Myndskeið: Ekið yfir þverun Kjálkafjarðar
Eins og hér var greint frá hefur nýja brúin yfir Kjálkafjörð á mörkum Reykhólahrepps og Vesturbyggðar verið opnuð fyrir umferð, samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst við þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. Eftir sjö vikur verður önnur álíka samgöngubót tekin í notkun á svæðinu, nokkru austar í Múlasveit í Reykhólahreppi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður fjallaði um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, ásamt því sem þar var birt myndskeið frá holum og aftur holum á gamla veginum og jafnframt frá því þegar ekið er yfir þverunina yfir Kjálkafjörð, en brúin sjálf er 120 metra löng. Þarna ræðir Kristján Már einnig við Gísla Eysteinsson verkstjóra Suðurverks, sem vinnur verkið.
...Meira