Tenglar

Félagar í Lionsdeildinni í Reykhólahreppi fara um héraðið núna á morgun og um helgina með Rauðu fjöðrina og banka upp á hjá fólki. Fjöðrin er barmmerki sem Lionshreyfingin selur á fjögurra ára fresti að jafnaði og nýtir afraksturinn til einhvers ákveðins málefnis hverju sinni. Núna er Rauða fjöðrin á ferðinni í ellefta sinn á Íslandi og verður söfnunarfénu varið til kaupa og þjálfunar á blindrahundum.

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum og merki félagsmiðstöðvarinnar Skrefsins.
Barmahlíð á Reykhólum og merki félagsmiðstöðvarinnar Skrefsins.

Barmahlíðardagurinn hefur um árabil verið haldinn hátíðlegur á Reykhólum á sumardaginn fyrsta, sem núna ber upp á 23. apríl (fimmtudaginn í næstu viku; sumardagurinn fyrsti er alltaf á fimmtudegi). Að þessu sinni verður sniðið á hátíðinni með öðru móti en verið hefur og verður Barmahlíðardeginum fléttað inn í dagskrá Fjölskyldudags félagsmiðstöðvarinnar Skrefsins í Reykhólaskóla. Viðburðir dagsins verða á ýmsum stöðum: Í skólanum, íþróttahúsinu, Barmahlíð og Grettislaug.

...
Meira

Síðasti foreldrafundurinn í röð þriggja fræðslufunda um málefni barna verður haldinn á bókasafninu í Reykhólaskóla annað kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 20. Að þessu sinni verður fjallað um heilsu og lífsstíl. Fundurinn verður með svipuðu fyrirkomulagi og þeir fyrri, sem snerust annars vegar um samskipti barna og hins vegar um sjálfsmynd og tilfinningar barna. Flutt verður fræðsluerindi og síðan verða umræður. „Það hefur verið góð mæting á fyrri fundi og mig langar að hvetja fólk til að mæta til að skapa líflegan umræðugrundvöll,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Reykhólahrepps.

...
Meira
Haraldur Benediktsson flytur erindi sitt. Ljósm. Rebekka Eiríksdóttir.
Haraldur Benediktsson flytur erindi sitt. Ljósm. Rebekka Eiríksdóttir.

Gestur á aðalfundi Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum, sem haldinn var á Reykhólum á föstudag, var Haraldur Benediktsson bóndi á Vestri-Reyni, þingmaður Norðvesturkjördæmis og lengi áður formaður Bændasamtaka Íslands. Þar ræddi hann um ljósleiðaravæðingu á landsbyggðinni og á Vestfjörðum sérstaklega. Haraldur er formaður starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði fyrir réttu ári til að fjalla um regluverk fjarskiptamarkaðarins og gera tillögur til eflingar fjarskipta. „Íbúar og sveitarfélög ættu að fylgjast sérstaklega vel með næstu vikur,“ segir hann.

...
Meira
Myndir: Rebekka Eiríksdóttir.
Myndir: Rebekka Eiríksdóttir.
1 af 4

Að baki er á Reykhólum lota aðalfunda hjá félögum og samtökum bænda, ýmist í Reykhólahreppi eða á öllum kjálkanum, en þar af voru þrír í síðustu viku. Hún hófst með aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps síðasta daginn í mars, síðan var aðalfundur Búnaðarfélags Reykhólahrepps haldinn 8. apríl, aðalfundur Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum var 10. apríl og loks aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða 11. apríl. Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi annaðist veitingar á tveimur þeim síðustu (á föstudag og laugardag), þar sem fundarfólk var af öllum kjálkanum, og gegndi því hlutverki með sóma eins og við var að búast.

...
Meira
Vestfirsku göngukortin sjö.
Vestfirsku göngukortin sjö.

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa á undanförnum árum gefið út göngukort, 7 talsins, þar sem gönguleiðir á Vestfjörðum eru skráðar og fólk getur skellt sér í skemmtilegar göngur. Nú er komið að því að gefa út á nýjan leik kort nr. 1 (Hornstrandir) og nr. 3 (Strandir norðan Hólmavíkur og Inndjúp). Mikilvægt er að leiðrétta þær leiðir sem eru ekki lengur færar og jafnframt að skrá inn nýjar leiðir. Harpa Eiríksdóttir, gjaldkeri Ferðamálasamtakanna, sér um endurútgáfuna fyrir samtökin. Nú biðlar hún til þeirra sem hafa notað kortin og tekið eftir villum í þessum tveimur kortum, og vissulega líka í hinum, til að geta leiðrétt villur og fengið ábendingar til að taka út leiðir eða setja inn leiðir.

...
Meira

Gámaþjónusta Vesturlands verður með plastsöfnun í Reykhólahreppi núna á miðvikudag og fimmtudag, 15. og 16. apríl. Sorphirðudagatal Gámaþjónustunnar fyrir árið 2015 má finna hér og í tengladálkinum vinstra megin á síðunni.

...
Meira

Núna um miðjan mánuðinn fer í loftið sameiginlegt markaðsátak vestfirskra ferðaþjóna á vegum Markaðsstofu Vestfjarða, sem verið hefur rúmlega eitt og hálft ár í vinnslu. „Það verður því mikil gleði þegar þetta flotta efni verður loksins sýnilegt öllum,“ segir í frétt frá Markaðsstofunni. Verkefnið er hýst á vefnum westfjords.is og verður þar hægt að horfa á kynningarmyndskeið um alla þá ferðaþjóna sem taka þátt í því. Líka getur hver sem er sett saman sína draumaferð um Vestfirði úr litlum myndbrotum.

...
Meira
Ljósm. Bestfjords / Haukur Sigurðsson.
Ljósm. Bestfjords / Haukur Sigurðsson.

Fyrir mánaðamótin var opnuð bloggsíða tengd vefnum westfjords.is undir nafninu Bestfjords. Verkefni þetta er á vegum Markaðsstofu Vestfjarða og unnið af Hauki Sigurðssyni á Ísafirði, sem mun blogga og taka myndir um allan Vestfjarðakjálkann. Markaðsstofan hvetur ferðaþjóna eindregið til að deila færslunum og myndunum á síðunni sem allra víðast. Nú þegar er kominn þar inn fjöldi mynda sem Haukur hefur tekið á ýmsum stöðum og við ýmis tækifæri.

...
Meira
Heit súpa í kalsa í Nesi.
Heit súpa í kalsa í Nesi.

Núna „einn góðan veðurdag“ voru kræklingabændurnir Magga á Gróustöðum og bræðurnir Bergsveinn eiginmaður hennar og Sævar Reynissynir við vegamótin í Króksfjarðarnesi og buðu vegfarendum heita kræklingasúpu sem þau elduðu þar á gasi. Þetta var vel þegið því að kalsi var og hríðarhraglandi þennan „góða veðurdag“ eins og flesta aðra daga síðustu mánuði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31