Frá markaði í Miklagarði / Wikipedia.
Stefnt er að því að efna til markaðar á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum núna á sunnudaginn, 15. mars, milli kl. 14 og 18. Fólk er hvatt til að kíkja í geymsluna eða bílskúrinn eða skápana og finna þar eitthvað til að selja. Þar mætti nefna t.d. fatnað af öllu tagi, skíði og skó, reiðhjól og ryksugur, blómavasa og bækur, sláttuvélar og sleða, klukkur og kattamat, eða eitthvað matarkyns fyrir mannfólkið. Nú eða bara eitthvað. Ekki skiptir þó minnstu að koma saman, þannig að úr verði ekta markaðsstemmning. Hafið samband sem allra fyrst.
...
Meira