Tenglar

Nemendafélag Reykhólaskóla verður með sína hefðbundnu pítsuveislu í borðsal skólans milli kl. 18 og 21 annað kvöld, miðvikudag. Alls konar álegg í boði. Hægt er að panta í dag og fram á miðjan dag á morgun í tölvupósti og eftir það í síma.

...
Meira
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
Myndir: Herdís Erna Matthíasdóttir.
1 af 8

„Markaðurinn gekk mjög vel,“ segir Anna Björg Ingadóttir kennari, sem átti upptökin að flóamarkaðinum á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í veðurblíðunni í gær. Þar var margt um manninn og verður markaðurinn aftur opinn á sama staðnum kl. 18-20 á morgun, þriðjudag. Þá verða fleiri komnir inn með söluborð - „þannig að það er um að gera að koma og gramsa, prútta og gera góð kaup,“ segir Anna Björg.

...
Meira
Mannfjöldi á Vestfjörðum stóð í stað.
Mannfjöldi á Vestfjörðum stóð í stað.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar um mannfjölda um áramótin, sem birtar voru í morgun, fækkaði skráðum íbúum í Reykhólahreppi um þrjá á síðasta ári, eða úr 271 þann 1. janúar 2014 í 268 manns þann 1. janúar 2015. Karlar töldust 137 og hafði fækkað um einn en konur 131 og hafði fækkað um tvær. Í þorpinu á Reykhólum fjölgaði hins vegar um þrjá, eða úr 129 manns í 132, körlum úr 65 í 67 og konum úr 64 í 65. Þannig fækkaði um sex manns í sveitum Reykhólahrepps milli ára, eða úr 142 í 136 manns, körlum úr 73 í 70, konum úr 69 í 66.

...
Meira
Svona er kassinn hér hægra megin.
Svona er kassinn hér hægra megin.

Skrifstofa Reykhólahrepps hefur sett álagningarseðla fyrir árið 2015 á vefinn island.is. Greiðsluseðill birtist í heimabanka greiðanda. Áfram eru þó greiðsluseðlar sendir út í hefðbundnum pósti til þeirra sem eru 67 ára og eldri. Á álagningarseðlum Reykhólahrepps sem birtast í heimabönkum segir, að álagningarákvæðin sé að finna hér á heimasíðu Reykhólahrepps. Þau eru í reitnum Gjaldskrár neðst á síðunni og undir Stjórnsýsla - Gjaldskrár í valmyndinni vinstra megin. Jafnframt hefur verið komið fyrir kassa til að smella á í dálkinum hér hægra megin.

...
Meira

Sveitarstjórn Reykhólahrepps vill að málefni fatlaðra verði áfram hjá sveitarfélögunum og að sú vinna sem lagt hefur verið upp með geti haldið áfram. Stöðugar forsendubreytingar, lægri fjárframlög og sú staðreynd að upplýsingar um fjárframlög innan árs koma seint fram, jafnvel í lok árs eins og gerðist í desember 2014, gera sveitarfélögunum ómögulegt að skipuleggja og sinna verkefnum sem þeim eru falin. Þá falla þau vinnubrögð ekki undir þær fjármálareglur sem sveitarfélögum eru settar samkvæmt lögum. Sveitarstjórn Reykhólahrepps styður því og samþykkir tillögu BSVest um að teknar verði upp viðræður við velferðarráðuneytið um málefni fatlaðs fólk.

...
Meira

Sveitarfélögin innan Fjórðungssambands Vestfirðinga hafa samþykkt að marka þá stefnu að sérgreina sig sem umhverfisvænt og sjálfbært samfélag, þar sem áhersla er lögð á að vernda sögu, minjar og landslag fyrir komandi framtíð. Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa í auknum mæli stuðlað að sjálfbærni og horft meira til náttúru- og landverndar og eru með því að hvetja fyrirtæki, íbúa og opinberar stofnanir á svæðinu til að feta sömu braut. Myndi það hafa jákvæð áhrif á markaðssetningu hvers konar afurða er koma frá svæðinu.

...
Meira

Næstu tvo mánuði verður Héraðsbókasafn Reykhólahrepps (bókasafnið á Reykhólum) opið á föstudögum kl. 8.30-12.30 en miðvikudagstíminn fellur niður. Safnið hefur lítið verið notað á miðvikudögum og þess vegna var ákveðið að gera þá tilraun fram á vorið að breyta til. Utan þess afgreiðslutíma sem hér er tilgreindur er hægt að hafa samband við bókavörð í síma 894 1011 ef eitthvað er.

...
Meira

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi verður haldinn í borðsal Reykhólaskóla miðvikudaginn 25. mars og hefst kl. 20. Stjórn félagsins hvetur sem allra flesta til að mæta á fundinn.

...
Meira
Frá markaði í Miklagarði / Wikipedia.
Frá markaði í Miklagarði / Wikipedia.

Stefnt er að því að efna til markaðar á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum núna á sunnudaginn, 15. mars, milli kl. 14 og 18. Fólk er hvatt til að kíkja í geymsluna eða bílskúrinn eða skápana og finna þar eitthvað til að selja. Þar mætti nefna t.d. fatnað af öllu tagi, skíði og skó, reiðhjól og ryksugur, blómavasa og bækur, sláttuvélar og sleða, klukkur og kattamat, eða eitthvað matarkyns fyrir mannfólkið. Nú eða bara eitthvað. Ekki skiptir þó minnstu að koma saman, þannig að úr verði ekta markaðsstemmning. Hafið samband sem allra fyrst.

...
Meira
Jóhannes Geir Gíslason.
Jóhannes Geir Gíslason.

Fyrir allmörgum árum fór ég fyrst, og við stöðuga aukningu, að finna til kláða á tám. Sýndi þær lækni. Hann dæmdi fótasveppi og gaf ráð. Sagt er að fótasveppir kunni að vera hreinlætisafurð nútímans og berist gjarna um almenningsböð. Ráð læknisins við fótasveppum mínum var smyrslið Canesten. Það reyndist í fyrstu vel, kláðinn snarminnkaði strax, en hann kom alltaf aftur, og við stöðuga notkun smyrslisins fór að myndast hrúður og fleiður milli tánna. Ekki var það nú gott.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31