Tenglar

Peter Weiss búinn að kaupa í matinn í Hólabúð á Reykhólum.
Peter Weiss búinn að kaupa í matinn í Hólabúð á Reykhólum.

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, dvelur þessa viku í Reykhólasveit og heldur vettvangsnámskeið varðandi nýsköpun í þangi og þara. Til að láta nýsköpun ganga upp þarf líkaminn næringu og þó að nemendur geti fengið að kaupa hádegismat í skólanum eru eftir bæði morgunmatur og kvöldsnarl og líka kaffi og með því stöku sinnum. Þá kemur sér vel að rétt áður en námskeiðið hófst var opnuð matvörubúð á Reykhólum á nýjan leik eftir langvinnt búðarleysi. „Það er eins og búðin hafi verið opnuð fyrir þetta námskeið,“ segir Peter og brosir.

...
Meira
Vignir á Klukkufelli í fyrstu heimsókn í Bjarkalundi í Reykhólasveit þetta vor.
Vignir á Klukkufelli í fyrstu heimsókn í Bjarkalundi í Reykhólasveit þetta vor.
1 af 2

Myndirnar sem hérna fylgja bárust vef Reykhólahrepps til birtingar núna í kvöld, en þar getur að líta fyrsta vorboðann í Bjarkalundi að þessu sinni eins og stundum áður. Vorboðinn er Vignir Jónsson, bóndi á Klukkufelli, sem kíkti í heimsókn til hótelrekendanna enda þótt ekki sé ennþá búið að opna þar þetta vorið. Hann verður sjálfur að útskýra hárgreiðsluna, ef út í það fer.

...
Meira
Krakkarnir sex úr Reykhólaskóla lesa upp í keppninni á Drangsnesi.
Krakkarnir sex úr Reykhólaskóla lesa upp í keppninni á Drangsnesi.
1 af 5

Allir krakkarnir sex í 7. bekk Reykhólaskóla ásamt nemendum í skólunum á Ströndum tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni, sem haldin var á Drangsnesi í liðinni viku. Ólafur Stefán Eggertsson á Reykhólum varð í þriðja sæti, Karlína Rós Magnúsdóttir á Drangsnesi varð í öðru sæti en Kristín Sara Magnúsdóttir í Árneshreppi hlaut fyrsta sætið. Viðurkenningar afhenti Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur. Að keppni lokinni var öllum boðið í súpu á veitingastaðnum Malarkaffi á Drangsnesi.

...
Meira

Á það skal minnt, að venjubundin afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum fellur niður núna á miðvikudaginn, 1. apríl, eins og hér hefur áður verið greint frá.

...
Meira

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal á miðvikudag, 1. apríl. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
Mannfjöldi á Vestfjörðum 1. janúar ár hvert. Hagstofa Íslands.
Mannfjöldi á Vestfjörðum 1. janúar ár hvert. Hagstofa Íslands.
1 af 2

Milli áranna 2005 og 2015 fækkaði fólki í öllum sveitarfélögunum níu á Vestfjörðum nema einu, Reykhólahreppi. Í heild hefur á þessu tímabili fækkað á Vestfjörðum úr 7.597 manns í 6.970 eða um 8,3%. Ekki er þó um beinar línur að ræða heldur hefur mannfjöldinn verið misjafnlega skrykkjóttur í einstökum sveitarfélögum, nema helst í Ísafjarðarbæ, þar sem fækkað hefur jafnt og þétt síðasta áratuginn. Mannfjöldinn í Reykhólahreppi fór niður í 251 árið 2006 og upp í 291 árið 2010. Að öðru leyti skal vísað til töflunnar á mynd nr. 1. Á mynd nr. 2 má sjá legu sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum.

...
Meira
Brynjólfur og Ágúst Már í Bamba. Ljósm. Egill Sigurgeirsson.
Brynjólfur og Ágúst Már í Bamba. Ljósm. Egill Sigurgeirsson.
1 af 3

Slysavarnafélagið Landsbjörg efndi til tækjamóts á Ströndum um síðustu helgi. Alls tóku rúmlega 300 manns þátt í mótinu, sem Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi skipulagði. Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi lét sig ekki vanta og mætti til leiks með Land-Roverinn sinn og snjótroðarann Bamba. Á vefsíðu Heimamanna er frásögn af ferðinni ásamt myndum sem Egill Sigurgeirsson og Eiríkur Kristjánsson tóku, og fylgja hér þrjár þeirra.

...
Meira

Eins og hér kom fram fundust E. coli gerlar í neysluvatnssýni sem tekið var á Reykhólum í síðustu viku. Núna liggur fyrir niðurstaða úr endurtekinni sýnatöku á mánudaginn og fannst ekkert athugavert við vatnið.

...
Meira
Frá Reykhóladögum 2014. Myndina tók Herdís Erna Matthíasdóttir.
Frá Reykhóladögum 2014. Myndina tók Herdís Erna Matthíasdóttir.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps leitar til fólksins í héraðinu og jafnframt til félagasamtaka, fyrirtækja og annarra sem kynnu að hafa áhuga á því að standa fyrir einhverjum viðburðum á byggðarhátíðinni árvissu Reykhóladögum á komandi sumri. „Þessir viðburðir gætu bæði verið til gamans fyrir samfélagið en líka sem einhvers konar fjáröflunarviðburðir fyrir félagasamtök og fyrirtæki.“

...
Meira
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.

Að venju breytist tíminn hjá Grettislaug á Reykhólum um bænadagana og páskana, eins og fram kemur hér fyrir neðan. En eitt annað breytist strax í dag: Núna verður hægt að fá sér ís þegar komið er upp úr. „Það verður smá úrval hjá okkur fram á vor og svo fyllum við að sjálfsögðu kistuna í byrjun sumars,“ segir Harpa Eiríksdóttir forstöðumaður.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31