Tenglar

Jónas sýslumaður, Illugi, Martin Garitano og Esther Ösp.
Jónas sýslumaður, Illugi, Martin Garitano og Esther Ösp.
1 af 2

Meðal kunnustu stórbokka og auðmanna Íslandssögunnar er Ari Magnússon sýslumaður (1571-1652), sem á sinni löngu sýslumannsævi var nánast einvaldur á Vestfjörðum. Hann varð tvítugur að aldri sýslumaður í Barðastrandarsýslu og síðan Ísafjarðarsýslu og gegndi sýslumannsembætti til dauðadags eða í sextíu ár. Faðir hans var Magnús Jónsson prúði, sýslumaður í Ögri og síðar í Bæ á Rauðasandi, en eitt af hugðarefnum hans var almennur vopnaburður. Ari var og er jafnan kenndur við Ögur þar sem hann bjó lengst og nefndur Ari í Ögri, en þegar yfir lauk var hann jarðsettur á Reykhólum. Meðal barna hans var Magnús sýslumaður á Reykhólum.

...
Meira
„... og þegar litið er til þjónustunnar er staðan enn verri.“
„... og þegar litið er til þjónustunnar er staðan enn verri.“

Formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga héldu vorfund sinn í Reykjavík 16. apríl. Á dagskrá var umræða um stöðu verkefna landshlutasamtakanna og sérstök umræða um stöðu almenningssamgangna og framkvæmd sóknaráætlunar landshluta. Undir liðnum önnur mál var tekið til umræðu starf landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra og rætt um fjárveitingar til samgöngumála. Fundurinn samþykkti að senda eftirfarandi áskorun um samgöngumál til Alþingis og ríkisstjórnar, en Aðalsteinn Óskarsson, frkvstj. Fjórðungssambands Vestfirðinga, sendi vefnum hana til birtingar.

...
Meira

Reykhólavefurinn í núverandi mynd „fór í loftið“ á sumardaginn fyrsta árið 2008, sem þá bar upp á 24. apríl. Á þeim sjö árum sem síðan eru liðin eru heimsóknir (innlit) á vefinn að nálgast milljónina (um 975 þúsund) en flettingar komnar nokkuð á fjórðu milljón (liðlega 3,3 milljónir). Í upphafi var markmiðið með vefnum tvíþætt (og er enn): Annars vegar að þjóna fólkinu í Reykhólahreppi, hins vegar að leyfa öðrum að fylgjast lítið eitt með lífinu og starfinu í þessu fámenna sveitarfélagi við norðanverðan Breiðafjörð og halda nafni þess á lofti sem víðast.

...
Meira
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
1 af 8

Þrettán manns sóttu pylsugerðarnámskeið sem haldið var í Reykhólaskóla í dag og voru nemendurnir bæði úr Strandasýslu og Dalasýslu auk heimafólks í Reykhólahreppi. Námskeiðið var á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og komu kennarar að sunnan, þeir Jóhannes Geir Númason og Sigurður Jóhannesson.

...
Meira
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
1 af 6

Sumardagurinn fyrsti á Reykhólum, sem lengi hefur verið nefndur Barmahlíðardagurinn, var að þessu sinni með öðru sniði en áður. Dagskráin var veigameiri og fjölbreyttari og dagurinn kallaður Fjölskyldudagurinn. Svipmyndirnar sem hér fylgja tók Herdís Erna Matthíasdóttir.

...
Meira
Makríll / Wikipedia.
Makríll / Wikipedia.

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um að lögfesta kvótasetningu á makríl, en hann er ný tegund í íslenskri lögsögu, og einnig verða heimiluð frjáls viðskipti með hann innan sjávarútvegsgreinarinnar. Þessi gjörningur þýðir gjafakvóta fyrir tugi milljarða til aðila í greininni í boði stjórnvalda, á sama tíma og launafólki eru skammtaðar launahækkanir úr hnefa í nafni stöðugleika!

...
Meira
Áningarstaðurinn Skriðuland í Saurbæ.
Áningarstaðurinn Skriðuland í Saurbæ.

Valgeir Þór Ólason matreiðslumeistari og Kristný María Hilmarsdóttir, sem keyptu Skriðuland í Saurbæ í fyrravetur, eru búin að opna veitingastaðinn á ný eftir vetrarhlé. Af því sem þar er á boðstólum má nefna sem dæmi súpu dagsins og forrétti, steikur og thai-kjúkling í aðalrétt og síðan í eftirrétt ýmsar kökur beint úr ofninum ásamt heimagerðum ís. Auk þess eru margvíslegar samlokur og hamborgarar í boði og ýmis drykkjarföng á vínseðli. Eldsneytissölunni í Skriðulandi var lokað í fyrra og verður hún ekki opnuð aftur. Litla matvörubúðin sem var í Skriðulandi er líka horfin af sviðinu.

...
Meira

Afleysingu vantar í heimaþjónustu í sumar og fram í miðjan september. Um er að ræða hlutastarf. Gott er ef viðkomandi getur byrjað snemma í maí. Laun samkvæmt kjarasamningum VerkVest. Nánari upplýsingar veitir María Játvarðardóttir félagsmálastjóri.

...
Meira

Efri myndin birtist hér á vefnum í fyrrakvöld, á sumardaginn fyrsta, undir fyrirsögninni Sólbjört sumarbyrjun á Reykhólum. Neðri myndin var tekin á sama stað laust fyrir hádegi í dag, á þriðja degi sumars. Í ljósi fyrirsagnarinnar sem notuð var með fyrri myndinni mætti sú fyrirsögn sem núna er notuð teljast við hæfi.

...
Meira

Umsóknarfrestur í hinn nýja Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, sem leysir af hólmi Menningarráð Vestfjarða og Vaxtarsamning Vestfjarða, hefur verið framlengdur til 11. maí. Sjóðurinn varð til með samningi ríkisins og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 og verður úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti núna í vor.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31