Horft yfir Þingeyri til norðurstrandar Dýrafjarðar - Dyrafjarðar?
Hæst eru Kaldbakur og Kolturshorn.
Mýrafell, handan þess er Núpur. Undir honum er skólasetrið gamla, nú Hótel Núpur.
Sandar bak Sandafelli. Þar var fyrrum kirkjustaður og prestssetur.
Litið niður á Þingeyri við Dýrafjörð, í bókstaflegri merkingu.
Horft inn grámóskulegan Dýrafjörðinn.
Naustavík, Haukadalsbót, Eyrarhlíð.
Meðaldalshæð, Haukadalur, Haukadalsfell, Eyrardalur.
Hjarðardalur, Háhöfði, Höfðaoddi.
Þingeyraroddinn bendir á Gemlufallsdal þar sem leiðin liggur upp á heiðina yfir í Önundarfjörð.
Það voru fleiri þingfulltrúar en Sveinn Ragnarsson að njóta útsýnisins á Sandafelli.
Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli var einn af fulltrúum Reykhólahrepps á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Þingeyri fyrir nokkrum dögum. Hann notaði ferðina og gekk á Sandafell fyrir ofan plássið og tók myndir í allar áttir og líka niður, hverja annarri betri. Haustið var búið að setja svip sinn á landið eins og myndirnar bera með sér. Sandafell dregur nafn sitt af Söndum handan við, þar sem fyrrum var kirkjustaður og prestssetur. Núna eru Sandar einkum kunnir fyrir hestamennsku og varaflugvöllinn fyrir norðursvæði Vestfjarða, sem er orðinn að mestu ónothæfur sakir skorts á viðhaldi.