Tenglar

Nýi Baldur nýmálaður í Reykjavík. Ljósm. Morgunblaðið / Árni Sæberg.
Nýi Baldur nýmálaður í Reykjavík. Ljósm. Morgunblaðið / Árni Sæberg.

Vonir standa til þess að nýja Breiðafjarðarferjan Baldur hefji áætlunarsiglingar í þessari viku, eftir því sem haft var eftir Siggeiri Péturssyni skipstjóra í Morgunblaðinu fyrir helgi. Búið er að mála skipið í nýjum litum eins og sjá má á myndinni og verið er að ljúka við að gera það klárt. Fram kemur að Siggeir muni sigla gamla Baldri til Portúgals, þar sem hann verður afhentur nýjum eigendum. Reynt verður að finna gat á milli lægða, en siglingin þangað tekur um viku.

...
Meira
Frá prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í fyrrahaust. Ljósm. bf.is.
Frá prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í fyrrahaust. Ljósm. bf.is.

„Prjónakaffið hefur verið líflegt í haust og er mæting ágæt og þar erum við að sjá þrjár kynslóðir komnar saman,“ segir Snæbjörn Kristjánsson, formaður Breiðfirðingafélagsins, í nýjasta fréttabréfi. Næsta prjónakaffi verður kl. 20 annað kvöld, mánudag, og síðan mánudagskvöldið 24. nóvember. Eftir áramót verður þráðurinn tekinn upp á nýjan leik 12. janúar.

...
Meira
8. nóvember 2014

Hollur er heimafenginn baggi

Þessa dagana breiðist um Facebook hvatning til fólks að versla við lítil fyrirtæki og sjálfstætt starfandi fólk í heimabyggð þegar keyptar eru jólagjafir. Hvatning þessi er runnin undan rifjum fólks á Ísafirði. Á plakati sem Ágúst G. Atlason hefur útbúið (sjá myndina sem hér fylgir) segir m.a.: Verum viss um að peningarnir okkar fari heldur til einstaklinga í samfélaginu en stórfyrirtækja í öðrum landshlutum. Þannig mun stærri hluti heimafólksins eiga gleðileg jól. Styðjum raunverulegt fólk. „Þetta er nú bara hvatning til þess að fólk versli í heimabyggð, við hvetjum allar heimabyggðir til að deila þessu,“ segir Ágúst.

...
Meira
Jón Svanberg Hjartarson.
Jón Svanberg Hjartarson.
1 af 2

Sjálfboðaliðar eru í þann veginn að fara af stað um byggðir og bæi og selja Neyðarkall björgunarsveita. „Við hvetjum fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann hefur frá ungum aldri verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri, í stjórn þar í mörg ár og m.a. sem formaður. „Þess vegna þekki ég vel hversu mikilvægar litlu björgunarsveitirnar úti á landi eru og hversu mikilvægar fjáraflanir, eins og til dæmis Neyðarkallinn, eru fyrir þessar sveitir,“ segir hann. Jón Svanberg hefur meiri reynslu af björgunarstörfum af öllu tagi en sem björgunarsveitarmaður eingöngu, því að hann var í fimmtán ár í lögreglunni á Ísafirði og síðan lögreglunni á Vestfjörðum.

...
Meira

Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Skráning í keppnina er sama dag milli kl. 13 og 13.30 í Þurranesi. Dómarar verða m.a. Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.

...
Meira
7. nóvember 2014

Augnlæknir í Búðardal

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal á fimmtudaginn í næstu viku, 13. nóvember. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
1 af 2

Saltverksmiðja Norður & Co á Reykhólum hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, á Vestfjörðum. Fyrirtækið framleiðir flögusalt á umhverfisvænan hátt fyrir neytendamarkað. Það hefur skapað ný störf og nýtir affallsvatn sem áður fór til spillis. Rúmt ár er síðan framleiðslan hófst, en undir hana var byggt 540 fermetra stálgrindarhús við höfnina á Reykhólum. Starfsemin útheimtir núna sjö störf; fjögur á staðnum, tvö í Reykjavík og eitt í Danmörku. Ekki er ólíklegt að starfsmönnum eigi eftir að fjölga þegar fram líða stundir, segir í Mbl. í dag.

...
Meira
1 af 4

Bókasafni Reykhólahrepps hafa áskotnast fjórar bækur að gjöf frá þeim Herdísi Ernu Matthíasdóttur og Kolfinnu Ýri Ingólfsdóttur á Reykhólum. Frá þessum bókum var greint hér á vefnum fyrir nokkru þegar rithöfundarnir Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttur komu á Reykhóla og héldu sjálfstyrkingarnámskeið, sem heppnaðist með ágætum. Bækur þessar eru Stelpur, Stelpur A-Ö, Stelpur geta allt og Strákar.

...
Meira

Nemendafélag Reykhólaskóla stendur á næstu vikum fyrir þriggja kvölda félagsvist. Þetta framtak er liður í fjáröflun félagsins. Spilað verður fimmtudagana 13. nóvember, 27. nóvember og 4. desember og hefst spilamennskan kl. 20 hverju sinni. Spilað verður í borðsal skólans. Veglegir vinningar í kvenna- og karlaflokki. Bæði verða vinningar fyrir sigurvegara hvers kvölds og fyrir flest samanlögð stig öll kvöldin.

...
Meira
Karlakór Kjalnesinga.
Karlakór Kjalnesinga.
1 af 2

Karlakór Kjalnesinga og Karlakórinn Kári frá Stykkishólmi halda sameiginlega tónleika á Laugum í Sælingsdal núna á laugardaginn og hefjast þeir kl. 16. Á dagskránni verða kraftmikil karlakóralög í bland við léttara efni, segir Andri Þór Gestsson, formaður Karlakórs Kjalnesinga. Enginn aðgangseyrir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31