Tenglar

Horft til suðurs yfir Þorskafjörðinn. Ljósm. Vegagerðin.
Horft til suðurs yfir Þorskafjörðinn. Ljósm. Vegagerðin.

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands um Teigsskóg ekki vera í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands. Í byrjun þessa mánaðar sendu Skógræktarfélag Íslands og sjö skógræktarfélög á Vestfjörðum frá sér sameiginlega ályktun um stuðning við vegagerð í Teigsskógi eftir nýrri veglínu Vegagerðarinnar þar sem mjög verulega er dregið úr raski í skóginum. Í tilkynningu frá stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segist hún ekki styðja ályktun Skógræktarfélags Íslands.

...
Meira
Kolbeinn Óskar, Sólbjört Tinna, Aníta Hanna, Jóhannes Hrafn og Jón Halldór ásamt Dalla og spöðunum.
Kolbeinn Óskar, Sólbjört Tinna, Aníta Hanna, Jóhannes Hrafn og Jón Halldór ásamt Dalla og spöðunum.
1 af 3

Enn á ný er Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) búinn að koma færandi hendi í Reykhólaskóla með badmintonspaða að gjöf handa nemendum í fjórða bekk. Reyndar byrjaði hann á því á sínum tíma að koma með spaða handa öllum nemendum frá fjórða bekk og alla leiðina upp í tíunda bekk og kvaðst síðan stefna að því að gefa fjórðubekkingum hverju sinni spaða. Formlegur gefandi er reyndar ekki Dalli sjálfur persónulega heldur Glæðir, lífræni áburðarvökvinn gamalkunni sem hann framleiðir og hefur gert um langt árabil. „Þessi gjöf frá Dalla á hverju ári hefur vakið mikla hrifningu og áhuga,“ segir Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, íþróttakennari á Reykhólum.

...
Meira
Frá foreldrafundinum.
Frá foreldrafundinum.
1 af 4

Núna á föstudag og laugardag var haldið sjálfstyrkingarnámskeið á Reykhólum eins og hér var á sínum tíma greint frá. Reykhólahreppur, Þörungaverksmiðjan, Kvenfélagið, Lionsdeildin og foreldrafélag Reykhólaskóla styrktu þetta framtak mjög rausnarlega og voru allir nemendur 9 til 15 ára í Reykhólaskóla skráðir á námskeiðið. Það heppnaðist mjög vel og voru námskeiðshaldarar ánægðir með hvað krakkarnir í Reykhólaskóla væru samheldnir og skemmtilegir. Foreldrafundur var á föstudagskvöld og var hann mjög vel sóttur.

...
Meira
Nýi Baldur á siglingu. Ljósm. mbl.is / Guðmundur Árnason.
Nýi Baldur á siglingu. Ljósm. mbl.is / Guðmundur Árnason.

„Nýi Baldur er mættur,“ sagði Páll Kr. Pálsson, stjórnarformaður Sæferða í Stykkishólmi, í samtali við mbl.is í gær. „Hann fer í slippinn hérna í Reykjavík á morgun eða hinn.“ Breiðafjarðarferjan Baldur annast siglingar yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey og hefur stærra skip verið keypt í stað þess Baldurs sem þjónað hefur í mörg ár. Sá nýi er töluvert lengri og breiðari en sá gamli en siglir á sama hraða. Hann kemur frá Lófóten í Noregi þar sem hann var notaður í ferjusiglingar.

...
Meira
Vegamálastjóri og ráðherra vegamála skoða Teigsskóg. Fréttablaðið/Daníel.
Vegamálastjóri og ráðherra vegamála skoða Teigsskóg. Fréttablaðið/Daníel.

Niðurstöður starfshóps um vegamál í Gufudalssveit hafa verið birtar. Þar voru þrír möguleikar á málsferð varðandi vegarlagningu um Teigsskóg teknir til skoðunar, en af þeim mælir hópurinn með svonefndri endurupptökuleið. Gert er ráð fyrir að unnt sé að sækja um framkvæmdaleyfi þegar eitt til eitt og hálft ár er liðið frá ósk um endurupptöku. Kæruleið er talin lakari kostur hvað tíma varðar en lagasetningarleið kæmi til greina ef niðurstaða fæst ekki með endurupptöku, að áliti hópsins. Starfshópinn skipuðu Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Ingveldur Sæmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir frá viðkomandi ráðuneytum.

...
Meira
Ljósm. Wikipedia.
Ljósm. Wikipedia.

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á réttinum til að sækja um styrki samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Samlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

...
Meira
Ljósm. fuglavernd.is / Sindri Skúlason.
Ljósm. fuglavernd.is / Sindri Skúlason.

Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit. Félagið lýsir yfir stuðningi við vegagerð í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Með þeirri leið verður til láglendisvegur á þessu svæði og er því ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í hana strax og bæta þannig úr brýnum þörfum Vestfirðinga á betri samgöngum. Þannig hefst ályktun frá Fuglavernd vegna vegagerðar í Gufudalssveit, sem birt er á vef samtakanna. Síðan segir:

...
Meira
Daníel Jakobsson og Harpa Eiríksdóttir.
Daníel Jakobsson og Harpa Eiríksdóttir.

Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Ísafirði og til skamms tíma bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, var kjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna á Ísafirði fyrir helgina. Hann segir að gott hljóð hafi verið í vestfirskum ferðaþjónum og vill að samtökin beiti sér enn frekar fyrir samstöðu meðal ferðaþjóna á Vestfjörðum.

...
Meira
Valgeir og nokkur handaverk hans.
Valgeir og nokkur handaverk hans.

Á útskurðarnámskeiðinu á Reykhólum um næstu helgi er eitt pláss laust. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Kennari er Valgeir Benediktsson í Árnesi á Ströndum. Skráning hjá Maríu Játvarðardóttur. Eins og vænta má er rekaviðurinn nærtækur efniviður Strandamanni. Á myndinni má líka sjá skál úr hryggjarlið úr hval.

...
Meira

Spurningakeppni átthagafélaganna hefur verið haldin tvö ár í röð og virðist hafa fest sig í sessi. Hún verður haldin í þriðja sinn í vetur og verður síðan sýnd á ÍNN. Athygli hefur vakið hversu stór hluti þessara félaga er skipaður fólki með átthaga á svæðinu frá Breiðafirði og norður um Vestfirði. Núna hafa sautján félög þegar skráð sig til leiks, þar af níu af þessu svæði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31