Rauða fjöðrin á ferðinni næstu daga
Félagar í Lionsdeildinni í Reykhólahreppi fara um héraðið núna á morgun og um helgina með Rauðu fjöðrina og banka upp á hjá fólki. Fjöðrin er barmmerki sem Lionshreyfingin selur á fjögurra ára fresti að jafnaði og nýtir afraksturinn til einhvers ákveðins málefnis hverju sinni. Núna er Rauða fjöðrin á ferðinni í ellefta sinn á Íslandi og verður söfnunarfénu varið til kaupa og þjálfunar á blindrahundum.
...Meira