Tenglar

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Verandi nýkomin úr kjördæmaviku er þetta það sem kemur upp í hugann eftir fundi með sveitarstjórnarmönnum og heimamönnum í Norðvestur-kjördæmi. Kjördæmið er að mörgu leyti ólíkt innbyrðis hvað atvinnu og samgöngur snertir, en skilaboð og áherslur til okkar þingmanna voru gegnumgangandi þessi: „Leyfið því að standa og þróast áfram sem vel hefur tekist til og byggið áfram á þeim grunni þótt fyrri ríkisstjórn hafi komið því á legg, og takið á með okkur íbúunum í uppbyggingu innviða samfélagsins.“

...
Meira
Nýja brúin á Mjóafirði.
Nýja brúin á Mjóafirði.
1 af 3

Í framhaldi af myndunum sem Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli tók uppi á Sandafelli við Dýrafjörð um síðustu helgi koma hér myndir sem hann tók á leiðinni heim af Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Þingeyri. Reyndar eru þær ekki í réttri röð því að sú síðasta er fyrst - myndin af nýju brúnni yfir Mjóafjörð í Múlasveit í vesturhluta Reykhólahrepps. Nokkur snjór var kominn á Hrafnseyrarheiði og veröldin fremur grámuskuleg á Dynjandisheiðinni þó að sólin reyndi að gera sitt besta.

...
Meira

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína, sem fram fer í nýrri frjálsíþróttahöll FH í Hafnarfirði sunnudaginn 19. október og hefst kl. 11. Æfingin er fyrir 10 ára (árgang 2004) og eldri. Áhersla verður lögð á stangarstökk, spretthlaup, kringlukast og sleggjukast. Þjálfarar verða Einar Þór Einarsson, Ragnheiður Ólafsdóttir og Eggert Bogason. Stefnt er að því að borða saman eftir daginn einhvers staðar nálægt, en sú máltíð er á kostnað þátttakenda.

...
Meira
Gísli Einarsson fréttamaður verður veislustjóri í Bjarkalundi.
Gísli Einarsson fréttamaður verður veislustjóri í Bjarkalundi.

Jóla- og villibráðarhlaðborð Bjarkalundar verða að þessu sinni laugardagskvöldin 22. og 29. nóvember. Veislustjóri verður Gísli Einarsson fréttamaður. Þegar er farið að taka niður pantanir og fólk hvatt til að panta sem fyrst. Matseðillinn og annað sem máli skiptir liggur fyrir eins og sjá má hér.

...
Meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Ísafirði á föstudagskvöld og hefst kl. 17. Allir geta verið þátttakendur í samtökunum. Hægt er að senda tölvupóst í vestfirdir@gmail.com til að skrá sig eða fylla út eyðublað á vefnum www.vestfirskferdamal.is. Málþing í tengslum við fundinn verður haldið daginn eftir. Síðasti skráningardagur á málþingið er í dag.

...
Meira
Horft yfir Þingeyri til norðurstrandar Dýrafjarðar - Dyrafjarðar?
Horft yfir Þingeyri til norðurstrandar Dýrafjarðar - Dyrafjarðar?
1 af 11

Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli var einn af fulltrúum Reykhólahrepps á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Þingeyri fyrir nokkrum dögum. Hann notaði ferðina og gekk á Sandafell fyrir ofan plássið og tók myndir í allar áttir og líka niður, hverja annarri betri. Haustið var búið að setja svip sinn á landið eins og myndirnar bera með sér. Sandafell dregur nafn sitt af Söndum handan við, þar sem fyrrum var kirkjustaður og prestssetur. Núna eru Sandar einkum kunnir fyrir hestamennsku og varaflugvöllinn fyrir norðursvæði Vestfjarða, sem er orðinn að mestu ónothæfur sakir skorts á viðhaldi.

...
Meira
8. október 2014

Laust starf á Reykhólum

Ítrekað skal, að aðstoðarmann / afleysingu vantar í mötuneyti Reykhólahrepps sem allra fyrst. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið og allt sem því viðkemur gefur Ingvar Samúelsson matráður í síma 898 7783.

...
Meira

Vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem haldin verður í Reykjavík 9. og 10. október, verður skrifstofa Reykhólahrepps lokuð það sem eftir er af þessari viku, eða miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Afgreiðsla Landsbankans verður hins vegar eins og venjulega í húsnæði hreppsins á morgun, miðvikudag. Lögbundnum fundi sveitarstjórnar, sem halda átti á fimmtudag, hefur af sömu ástæðu verið frestað um viku, eða til fimmtudagsins 16. október.

...
Meira

Hjá einhverjum notendum þessa vefjar virðist sem hann sé svo hægur að óviðunandi megi telja. Þannig heyrði umsjónarmaður fyrir helgina í notanda sem þurfti að bíða í hálfa mínútu eftir að vefurinn kæmi upp, en á sama tíma kom hann upp hjá öðrum notendum á einni sekúndu eða þar um bil, eins og vera ber. Nú getur umsjónarmaður með engu móti munað hver notandinn var í þessu tilviki og þess vegna er hann beðinn að hafa samband á nýjan leik. Áður hefur umsjónarmaður fengið kvörtun sama efnis frá öðrum notanda. Til að hýsingarfyrirtæki vefjarins geti kannað þetta þarf að fá ákveðnar upplýsingar frá þeim sem um ræðir.

...
Meira
Frá vinstri: Friðbjörg, Áslaug, Sveinn, Aðalsteinn, Ingibjörg Birna, Sandra Rún, Ágúst Már og Andrea Kristín. Myndina tók Jón Gísli Jónsson frá Steinadal.
Frá vinstri: Friðbjörg, Áslaug, Sveinn, Aðalsteinn, Ingibjörg Birna, Sandra Rún, Ágúst Már og Andrea Kristín. Myndina tók Jón Gísli Jónsson frá Steinadal.

Allir sveitarstjórnarmenn í Reykhólahreppi mættu ásamt sveitarstjóra og á 59. Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið var á Þingeyri þetta árið. Þingað var stíft á föstudag frá hálfníu að morgni til sex um kvöldið. Laugardagurinn styttist vegna þess að ráðherrar og þingmenn og fleiri sem boðað höfðu komu sína og áttu jafnvel að flytja erindi komust ekki vegna ófærðar, en flug vestur lá niðri á föstudag. „Enn var rætt um Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit eins og gert hefur verið síðasta áratuginn í það minnsta, sem og Dýrafjarðargöng og bættan veg um Dynjandisheiði. Þá var meðal annars rætt um netvæðingu, laxeldi á Suðurfjörðunum og ýsuveiði í Húnaflóa“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31