með ýmsum tækjum, sem hún getur haft með sér í heimahús. Líka verður hún með aðstöðu fyrir snyrtifræðing og hársnyrti og með ferðanuddbekk fyrir nuddara.
...Meira