Tenglar

Þverun Kjálkafjarðar. Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.
Þverun Kjálkafjarðar. Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.

Eins og hér var greint frá hefur nýja brúin yfir Kjálkafjörð á mörkum Reykhólahrepps og Vesturbyggðar verið opnuð fyrir umferð, samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst við þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. Eftir sjö vikur verður önnur álíka samgöngubót tekin í notkun á svæðinu, nokkru austar í Múlasveit í Reykhólahreppi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fjallaði um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, ásamt því sem þar var birt myndskeið frá holum og aftur holum á gamla veginum og jafnframt frá því þegar ekið er yfir þverunina yfir Kjálkafjörð, en brúin sjálf er 120 metra löng. Þarna ræðir Kristján Már einnig við Gísla Eysteinsson verkstjóra Suðurverks, sem vinnur verkið.

...
Meira
Tómas Sigurgeirsson og hundurinn Guðlaugur í fjárhúsunum. Myndin var tekin á liðnum vetri.
Tómas Sigurgeirsson og hundurinn Guðlaugur í fjárhúsunum. Myndin var tekin á liðnum vetri.

„Það hefur nú gengið misbrösuglega að smala vegna rigninga og þoku, en það hafa komið góðir dagar inn á milli. Heimturnar eru frekar slæmar á flestöllum bæjum í héraðinu. En seinni leitirnar eru eftir, þær eru um næstu helgi. Svo urðum við fyrir því óláni þegar við smöluðum í Kinnarstaðarétt um fyrri helgi, að nátthaginn opnaðist um morguninn. Þess vegna urðum við að taka aukagöngur á stóru svæði á sunnudagsmorgun, alveg upp í Vaðalfjöll,“ segir Tómas Sigurgeirsson (Tumi), bóndi á Reykhólum. „Við erum núna búnir að berjast við að smala tvo daga í röð seinni leit norður í Djúpi, bæði í gær og fyrradag, frá Hvannadal að Húsadal, og náðum fimmtíu og þremur hausum, allt saman úr Reykhólahreppi. Þetta er allt of stórt svæði fyrir fáa,“ segir hann.

...
Meira

Félagsvistin hjá Breiðfirðingafélaginu er að hefjast og verður spilað alla sunnudaga til loka nóvember. Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000 og önnur verðlaun kr. 2.500. Auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur. Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000 fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið. Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning í vor, eins konar heiðursverðlaun.

...
Meira

Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara (LEB) hefur fjallað um nýgerð fjárlög og áhrif þeirra á stöðu eldri borgara. Fyrst ber að nefna aðför að matarverði sem þar er lögð til. Það er algjör bjartsýni að mótvægisaðgerðir muni skila sér. Fyrir því er margra áratuga reynsla sem gleymist ekki. Þess vegna hafnar Kjaramálanefnd LEB allri umræðu um að hækka matarskattinn úr 7% í 12% og síðar 14% eins og einn ráðherrann tilkynnti í eldhúsdagsumræðum. - Þannig hefst ályktun sem formaður LEB, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu í Reykhólasveit, sendi vefnum til birtingar. Þar segir einnig:

...
Meira

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá 24. október 2013, þar sem Reykhólahreppur var sýknaður af öllum kröfum Gylfa Þórs Þórissonar. Gylfi Þór stefndi hreppnum vegna meintrar ólögmætrar riftunar á ráðningu hans í stöðu sveitarstjóra árið 2010 og krafðist liðlega 40 milljóna króna í skaða- og miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta. Krafan var reist á því, að samið hefði verið um ráðningu hans sem sveitarstjóra tiltekinn dag og þannig komist á ráðningarsamband milli aðila, sem síðar hefði verið rift með ólögmætum hætti ellegar ráðningin ólöglega afturkölluð.

...
Meira

Vegna veikinda er skrifstofa Reykhólahrepps lokuð í dag, fimmtudag. Að líkindum verður hún opin á morgun, föstudag.

...
Meira
Vegamálastjóri og ráðherra skoða Teigsskóg. Ljósm. Fréttablaðið/Daníel.
Vegamálastjóri og ráðherra skoða Teigsskóg. Ljósm. Fréttablaðið/Daníel.

Samgöngumál á Vestfjörðum, þá einkum vegagerð í Gufudalssveit, voru til umræðu á Alþingi í fyrradag. Samhljómur var um að nú liði að ögurstund með vegagerð um Teigsskóg og málið þyldi ekki lengri bið. Málshefjandi var Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingar í NV-kjördæmi, en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og þar með ráðherra samgöngumála var til svara. Ólína óskaði eftir svörum frá ráðherra hvort ríkisstjórnin ætli að standa við fyrirheit „margra ríkisstjórna“ um vegagerð í Gufudalssveit annars vegar og um gerð Dýrafjarðarganga og uppbyggingu á Dynjandisheiði hins vegar.

...
Meira
24. september 2014

Augnlæknir á Reykhólum

Heilsugæslustöðin á Reykhólum.
Heilsugæslustöðin á Reykhólum.

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir, sem héraðsfólk þekkir vel, verður með stofu á heilsugæslunni á Reykhólum á fimmtudag í næstu viku, 2. október. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira

Bókasafn Reykhólahrepps, sem er til húsa í Reykhólaskóla, verður lokað í tvö næstu skipti þegar að venju hefði átt að vera opið. Samkvæmt vetrartíma er opið á miðvikudögum og föstudögum, en af sérstökum ástæðum verður lokað núna á föstudag, 26. september, og á miðvikudag í næstu viku, 1. október.

...
Meira
Talið frá vinstri: Sr. Elína, Hanna, Mist, Dimma, Gylfi og Ísabella, kölluð Bella.
Talið frá vinstri: Sr. Elína, Hanna, Mist, Dimma, Gylfi og Ísabella, kölluð Bella.

Hjónin Hanna og Gylfi ganga Reykhólahringinn svokallaða á hverjum morgni þegar veður leyfir og stundum endranær. Í morgun var sr. Elína Hrund í för með þeim, svo og þrír hundar og allir smáir. Löngum var hundurinn Toppur förunautur Hönnu og Gylfa en núna er ár liðið frá því að hann kvaddi. Þegar sást til hópsins í morgun var fyrsta hugsunin sú, að Gylfi væri búinn að endurnýja Topp, ef svo má segja, því að hann var með mjög svipaðan silkiterrier í taumi meðan sr. Elína hafði stjórn á hinum tveimur. Svo var þó ekki. Hundarnir þrír, sem allir eru tíkur, eru ýmist í eigu sr. Elínu eða á hennar vegum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31