Tenglar

Málfríður Vilbergsdóttir á stofunni sinni með töskuna góðu.
Málfríður Vilbergsdóttir á stofunni sinni með töskuna góðu.
1 af 3

Málfríður Vilbergsdóttir á Hríshóli í Reykhólasveit hefur opnað fótaaðgerðastofu undir heitinu Flottir fætur á neðri hæð sundlaugarhússins á Reykhólum. Núna í vetur lauk hún námi í þessari grein og hefur hlotið löggildingu sem fótaaðgerðafræðingur og starfsleyfi frá embætti landlæknis. Á stofunni er Málfríður með allan nauðsynlegan búnað til þessa starfs. Þar má meðal annars nefna sérhannaða tösku með ýmsum tækjum, sem hún getur haft með sér í heimahús. Líka verður hún með aðstöðu fyrir snyrtifræðing og hársnyrti og með ferðanuddbekk fyrir nuddara.

...
Meira
Ingibjörg Birna, Finnur og Andrea Kristín. Mynd: Halldóra Hreggviðsdóttir.
Ingibjörg Birna, Finnur og Andrea Kristín. Mynd: Halldóra Hreggviðsdóttir.
1 af 2

Sveitarstjórnir Reykhólahrepps, Dalabyggðar og Strandabyggðar, auk oddvita Kaldrananeshrepps, komu saman á fundi í Tjarnarlundi í Saurbæ í fyrradag til að ræða samstarf þessara sveitarfélaga og jafnvel sameiningu einhverra þeirra. Til stóð að oddviti Árneshrepps sæti einnig fundinn, en það reyndist ekki unnt vegna ófærðar þar nyrðra. „Farið var markvisst í hugarflug um allt sem viðkemur sameiningu eða samvinnu þessara sveitarfélaga,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Þetta var mjög skemmtileg vinna, sem á örugglega eftir að nýtast okkur, að minnsta kosti í meiri samvinnu.“

...
Meira
Tónlistarhúsið Harpa baðað bláu ljósi í tilefni vitundarvakningar um einhverfu.
Tónlistarhúsið Harpa baðað bláu ljósi í tilefni vitundarvakningar um einhverfu.

Blár apríl, vitundarvakning um einhverfu, hófst formlega í gær. Á Íslandi og um allan heim taka fyrirtæki og stofnanir þátt í þessari vakningu með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi í apríl. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir vakningunni hér á landi. Styrktarsöfnun félagsins er hafin og geta áhugasamir og velviljaðir málefninu styrkt það um 1000 krónur með því að hringja í 902 1010. Í ár verður safnað fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna með einhverfu, sem og félagsfærninámskeiðum fyrir börn með einhverfu. Námskeiðin verða haldin í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins.

...
Meira
Sveitarfélögin níu innan Fjórðungssambandsins. Kort: lmi.is.
Sveitarfélögin níu innan Fjórðungssambandsins. Kort: lmi.is.

Stofnaður hefur verið Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, sem tekur við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Sjóðurinn er rekinn innan vébanda Sóknaráætlunar landshlutans og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Nýbreytni er, að hægt er að sækja um stærri styrki til lengri tíma en áður, allt að þremur árum.

...
Meira

Reynir kaupmaður í Hólabúð á Reykhólum lagði af stað suður núna fyrir hádegið til að sækja mjólk, vegna þess að sendingin sem átti að koma brást. Mjólkurlaust er orðið í búðinni en þegar Reynir kemur til baka seint í dag rætist úr því. Opið átti að vera til kl. 18 en Reynir reiknar með því að út af þessu verði opið eitthvað lengur. Síminn í Hólabúð er sem fyrr 434 7890.

...
Meira
Þóra, Peter Krost, Sigurður, Anas, María, Valeri, Peter Weiss, Mejke og Sara, og yfir gnæfir Annekke.
Þóra, Peter Krost, Sigurður, Anas, María, Valeri, Peter Weiss, Mejke og Sara, og yfir gnæfir Annekke.
1 af 2

Vettvangsnámskeiði Háskólaseturs Vestfjarða, sem staðið hefur á Reykhólum í tæpa viku, lýkur með kynningu nýsköpunarverkefna í Reykhólaskóla í fyrramálið, að morgni skírdags. Hún hefst klukkan níu og er öllum opin. Orðið vettvangsnámskeið merkir að farið er út úr skólastofunni, út á vettvang, þangað sem hlutirnir gerast. „Þegar um er að ræða skurð og vinnslu þörunga á Íslandi eru Reykhólar höfuðborgin,“ segir dr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, sem kallar staðinn „paradís þangs og þara“.

...
Meira
Sr. Hallgrímur Pétursson (1614-1674).
Sr. Hallgrímur Pétursson (1614-1674).

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur syngur messur á ýmsum stöðum í prestakalli sínu núna um hátíðarnar, eins og fram kemur hér fyrir neðan. Á föstudaginn langa flytur hún erindi í Reykhólakirkju um séra Hallgrím Pétursson og skáldskap hans og Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum les valda Passíusálma. Á páskadag verður sr. Elína með lokasamveru sunnudagaskólabarna í kirkjunni á Reykhólum.

...
Meira
Snjótroðari og jeppi Heimamanna á Drangajökli um fyrri helgi. Ljósmynd: Eiríkur Kristjánsson.
Snjótroðari og jeppi Heimamanna á Drangajökli um fyrri helgi. Ljósmynd: Eiríkur Kristjánsson.

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi heldur aðalfund á miðvikudag í næstu viku, 8. apríl. Fundurinn verður í bækistöð sveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum (rétt neðan við þorpið) og hefst kl. 20. Eins og tíðkast á slíkum fundum verða á dagskránni venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Aftur á móti er þessi fundur ekki einskorðaður við félagsfólk í sveitinni, sem vissulega er hvatt til að fjölmenna, heldur eru allir velkomnir sem vilja koma í hópinn, taka þátt í starfinu eða styðja það með einhverjum hætti.

...
Meira

Hólabúð á Reykhólum verður lokuð á föstudaginn langa og páskadag. Á laugardag og annan í páskum verður afgreiðslutíminn heldur styttri en venja er á laugardögum og mánudögum. Afgreiðslutíminn í dymbilviku og um páska verður sem hér segir:

...
Meira

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum gengst annað kvöld, miðvikudagskvöldið 1. apríl (nei, þetta er ekki aprílgabb), fyrir fyrsta menningarsjokki ársins, eins og Harpa Eiríksdóttir framkvæmdastjóri sýningarinnar orðar það. „Bresk áhrif verða á svæðinu, við ætlum að skella í eins og eitt pub-quiz eins og gert var á Reykhóladögum síðasta sumar við góðar undirtektir,“ segir hún, og bætir við: „Barinn verður opinn.“ Léttar útskýringar Hörpu á því hvernig þetta gengur fyrir sig fara hér á eftir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31