Tenglar

Helga Garðarsdóttir, hinn nýi hjúkrunarforstjóri Barmahlíðar.
Helga Garðarsdóttir, hinn nýi hjúkrunarforstjóri Barmahlíðar.

Helga Garðarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunarforstjóra Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum frá 1. nóvember. Þuríður Stefánsdóttir fráfarandi hjúkrunarforstjóri hefur gegnt starfinu frá ársbyrjun 2006 eða hátt í níu ár. Hún sagði því lausu miðað við 1. október en hefur verið fengin til að vinna einn mánuð í viðbót. Þetta var hvort tveggja lagt til á fundi stjórnar Barmahlíðar og síðan staðfest á aukafundi sveitarstjórnar í fyrrakvöld, en Barmahlíð er í eigu Reykhólahrepps. Helga er búsett í Reykjavík ásamt Má Guðmundssyni eiginmanni sínum og fjórum börnum, 7 ára, 9 ára, 16 ára og 21 árs. Hún segir ekki fullráðið enn hvernig verður með búsetumál fjölskyldunnar þegar frá líður.

...
Meira
23. september 2014

Leikskólakennari óskast

Leikskóladeild Reykhólaskóla óskar eftir að ráða leikskólakennara (deildarstjóra í tímabundið starf) í 100% starf til eins árs frá og með 15. október. Vinnutími er frá kl. 8 til 16. Hæfniskröfur:

...
Meira
Kæra hreppsnefnd ...
Kæra hreppsnefnd ...

Síðasta vika var umhverfisvika í Reykhólaskóla. Nóg var að iðja hjá nemendunum í ýmsum efnum alla vikuna og má þar nefna tónlist fyrir alla á mánudag og Kómedíuleikhúsið á þriðjudag, auk þess sem nemendur unnu að völdum verkefnum tengdum umhverfinu. Farið var og skoðað gámasvæði Reykhólahrepps þar sem Jón Þór Kjartansson tók vel á móti nemendum. Eitt af verkefnum 5.-6. bekkjar var að velta upp þeirri spurningu hvernig hægt væri að bæta umhverfið.

...
Meira
23. september 2014

Inflúensubólusetning!

Bóluefni gegn árlegri inflúensu er komið og bólusetning hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Jafnframt er minnt á bólusetningu gegn lungnabólgubakteríu, sem ráðlögð er áhættuhópum á ákveðnu árabili.

...
Meira
Þverunin í Kjálkafirði á mörkum Reykhólahrepps og Vesturbyggðar. Ljósm. Vegagerðin.
Þverunin í Kjálkafirði á mörkum Reykhólahrepps og Vesturbyggðar. Ljósm. Vegagerðin.

Umferð var hleypt á þverun og brú yfir Kjálkafjörð í síðustu viku og hefur Vestfjarðavegur 60 þar með styst um 4 km. Áfram er unnið að verkinu Eiði-Þverá en að því loknu heyrir 24 km malarkafli sögunni til, en í staðinn verður kominn 16 km uppbyggður nútímavegur. Nú þegar er komið bundið slitlag á stóran hluta. Klæðning var lögð á hluta vegarins fyrr í sumar og einnig var lagt bundið slitlag á þverunina yfir Kjálkafjörð. Enn er eftir að ljúka við þverun yfir Mjóafjörð. Verkinu verður að fullu lokið eftir eitt ár eða síðsumars 2015.

...
Meira
Leiðir sem fram hafa komið í ólíkum tillögum og úttektum Vegagerðarinnar.
Leiðir sem fram hafa komið í ólíkum tillögum og úttektum Vegagerðarinnar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lagning nýs vegar um Gufudalssveit sé eitt brýnasta verkefni í samgöngumálum á landinu. Hún gerði grein fyrir stöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi í gær, sem var að frumkvæði Ólínu Þorvarðardóttur varaþingmanns. Málið kom til umræðu í kjölfar þess að Skipulagsstofnun hafnaði nýrri tillögu Vegagerðarinnar að vegi um Teigsskóg í Þorskafirði.

...
Meira
Steypubíll á þjóðveginum á leið upp Ódrjúgsháls í Gufudalssveit núna í sumar (skjáskot úr frétt á Stöð 2).
Steypubíll á þjóðveginum á leið upp Ódrjúgsháls í Gufudalssveit núna í sumar (skjáskot úr frétt á Stöð 2).

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga beinir því til stjórnvalda að ljúka án frekari tafa undirbúningi og ákvarðanatöku svo hægt sé að hefja lagningu nýs láglendisvegar um Gufudalssveit (Vestfjarðavegur 60). Stjórn Fjórðungssambandsins telur í þeim efnum algjörlega óásættanlegt að tefja málið með því að kæra það til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þessi framkvæmd er grundvallaratriði fyrir öryggi vegfarenda og eflingu byggðar á Vestfjörðum og má ekki dragast meira en þegar er raunin.

...
Meira
Morgunblaðið 22. sept. 2014.
Morgunblaðið 22. sept. 2014.

„Jákvæð viðbrögð viðskiptavina sem sumir koma aftur og aftur hvetja okkur áfram,“ segir Kristín Ingibjörg Tómasdóttir á Reykhólum, en hún stendur að Sjávarsmiðjunni með foreldrum sínum og fjölskyldu. Þar hefur verið boðið upp á þaraböð í bráðabirgðaaðstöðu frá árinu 2011 en nú er unnið að undirbúningi frekari uppbyggingar í fallegu umhverfi niður við sjóinn. Reykhólahreppur hefur í samvinnu við eigendur Reykhólajarðarinnar unnið að skipulagningu svæðisins frá þorpinu og niður að sjó við Þörungaverksmiðjuna og með ströndinni. Allt er svæðið ætlað fyrir almenna útivist í sátt við umhverfið og náttúru svæðisins. Gert er ráð fyrir afmörkun 10 þúsund fermetra lóðar fyrir þjónustubyggingu sjávarbaða. Auk hennar er ætlunin að byggja þar smáhýsi til gistingar með laugum og pottum.

...
Meira

Í byrjun september hljóp María Maack í skarðið fyrir Hjalta Hafþórsson sem aðstoðarkokkur Ingvars Samúelssonar í mötuneyti Reykhólaskóla. Og það skipti engum togum: María fjarlægði af borðum nemenda og starfsfólks þann mat sem inniheldur tilbúinn sykur, eins og sætt jógúrt, púðursykur og tómatsósu. Í staðinn komu ávextir og ferskt grænmeti og örlítið glaðleg kryddun á hollustumat. Nema kannski á föstudögum þegar sætindi og nútímaréttir eins og pylsur og pasta sjást á matseðlinum. Þetta er í anda átaksins „sykurskertur september“ sem hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. „Þetta vakti blendna hrifningu í upphafi,“ segir María.

...
Meira

„Þetta mun örugglega koma mismunandi niður. Erfiðara verður fyrir þá framleiðendur sem eru með fullnýtta aðstöðu og háa nyt að bregðast við. Ég held þó að nokkurt svigrúm sé fyrir aðra að nýta tækifæri og bæta við sig,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, um tillögu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði um að hækka greiðslumark í mjólk um 15 milljónir lítra, þannig að það verði 140 milljónir lítra á næsta ári. Sigurður segir að tillagan sé viðbragð við þeirri markaðsþróun sem verið hafi síðasta eitt og hálft ár. „Það er ekkert lát á vexti í sölu. Tillagan er í samræmi við þá þróun og einnig þarf að styrkja birgðastöðu í mjólkurvörum.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31