Indriði á Skjaldfönn.
Frá því land byggðist hafa forfeður okkar goldið varhug við refnum og það ekki að ófyrirsynju, enda mikill skaðvaldur í sauðfé og nytjafuglastofnum. Fljótlega eftir að fyrsti og eini veiðistjórinn sem bar það nafn með rentu, Sveinn Einarsson frá Miðdal, hafði safnast til feðra sinna, var lögum breytt í þá veru að líffræðingur ætti að sitja í þessum stól og gengið var ítrekað fram hjá reyndum og fyrirtaks hæfum veiðimönnum. Embættið breyttist í veiðikortaútgáfu og að sjá til þess að kjör grenjaskyttna hjá sveitarfélögum yrðu sem hraklegust. Jafnframt var sá áróður rekinn, bæði varðandi ref og mink, að því fleiri dýr af þessu tagi sem drepin væru, því meir stækkuðu stofnar þeirra. Að þessu gerðu varð veiðistjóraembættið sjálfdautt, og það engum harmsefni.
...
Meira