Tenglar

María er frábær, og við, bæði börn og fullorðnir, söknum hennar mikið úr skólanum þar sem hún brúaði bilið í eldhúsinu um nokkurt skeið. Þar hvatti hún börnin okkar m.a. til að borða hollan mat og minnka sykurneyslu. Ég vil bæta hér við stuttri sögu: Við sveitarstjórnin vorum á námskeiði á Hólmavík í dag, þar sem boðið var upp á dýrindis rúllutertu með kaffinu. Um leið og Ágúst Már, sveitarstjórnarmaður og skrifstofustjóri, fékk sér væna sneið á diskinn, varð honum að orði: „Hvað ætli María myndi segja núna ef hún sæi til mín?“ Aðspurður sagði hann ...

...
Meira

„Stjórn Landssambands eldri borgara harmar að svo skuli komið, að læknar á Íslandi neyðist til að fara í verkfall til að vekja athygli á kjörum sínum. Það er ljóst að heilbrigðiskerfi landsins er verulega laskað og mikil þörf á fjármagni til að endurreisa það. Landspítalinn er í mikilli þörf fyrir aukið fjármagn til að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum.“ Þannig hefst samþykkt sem Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu í Reykhólasveit, formaður Landssambands eldri borgara, sendi vefnum til birtingar. Síðan segir:

...
Meira
Nokkur sýnishorn af sortunum fjórtán.
Nokkur sýnishorn af sortunum fjórtán.
1 af 2

Vetrarstarf Reykhóladeildar Lionsklúbbs Búðardals hófst í vikunni og núna er fyrsta fjáröflunarverkefni starfsársins að fara í gang. Um er að ræða sölu á haustlaukum og úr fjórtán tegundum að velja. Laukarnir eru mjög misstórir eftir tegundum og þess vegna misjafnlega margir í hverjum poka. Laukar þessir munu helst þurfa að komast í jörð áður en frystir að einhverju ráði. Verðið á hverjum pakka er allt frá 600 krónum og upp í 1.500 krónur eins og sjá má á mynd nr. 2. Hver poki er einni krónu dýrari en í Blómavali, þaðan sem laukarnir eru fengnir með góðum afslætti. Umsjón með þessu verkefni hefur Lionsfélaginn Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum.

...
Meira

Sveitarstjórnarfólk í Reykhólahreppi sat í dag námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum, sem haldið var í Hnyðju á Hólmavík á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri. Þar má meðal annars sjá hvar Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga útskýrir málin og líka risavaxna leðurskjaldböku.

...
Meira
Hver eru tengslin milli þessara mynda?
Hver eru tengslin milli þessara mynda?
1 af 2

Hjalti Hafþórsson á Reykhólum hefur að undanförnu sett nýtt efni af ýmsu tagi ásamt fjölda skemmtilegra mynda inn á bátasmíðavefinn sinn. Þar má meðal annars finna skýringar á samsettu myndinni sem hér fylgir. Vefurinn er að langmestu leyti helgaður áhugamáli Hjalta, bátasmíði að fornum hætti og rannsóknum á bátasmíðum hérlendis og í Norðurálfu yfirleitt síðustu þúsund árin eða svo. Þó slæðast stundum með persónulegar myndir sem hafa ekkert með þá fræðigrein að gera.

...
Meira

Rjúpnaveiði og önnur skotveiði er stranglega bönnuð í landareignum þeirra jarða í Reykhólahreppi sem taldar eru hér fyrir neðan. Fylgst er með því eins og kostur er hvort gegn banninu er brotið. Ef eigendur eða umráðamenn vilja tilkynna hér um veiðibann á fleiri jörðum í hreppnum má senda tölvupóst í netfangið vefstjori@reykholar.is eða hringja í síma 892 2240. Þá verður þessi listi uppfærður jafnóðum.

...
Meira

Aðstoðarmann / afleysingu vantar í mötuneyti Reykhólahrepps sem allra fyrst. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið og allt sem því viðkemur gefur Ingvar Samúelsson matráður í síma 898 7783.

...
Meira
Nemendurnir sjö niðursokknir í smíðastofunni í Reykhólaskóla.
Nemendurnir sjö niðursokknir í smíðastofunni í Reykhólaskóla.
1 af 7

Valgeir Benediktsson útskurðarmeistari í Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum hélt núna um helgina námskeið á Reykhólum í listgrein sinni að frumkvæði Maríu Játvarðardóttur. Nemendurnir voru sjö talsins þó að hámarksfjöldinn hafi reyndar verið ákveðinn sex manns. „Þau eru mjög áhugasöm og dugleg“, sagði Valgeir. „Mér finnst þetta mjög gaman og gefandi, sérstaklega þegar maður finnur þennan áhuga. Það fylgir þessu svo mikil gleði, og líka bara að koma saman og spjalla. Það er aldrei leiðinlegt á svona námskeiðum.“

...
Meira
Séð til austurs yfir Mjóafjörð. Unnið að brúargerð í miðjum firði.
Séð til austurs yfir Mjóafjörð. Unnið að brúargerð í miðjum firði.
1 af 6

Ljósmyndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli fyrir nokkru af vegaframkvæmdunum vestast í Reykhólahreppi. Sú fyrsta er úr Mjóafirði, þar sem unnið er að þverun fjarðarins, tekin rétt austan við Borgarnes, sem er tangi á Litlanesi milli Kerlingarfjarðar og Kjálkafjarðar. Þar eru vinnubúðir verktakans Suðurverks. Á annarri myndinni má sjá jarðlög sem komu í ljós við vegarlagninguna á Litlanesi. Síðan eru þrjár myndir úr Kjálkafirði, tvær af nýja veginum yfir fjörðinn og ein af gamla veginum til samanburðar. Á kortinu á mynd nr. 6 sést nokkurn veginn hvar firðirnir eru þveraðir.

...
Meira
Ísfirski rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl. Ljósm. Jóhann Páll Valdimarsson.
Ísfirski rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl. Ljósm. Jóhann Páll Valdimarsson.

Vikan 17.-23. nóvember verður bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð. Á dagskrá verður m.a. bókakaffi, Auðbók verður til og efnt verður til ljóða- og smásagnakeppni. Hver sem er má leggja til framlag eða framlög í keppnina. Skilafrestur er til 20. nóvember og því ekki seinna vænna að hefja skrifin. Dómnefndina skipa Bára Örk Melsted, Eiríkur Örn Norðdahl og Andri Snær Magnason.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31