Tenglar

Ása og Reynir Þór í Hólabúð.
Ása og Reynir Þór í Hólabúð.

Eigendur hinnar nýju Hólabúðar á Reykhólum hyggjast opna verslunina annað hvort á miðvikudag eða fimmtudag (25. eða 26. mars) eða viku fyrr en um hefur verið talað. Frá upphafi var stefnt að því að opna um mánaðamótin mars-apríl, eins og fram hefur komið.

...
Meira
Ása, Reynir Þór og Írena Ósk.
Ása, Reynir Þór og Írena Ósk.

Þessa dagana eru nýju verslunarrekendurnir á Reykhólum að taka á móti vörusendingum og hreiðra um sig í búðinni, sem þau nefna Hólabúð. Eins og þau Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal gerðu ráð fyrir í upphafi hyggjast þau opna búðina núna um mánaðamótin, væntanlega 1. eða 2. apríl, og verða þá með nokkur opnunartilboð.

...
Meira

Af óteljandi myndum frá sólmyrkvanum má telja þessa meðal hinna sérstæðari. Hana tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal rétt neðan við Hafrafell aðeins eftir „hámyrkvann“ og lét fyrirsögnina hér fyrir ofan fylgja.

...
Meira
Er verið að rafsjóða þarna uppi?
Er verið að rafsjóða þarna uppi?

Brynjólfur Víðir Smárason frá Borg og Guðmundur Ólafsson á Grund voru meðal þeirra sem fylgdust með sólmyrkvanum í Reykhólasveit í morgun. Þeir tóku aðvaranir alvarlega eins og vera ber og voru flestum betur sól-gleraugnavæddir, eins og sjá má á þessari mynd sem Hlynur Stefánsson tók. Vel viðraði fyrir sólmyrkva í Reykhólasveit að þessu sinni; glaðasólskin nema rétt þá litlu stund þegar máninn tróð sér fyrir sólu (eða sólin bak við mánann). Fuglar þögnuðu ekki á meðan sólin formyrkvaðist eins og gerðist í síðasta almyrkva (30. júní árið 1954). Ástæðan er sú, að núna voru engir fuglar byrjaðir að syngja.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Segja má að salan hjá Nemendafélagi Reykhólaskóla í gærkvöldi hafi farið fram úr björtustu vonum. Undir lokin komu viðskiptavinir að tómum kofanum og var þeim sagt að því miður hefði allt klárast. Ekki er reyndar víst að öllum hafi þótt neitt miður að svo vel hefði salan og þar með fjáröflun krakkanna gengið, heldur jafnvel glaðst yfir því. Bakaðar og seldar voru 120 pítsur, auk tveggja sem duttu í gólfið. Í kassann komu um 250 þúsund krónur, en þar af voru um 50 þúsund fyrir peysur sem félagsmiðstöðin var að selja.

...
Meira

Fræðslumiðstöð Vestfjarða gengst fyrir námskeiði í gerð víravirkis á Hólmavík helgina 28.-29. mars. Víravirki byggir á aldagömlum hefðum í þjóðbúningagerð en hefur orðið mjög áberandi í skartgripagerð á síðustu árum. Smíðað verður hálsmen, annað hvort blóm eða kross. Gott er að koma með glósubók og penna en ekki þarf að koma með nein verkfæri.

...
Meira
Sýnum aðgæslu. Ljósm. ov.is.
Sýnum aðgæslu. Ljósm. ov.is.

Vegna mikilla snjóalaga víða á hálendi Vestfjarða vilja Orkubú Vestfjarða og Landsnet benda á eftirfarandi: Mikill snjór er víða til fjalla og því ættu allir þeir sem ferðast utan alfaraleiða að sýna sérstaka aðgát. Háspennulínur eru ekki alltaf sýnilegar vegna snjóa og slæms skyggnis. Í miklu fannfergi minnkar bilið frá jörðu að línu og einnig er hætta á að ísing á línum leiði til þess að línurnar sígi mikið. Við allra verstu aðstæður liggja leiðarar alveg niður í snjó.

...
Meira
Frá Handverkshátíð 2014.
Frá Handverkshátíð 2014.

Hafinn er undirbúningur Handverkshátíðar 2015, sem fram fer í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 6.-9. ágúst. Hátíðin er fyrir löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu, jafnframt því að vera stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu. Árlega eru um 100 sýnendur og hátíðin fær um 15-20 þúsund heimsóknir. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl.

...
Meira
Hjónin Ingibjörg og Magnús.
Hjónin Ingibjörg og Magnús.
1 af 2

Saltkjöts- og bókmenntakvöldið árvissa hjá Lionsdeildinni í Reykhólahreppi verður í borðsal Reykhólaskóla núna á föstudagskvöld, 20. mars. Að þessu sinni er samkoman helguð Magnúsi Sigurðssyni frá Kinnarstöðum, síðast bónda í Hólum í Reykhólasveit. Rakinn verður æviferill Magnúsar og flutt nokkur af kvæðum hans og lausavísum. Veislustjóri verður Svavar Gestsson í Hólaseli, fyrrum þingmaður og ráðherra. Tilhögun verður með sama hætti og venjulega. Samkomur þessar eru ekki einskorðaðar við Lionsfólk heldur eru þær öllum opnar og hafa alltaf verið.

...
Meira

Í Noregi hafa bændur og þeir sem vinna landbúnaðarafurðir lagt á það áherslu síðustu ár að efla afurðasölu í heimahéruðum bændabýlanna og með heimasölu. Þetta átak hefur gengið vonum framar. Með þessu fæst aukin framlegð en líka styttist bilið á milli neytenda og bænda, auk þess sem verulega dregur úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar, þar sem ekki þarf að flytja hana um langan veg.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31