Tenglar

Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera samviskusamur og traustur. Starfið felst í umsjón með sundlauginni, rekstri hennar og öryggi laugargesta. Viðkomandi hefur mannaforráð og sér um skipulag vakta og ráðningu starfsfólks í sumarafleysingar. Um er að ræða ca. 50% starfshlutfall að jafnaði. Starfi þessu fylgir mikil ábyrgð. Umsækjandi þarf að kunna hjálp í viðlögum og hafa gilt skírteini frá RKÍ.

...
Meira
Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri og Friðbjörg Matthíasdóttir nýkjörinn formaður. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri og Friðbjörg Matthíasdóttir nýkjörinn formaður. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.

Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, var kjörin formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á Fjórðungsþinginu á Þingeyri. Áslaug Guttormsdóttir á Mávavatni, sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi, var kjörin í varastjórn. Karl Kristjánsson á Kambi, oddviti Reykhólahrepps, var kosinn í fastanefnd sambandsins um samgöngumál, og Vilberg Þráinsson á Hríshóli, varaoddviti Reykhólahrepps, var kjörinn varamaður. Ágúst Már Gröndal sveitarstjórnarmaður á Reykhólum var kjörinn varamaður í menningarráð og Ingibjörg Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur í Garpsdal í Reykhólahreppi var kjörin varamaður í heilbrigðisnefnd Vestfjarða.

...
Meira
5. október 2014

Bleikur október

Reykhólakirkja og bleika slaufan 2014.
Reykhólakirkja og bleika slaufan 2014.

Eins og alltaf á seinni árum er október helgaður baráttunni gegn krabbameini hjá konum og bleika slaufan frá Krabbameinsfélagi Íslands seld um land allt til fjáröflunar. Til að minna á þetta er Reykhólakirkja böðuð bleiku ljósi eftir að skyggja tekur. Bleika slaufan kostar kr. 2.000 og fæst meðal annars í versluninni Hólakaupum á Reykhólum. Um gripinn í ár segir hönnuðurinn Stefán Bogi Stefánsson gull- og silfursmiður:

...
Meira
Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson.
Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson.

Rithöfundarnir Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson standa fyrir kynjaskiptu sjálfstyrkingarnámskeiði á Reykhólum 10.-11. október. Kristín kennir námskeiðið fyrir stelpur og byggir það á bókum sínum Stelpur, Stelpur A-Ö og Stelpur geta allt. Bjarni kennir námskeiðið fyrir stráka sem byggir það á bók þeirra Strákar. Á námskeiðunum leitast þau við að kenna þátttakendum hvað orðið sjálfsmynd þýðir, hvernig þau geta lært að þekkja eigin sjálfsmynd og leggja til leiðir sem þátttakendur geta notað til að hafa jákvæð áhrif á sjálfsmynd sína.

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum.
Barmahlíð á Reykhólum.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014. Þar á meðal renna samtals fjórar milljónir til tveggja verkefna á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Annars vegar renna 2,8 millj. til endurnýjunar sjúkrakallkerfis og hins vegar 1,2 millj. til endurnýjunar baðaðstöðu.

...
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Allt virðist ætla að verða þessari ríkisstjórn að ógæfu. Það er eins og að hún sé ekkert í tengslum við almenning í landinu. Ákvarðanatökur hennar lýsa skilningsleysi og skeytingarleysi um kjör þess hluta þjóðarinnar sem þarf að hafa sig allan við til að ná endum saman. Auðveldara reynist henni að sýna samstöðu með þeim efnameiri og stórútgerðarfyrirtækjum landsins, sem vafin eru í bómull og hlíft við samfélagslegri ábyrgð með því að greiða ekki sjálfsagða skatta og auðlindarrentu. Samráð virðist ekki vera til í hennar orðabók, hvorki við stjórnarandstöðu, sveitarfélög né aðila vinnumarkaðarins.

...
Meira
Horft til suðurs yfir Þorskafjörðinn. Ljósm. Vegagerðin.
Horft til suðurs yfir Þorskafjörðinn. Ljósm. Vegagerðin.

„Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Í umræðu um ráðgerðan veg hefur því m.a. verið haldið fram, að nauðsynlegt sé að varðveita Teigsskóg. Telja verður að þetta séu haldlaus rök, notuð sem yfirvarp. Örlítið brot af Teigsskógi og skóglendi að vestanverðu í Þorskafirði fer undir veg, samkvæmt nýjustu tillögu Vegagerðarinnar, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. Skaðinn er því óverulegur. Við fyrirhugaðar framkvæmdir verður jafnmikill birkiskógur ræktaður innan héraðs til mótvægis við skerðingu í Teigsskógi. Birkiskóglendi á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum minnkar því ekki við gerð vegarins.“

...
Meira

Aðstoðarmann / afleysingu vantar í mötuneyti Reykhólahrepps sem fyrst. Starfshlutfall í samráði við matráð. Upplýsingar gefur Ingvar Samúelsson matráður í síma 898 7783.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð á morgun, föstudag. Ástæðan er sú, að Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Ágúst Már Gröndal skrifstofustjóri og sveitarstjórnarmaður sitja Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem haldið er á Þingeyri á morgun og laugardag.

...
Meira
Hópurinn á túninu vestan við hús Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum.
Hópurinn á túninu vestan við hús Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum.
1 af 12

Þingmenn Norðvesturkjördæmis héldu í dag fund með fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum. Nokkuð á fjórða tug fólks sat fundinn, sem haldinn var á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, þar á meðal allir átta þingmenn kjördæmisins. Þetta er árlegur fundur þar sem þingmönnum gefst tækifæri að ræða við sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum og fulltrúa samtaka sveitarfélaganna, Fjórðungssambands Vestfirðinga, um hagsmunamál landshlutans. Áður en fundurinn hófst bauð Reykhólahreppur mannskapnum upp á súpu en síðar voru kaffiveitingar í boði Fjórðungssambandsins. Leitað var til nokkurra af þeim sem sátu fundinn og beðið um umsögn að honum loknum. Svörin fara hér á eftir í stafrófsröð svarenda.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31