Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur á móti
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands um Teigsskóg ekki vera í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands. Í byrjun þessa mánaðar sendu Skógræktarfélag Íslands og sjö skógræktarfélög á Vestfjörðum frá sér sameiginlega ályktun um stuðning við vegagerð í Teigsskógi eftir nýrri veglínu Vegagerðarinnar þar sem mjög verulega er dregið úr raski í skóginum. Í tilkynningu frá stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segist hún ekki styðja ályktun Skógræktarfélags Íslands.
...Meira