Tenglar

Heilsugæslustöðin á Reykhólum.
Heilsugæslustöðin á Reykhólum.

Hjúkrunarfræðingur verður ekki með viðveru á heilsugæslunni á Reykhólum á fimmtudaginn, 6. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE), Búðardal og Reykhólum.

...
Meira

Hæstiréttur kvað á fimmtudag upp dóm í máli Ólínu Kristínar Jónsdóttur, eiganda jarðarinnar Miðhúsa í Reykhólasveit, gegn íslenska ríkinu, varðandi landamerki Miðhúsa og Barma, sem eru í eigu ríkisins. Á landskikanum sem um var deilt er malarnáma og hefur Ólína talið sig eiga rétt á greiðslu fyrir malarefni sem þar er tekið enda sé það hennar eign. Niðurstaða Hæstaréttar féll Ólínu í vil: Landskikinn sem deilt var um, og þar með malarnáman, tilheyra samkvæmt dómnum Miðhúsum en ekki Börmum.

...
Meira
Egill á Reykhólum. Skjáskot úr Kiljunni.
Egill á Reykhólum. Skjáskot úr Kiljunni.
1 af 2

Meðal þekktustu verka Björns Th. Björnssonar heitins listfræðings er Virkisvetur, söguleg skáldsaga þar sem sviðið er Reykhólar, auðugasta höfuðból landsins á sínum tíma. Í síðustu Kilju kom Egill Helgason í heimsókn á Reykhóla og gerði þessari frásögn dálítil skil.

...
Meira
31. október 2014

Kaffihússkvöldinu frestað

Vegna hins ótrygga veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta kaffihússfagnaði leikfélagsins Skruggu, sem átti að halda í íþróttahúsinu á Reykhólum annað kvöld, laugardag, fram á fimmtudagskvöldið 20. nóvember. Annað óbreytt.

...
Meira
30. október 2014

Rjúpnaveiðibann - uppfært

Rjúpnaveiði og önnur skotveiði er stranglega bönnuð í landareignum þeirra jarða í Reykhólahreppi sem taldar eru hér fyrir neðan. Fylgst er með því eins og kostur er hvort gegn banninu er brotið. Ef eigendur eða umráðamenn vilja tilkynna hér um veiðibann á fleiri jörðum í hreppnum má senda tölvupóst í netfangið vefstjori@reykholar.is eða hringja í síma 892 2240. Þá verður þessi listi uppfærður jafnóðum.

...
Meira
Ljósm. Sauðfjársetur á Ströndum.
Ljósm. Sauðfjársetur á Ströndum.

Allir sauðfjárbændur á svæðinu frá Reykjanesskaga til Vestfjarða eiga að hafa fengið bréf snemma í október þar sem þeim er boðið að taka þátt í námskeiðinu Sauðfjárskólanum sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Hvanneyri gengst fyrir. Skráningar standa yfir og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til mánudagsins 3. nóvember. Í Sauðfjárskólanum eru haldnir sjö fræðslufundir sem dreifast á u.þ.b. eitt ár. Fundirnir verða haldnir á virkum dögum og standa kl. 13-17 hverju sinni. Fjöldi fundastaða á svæðinu fer eftir þátttökunni en vonast er til að hægt verði að halda Sauðfjárskólann á a.m.k. fjórum stöðum á þessu svæði næsta árið.

...
Meira

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lýsir miklum vonbrigðum með þá stöðu sem komin er upp á Vestfjörðum, með fækkun opinberra starfa á undanförnum árum og almennan samdrátt í fjárveitingum til stofnana á Vestfjörðum. Öll þjónustu- og atvinnusvæði á Vestfjörðum hafa tapað störfum og fundið fyrir lækkun þjónustustigs vegna minni umsvifa í starfsemi ríkisins. Framboð starfa minnkar og fábreyttni atvinnulífs eykst.

...
Meira
Frá vinstri: Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde hjá Norður & Co. og Þorleifur Gunnar Gíslason og Albert Munoz hjá Jónsson & Le'macks.
Frá vinstri: Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde hjá Norður & Co. og Þorleifur Gunnar Gíslason og Albert Munoz hjá Jónsson & Le'macks.
1 af 5

Umbúðir Norðursalts á Reykhólum hlutu á föstudag hin virtu Red Dot verðlaun í Berlín fyrir einstaka hönnun. Meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaun Red Dot í gegnum tíðina eru fyrirtæki á borð við Nike, Apple og Pepsi. Auglýsingastofan Jónsson & Le’macks sá um hönnun á umbúðum og merkjum Norðursalts í náinni samvinnu við Norður & Co, framleiðendur Norðursalts. Nú þegar hafa umbúðirnar hlotið Lúðurinn frá ÍMARK og FÍT-verðlaunin ásamt því að hafa verið tilnefndar til Silfurljónsins í Cannes.

...
Meira

„Endilega taka laugardagskvöldið frá,“ segir Solla Magg (Sólveig Sigríður Magnúsdóttir), formaður leikfélagsins Skruggu. „Þetta verður frábær skemmtun, leikþættir og söngur, grín og gleði, og kaffi og meðlæti í hléinu.“ Þarna er hún að tala um kaffihússkvöld sem efnt verður til í íþróttahúsinu á Reykhólum núna þann 1. nóvember. Fagnaðurinn hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

...
Meira
List á Vestfjörðum 2013. Forsíðumyndin er eftir Dagrúnu Matthíasdóttur.
List á Vestfjörðum 2013. Forsíðumyndin er eftir Dagrúnu Matthíasdóttur.

Meðal félagsmanna í Félagi vestfirskra listamanna er fólk í Reykhólahreppi en fleiri liðsmenn eru vel þegnir. Félagið gefur út ársrit með heitinu List á Vestfjörðum og núna hefur ritstjórinn sent frá sér pistilkorn varðandi næsta hefti, sem hér er birt. Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi klausu: „Umfjöllun í List á Vestfjörðum er góð leið til að kynna sjálfan sig og verkin sín, blaðið er með góða dreifingu og lifir lengi. Við höfum alltaf lagt áherslu á að allt svæðið fái að njóta sín og leggjum kapp á að svo verði áfram. Til þess að fá umfjöllun í blaðið þarft þú að vera í Félagi vestfirskra listamanna.“ Pistilkornið í heild er á þessa leið:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31