Jónas sýslumaður afturkallaði tilskipun forvera síns
Meðal kunnustu stórbokka og auðmanna Íslandssögunnar er Ari Magnússon sýslumaður (1571-1652), sem á sinni löngu sýslumannsævi var nánast einvaldur á Vestfjörðum. Hann varð tvítugur að aldri sýslumaður í Barðastrandarsýslu og síðan Ísafjarðarsýslu og gegndi sýslumannsembætti til dauðadags eða í sextíu ár. Faðir hans var Magnús Jónsson prúði, sýslumaður í Ögri og síðar í Bæ á Rauðasandi, en eitt af hugðarefnum hans var almennur vopnaburður. Ari var og er jafnan kenndur við Ögur þar sem hann bjó lengst og nefndur Ari í Ögri, en þegar yfir lauk var hann jarðsettur á Reykhólum. Meðal barna hans var Magnús sýslumaður á Reykhólum.
...Meira