Tvö störf auglýst laus til umsóknar
Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera samviskusamur og traustur. Starfið felst í umsjón með sundlauginni, rekstri hennar og öryggi laugargesta. Viðkomandi hefur mannaforráð og sér um skipulag vakta og ráðningu starfsfólks í sumarafleysingar. Um er að ræða ca. 50% starfshlutfall að jafnaði. Starfi þessu fylgir mikil ábyrgð. Umsækjandi þarf að kunna hjálp í viðlögum og hafa gilt skírteini frá RKÍ.
...Meira