Tenglar

Einar Sveinn Ólafsson, formaður og talsmaður hinna nýju samtaka.
Einar Sveinn Ólafsson, formaður og talsmaður hinna nýju samtaka.
1 af 2

Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, er formaður nýstofnaðra Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV). Hópur fulltrúa helstu atvinnugreina á sunnanverðum Vestfjörðum kom saman á Tálknafirði í byrjun þessa mánaðar, þar sem stofnað var til heildarsamtaka atvinnurekenda í Vestur- og Austur-Barðastrandarsýslum eða allt frá Bíldudal til Reykhóla. Á fundinn mættu m.a. fulltrúar frá ferðaþjónustu, iðnfyrirtækjum, verslun og þjónustu, fiskeldi, fiskvinnslu og útgerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar segir ennfremur:

...
Meira

Fyrsti hittingur Handverksfélagsins Össu á þessu hausti, sem átti að vera annað kvöld, miðvikudagskvöld, færist til um einn dag. Hann verður í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á fimmtudagskvöld og byrjar kl. 20.

...
Meira
Fríða Rún Einarsdóttir og Viktor Kristmannsson. Nánar í meginmáli. Ljósm. mbl.is/Árni Sæberg.
Fríða Rún Einarsdóttir og Viktor Kristmannsson. Nánar í meginmáli. Ljósm. mbl.is/Árni Sæberg.
1 af 2

Hér var í morgun getið um þrjú frækin frændsystkin með rætur í Skáleyjum og fjallað um eitt þeirra, Rúrik Gíslason landsliðsmann í fótbolta. Núna er komið að systkinunum Fríðu Rún og Viktor Karli Einarsbörnum. Eins og fram kom er amma þeirra frændsystkinanna þriggja Ólína Jóhanna Gísladóttir úr Skáleyjum, en foreldrar Fríðu og Viktors eru Kolbrún Karlsdóttir og Einar Kári Kristófersson. Fríða Rún er 22 ára og hefur um langt árabil verið í allra fremstu röð íslenskra fimleikakvenna. Viktor Karl er sautján ára gamall atvinnumaður í knattspyrnu, búsettur í Hollandi og á mála hjá AZ Alkmaar.

...
Meira

Leikfélagið Skrugga verður með kaffihússkvöld í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardagskvöldið 1. nóvember. Þar verða fjölbreytt skemmtiatriði, grín og gleði. Fólk ætti endilega að taka þetta kvöld frá, segir Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg), formaður Skruggu. Fagnaðurinn byrjar kl. 20.30 og verður nánar auglýstur síðar. Auk Sollu eru í stjórn Skruggu Ingvar Samúelsson, Bjarni Þór Bjarnason, Þórunn Játvarðardóttir og Björk Stefánsdóttir, en í kaffinefnd eru Guðlaug Jónsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir.

...
Meira
Harpa Björk Eiríksdóttir.
Harpa Björk Eiríksdóttir.

Harpa Eiríksdóttir ferðamálafræðingur á Stað hefur tekið við starfi forstöðumanns Grettislaugar á Reykhólum. Hér skal minnt á tímana þegar laugin er opin í vetur: Mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 17-21 og laugardaga kl. 12-16. Lokuð á þriðjudögum og sunnudögum.

...
Meira
María Maack.
María Maack.

María Maack á Reykhólum er fyrir nokkru komin til tímabundinna starfa á skrifstofu Reykhólahrepps. Hún er ráðin þar fram undir vorið á meðan Björk Stefánsdóttir er í leyfi frá störfum.

...
Meira
Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Ljósm. Wikipedia.
Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Ljósm. Wikipedia.

Hér var fyrir nokkru greint frá rótum tveggja landsliðsmanna í fótbolta í Reykhólahreppi, Jóns Daða Böðvarssonar og Emils Hallfreðssonar. Nú skal bætt um betur og sagt í tveimur fréttum ofurlítið frá þremur frændsystkinum með rætur í héraðinu. Það er einn landsliðsmaðurinn enn, Rúrik Gíslason, og síðan afrekssystkinin Fríða Rún og Viktor Karl Einarsbörn. Amma þeirra allra er Ólína Jóhanna Gísladóttir úr Skáleyjum, en þær tilheyra Reykhólahreppi eins og langmestur hluti Breiðafjarðareyja líkt og flestir (eða kannski fæstir) vita.

...
Meira
Enginn ætti að fara svangur heim.
Enginn ætti að fara svangur heim.
1 af 3

Það verður mikið um dýrðir í Sævangi við Steingrímsfjörð fyrsta vetrardag, núna á laugardaginn 25. október, en þá verður vegleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu. Fullt hús hefur verið síðustu tvö ár í slíkum veislum á setrinu og nokkur hefð komin á skemmtunina. Á boðstólum verða ný heit svið, einnig köld svið, reykt og söltuð, og sviðasulta og sviðalappir, allt ásamt tilheyrandi meðlæti. Í eftirmat verða blóðgrautur, ábrystir og rabarbaragrautur þannig að allir ættu að koma heim saðir og sælir. Skemmtiatriði verða meðan á borðhaldi stendur.

...
Meira
Preststúnið vestur af Barmahlíð.
Preststúnið vestur af Barmahlíð.
1 af 2

Sveitarstjóra var á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps falið að gera fyrir hönd hreppsins tilboð í eignirnar Prestsfjárhús og Preststún, samtals upp á kr. 1.800 þúsund, og til vara upp á kr. 1.200 þúsund eingöngu í Prestsfjárhús og tilheyrandi lóð. Báðar eignirnar eru í jöðrum þorpsins á Reykhólum. Prestsfjárhúsin eru nokkuð neðan við prestssetrið undir Hellishólum en Preststúnið vestur af dvalarheimilinu Barmahlíð, milli Vesturbrautar og skógræktarinnar (sjá meðf. myndir).

...
Meira
Séð út með norðanverðum Þorskafirði.
Séð út með norðanverðum Þorskafirði.

Niðurstaða samráðshóps sem falið var að greina málsmeðferð vegna mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Teigsskóg var lögð fram og rædd á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag. Bókað var, að sveitarstjórnin telji að af þeim þremur málsmeðferðarleiðum sem til álita komu sé endurupptökuleiðin sem samráðshópurinn mælir með farsælust með tilliti til tíma og framgangs málsins. Einnig var bókað, að sveitarstjórn fagni frumkvæði innanríkisráðherra í málinu og góðri samvinnu þeirra ráðuneyta og stofnana sem komu að verkefninu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31