Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum
Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, er formaður nýstofnaðra Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV). Hópur fulltrúa helstu atvinnugreina á sunnanverðum Vestfjörðum kom saman á Tálknafirði í byrjun þessa mánaðar, þar sem stofnað var til heildarsamtaka atvinnurekenda í Vestur- og Austur-Barðastrandarsýslum eða allt frá Bíldudal til Reykhóla. Á fundinn mættu m.a. fulltrúar frá ferðaþjónustu, iðnfyrirtækjum, verslun og þjónustu, fiskeldi, fiskvinnslu og útgerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Þar segir ennfremur:
...Meira