„Eins og búðin hafi verið opnuð fyrir þetta námskeið“
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, dvelur þessa viku í Reykhólasveit og heldur vettvangsnámskeið varðandi nýsköpun í þangi og þara. Til að láta nýsköpun ganga upp þarf líkaminn næringu og þó að nemendur geti fengið að kaupa hádegismat í skólanum eru eftir bæði morgunmatur og kvöldsnarl og líka kaffi og með því stöku sinnum. Þá kemur sér vel að rétt áður en námskeiðið hófst var opnuð matvörubúð á Reykhólum á nýjan leik eftir langvinnt búðarleysi. „Það er eins og búðin hafi verið opnuð fyrir þetta námskeið,“ segir Peter og brosir.
...Meira