Tenglar

Ertu að pæla í að fara í skóla? Eða ertu ekki viss? Finnst þér dýrt að flytja strax að heiman og langar að spara svolítinn pening áður en þú ferð í burtu í skóla? Myndir þú vilja auka tekjumöguleika þína með aukinni menntun? – Þannig spyr Eiríkur Valdimarsson, umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Hólmavík. Á morgun, miðvikudag 8. apríl, verður þetta nám kynnt á Hólmavík.

...
Meira

Sveitarfélögin níu á Vestfjörðum vinna saman í anda hugmyndafræði um sjálfbæra þróun, eins og hér hefur áður komið fram. Þessi starfsemi sveitarfélaganna hefur frá árinu 2012 farið eftir stefnu vottunarsamtakanna EarthCheck (áður GreenGlobe), sem staðfestir að sveitarfélögin vinna eftir stefnu um framfarir í umhverfis- og samfélagsmálum. Stefnan er útfærð í skilgreindum og tímasettum verkefnum framkvæmdaráætlunar, sem er eitt mikilvægasta skjal vottunarferlisins.

...
Meira
6. apríl 2015

Svo flaug hann ...

Fuglinn voldugi hafði að líkindum setið þarna um skeið ...
Fuglinn voldugi hafði að líkindum setið þarna um skeið ...
1 af 2

Það voru fleiri fuglar en æðarfugl og tjaldur sem Sveinn á Svarfhóli hitti á gönguferðum sínum með myndavélina um hátíðarnar. Þeirra á meðal var þessi fjallmyndarlegi örn sem hafði tyllt sér niður í Borgarlandinu og virtist hafa setið þarna lengi.

...
Meira

Opna húsið sem átti að vera á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum annað kvöld (fyrsta þriðjudag mánaðarins samkvæmt venjunni) færist til um eina viku eða til þriðjudagsins 14. apríl. Þar verður bíó fyrir alla fjölskylduna. Fólk er hvatt til að senda ábendingar um myndir til Hörpu Eiríksdóttur í netpósti eða skilaboðum á Facebook.

...
Meira
5. apríl 2015

Litbrigði jarðarinnar

Myndir: Sveinn Ragnarsson.
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
1 af 4

Ekki gerði páskahret í Reykhólasveit að þessu sinni. Eiginlega þvert á móti, í ljósi þess hvernig tíðarfarið hefur verið í vetur. Hiti á láglendi hefur verið yfir frostmarki undanfarna daga; núna á páskadag var hann yfirleitt sex-átta stig allt frá hádegi. Eina úrkoman hefur verið ofurlítil morgunsúld í hægri sunnanátt, vor í lofti. Ýmsir fuglar hafa orðið á vegi Sveins á Svarfhóli þar sem hann hefur verið á ferð með vélina ...

...
Meira
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
1 af 15

Tuttugu og sex manns í Sauðfjárræktarfélagi Reykhólahrepps brugðu sér fyrir nokkru í dagsferð í austanvert Húnaþing og fengu Svein á Staðarfelli í aksturinn. Við Gljúfurá á mörkum Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu kom Magnús Sigurðsson bóndi á Hnjúki í rútuna og annaðist leiðsögn og gerði það frábærlega, segja ferðalangar. Byrjað var á því að fara á Blönduós, þar sem Gunnar Tr. Halldórsson framkvæmdastjóri SAH og Gísli Garðarsson sláturhússtjóri tóku á móti mannskapnum. Þeir fóru með hópinn um allt sláturhúsið og síðan var boðið upp á kjötsúpu og fleira. Eftir það var farið í ullarþvottastöð Ístex og hún skoðuð.

...
Meira
4. apríl 2015

Hvað er klukkan í Kína?

Nokkrar svipmyndir frá fyrsta sjokkinu: Harpa Eiríksdóttir.
Nokkrar svipmyndir frá fyrsta sjokkinu: Harpa Eiríksdóttir.
1 af 5

„Fyrsta menningarsjokk ársins“ á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum var haldið að kvöldi fyrsta apríl. Þar mættu rúmlega 40 manns og sjö lið skráðust til leiks í pöbb-kvissinu, þar sem spyrlar og alráðendur voru Jóhanna Ösp í Fremri-Gufudal og Ásta Sjöfn á Litlu-Grund. „Þær stóðu sig með eindæmum vel, pössuðu upp á að skálað var nógu oft og tóku skemmtileg tóndæmi,“ segir Harpa Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar. „Kvöldið gekk mjög vel, gaman að sjá fólk taka svona vel í menningarsjokkin okkar. Miðað við fjöldann mættu um 15% úr sveitinni og um 30% úr þorpinu, við stefnum á að hafa þau oftar.“

...
Meira
Steri frá Árbæ / rml.is.
Steri frá Árbæ / rml.is.

Við lok fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar fyrir rúmri viku voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2013-2014 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2015. Saumur frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Steri frá Árbæ í Reykhólasveit sem mesti alhliða kynbótahrúturinn. Frá þessu er greint á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þar segir einnig meðal annars um Stera frá Árbæ:

...
Meira

Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vestfjörðum og Vesturlandi, óskar eftir að komast í samband við fólk sem hefði áhuga á því að gerast persónulegir talsmenn fatlaðra. Þessu er einkum beint til fatlaðra sjálfra, aðstandenda þeirra og starfsmanna sem kynnu að vita um einhvern sem hefði áhuga á því að gerast persónulegur talsmaður.

...
Meira
Þjónustusvæði Orkubús Vestfjarða er það erfiðasta og dýrasta á landinu.
Þjónustusvæði Orkubús Vestfjarða er það erfiðasta og dýrasta á landinu.

Núna um mánaðamótin hækkaði jöfnunargjald ríkissjóðs á dreifingu raforku í dreifbýli hjá Orkubúi Vestfjarða úr kr. 1,55 á kílóvattstund í kr. 2,17. Þá verður líka innheimt frá sama tíma „jöfnunargjald“ sem nemur kr. 0,20 á kílóvattstund. Jöfnunargjaldið er innheimt bæði í þéttbýli og dreifbýli og rennur í ríkissjóð til að mæta kostnaði við jöfnun milli dreifbýlis og þéttbýlis. Af þessum sökum lækkar hver kílóvattstund í dreifbýli um kr. 0,42. Að teknu tilliti til virðisaukaskatts lækkar hver kílóvattstund til almennra nota um kr. 0,52 og til húshitunar um kr. 0,47. Að ári liðnu verður síðan lokaskrefið stigið og verð fyrir dreifingu raforku í dreifbýli jafnað til fulls við það verð sem hæst er í þéttbýli.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31