Hefur komið vestur í sauðburðinn á hverju ári
Helga Garðarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunarforstjóra Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum frá 1. nóvember. Þuríður Stefánsdóttir fráfarandi hjúkrunarforstjóri hefur gegnt starfinu frá ársbyrjun 2006 eða hátt í níu ár. Hún sagði því lausu miðað við 1. október en hefur verið fengin til að vinna einn mánuð í viðbót. Þetta var hvort tveggja lagt til á fundi stjórnar Barmahlíðar og síðan staðfest á aukafundi sveitarstjórnar í fyrrakvöld, en Barmahlíð er í eigu Reykhólahrepps. Helga er búsett í Reykjavík ásamt Má Guðmundssyni eiginmanni sínum og fjórum börnum, 7 ára, 9 ára, 16 ára og 21 árs. Hún segir ekki fullráðið enn hvernig verður með búsetumál fjölskyldunnar þegar frá líður.
...Meira