Tenglar

19. september 2014

Ásaheimar til sölu - opið hús

Ásaheimar í Króksfjarðarnesi eru til sölu. Í tilefni þess verður þar opið hús núna á sunnudag kl. 16-17. Jafnframt er hægt að hringja í Erlu Björk í síma 892 7897 og fá að skoða húsið á öðrum tíma. Einnig er möguleiki á að fá húsið leigt.

...
Meira

Bridgenámskeið fyrir byrjendur og til upprifjunar fyrir lengra komna verður haldið í anddyri íþróttahússins á Reykhólum á mánudagskvöld og hefst kl. 19.30. Að líkindum verður framhaldskvöld réttri viku síðar. Gott væri að láta vita um áhuga á þátttöku sem allra fyrst, annað hvort í síma 863 2341 eða í netfanginu eyvimagn@simnet.is. Eftir mánaðamótin hefst svo spilamennskan á Hólmavík, sem verður á sunnudögum í vetur eins og endranær. Nánar auglýst síðar.

...
Meira

Helst er mælt með sameiningu Dalabyggðar við nágrannasveitarfélög, í skýrslu um sameiningarkosti á Vesturlandi sem gerð hefur verið fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og kynnt var á aðalfundi samtakanna í Búðardal í gær. Mælt er með sameiningu Dalabyggðar við Reykhólahrepp og Strandabyggð og þar næst með sameiningu allra sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Sameining Akraness og allra sveitarfélaga í Borgarfirði, svokölluð Akraborg, er talinn síðri valkostur, þó að ávinningur gæti orðið allnokkur. Sísti kosturinn er talinn sameining lítilla sveitahreppa við stóru byggðakjarnana.

...
Meira
Frans I. páfi og Emil Hallfreðsson. Ljósm. Hellas Verona.
Frans I. páfi og Emil Hallfreðsson. Ljósm. Hellas Verona.
1 af 2

Hér á Reykhólavefnum var á sunnudag fjallað um hinn unga Jón Daða Böðvarsson, ættaðan frá Miðhúsum í Reykhólasveit, sem kom eins og þruma inn í landsliðið í fótbolta. Þá var þess jafnframt getið, að ekki væri ósennilegt að hér yrði innan tíðar minnst á annan landsliðsmann ættaðan úr héraðinu, sem auk þess væri nýbúinn að taka utan um páfann. Þetta er Emil Hallfreðsson sem spilar þessi árin með Verona í efstu deild á Ítalíu, einn af allra bestu mönnum liðsins.

...
Meira

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra útilokar ekki lagasetningu til að heimila vegagerð í Teigsskógi við vestanverðan Þorskafjörð í Gufudalssveit. Skipulagsstofnun hafnaði nýrri tillögu Vegagerðarinnar að veglínu um Teigsskóg. „Þetta eru að mínu mati mikil og mjög alvarleg vonbrigði. Þetta er auðvitað búið að taka mjög langan tíma og er gríðarlega mikið hagsmuna- og öryggismál á þessu svæði og í raun og veru fyrir landið allt,“ sagði Hanna Birna í samtali við RÚV. Hún segir að mikið hafi verið gert til að koma til móts við umhverfissjónarmið á svæðinu.

...
Meira
Holtasóley, þjóðarblóm Íslendinga.
Holtasóley, þjóðarblóm Íslendinga.

Opið er fyrir umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2015. Umsóknarfrestur er til kl. 16 þann 14. október. Verkefni verða að uppfylla að minnsta kosti eitt af eftirfarandi skilyrðum:

...
Meira
Viðurkenningu fyrir besta afrek sumarsins í frjálsum samkvæmt stigatöflu FRÍ hlutu Aðalbjörg Egilsdóttir fyrir hástökk og Vignir Smári Valbergsson fyrir spjótkast.
Viðurkenningu fyrir besta afrek sumarsins í frjálsum samkvæmt stigatöflu FRÍ hlutu Aðalbjörg Egilsdóttir fyrir hástökk og Vignir Smári Valbergsson fyrir spjótkast.
1 af 16

Lokahóf eða uppskeruhátíð Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) í frjálsum íþróttum og fótbolta var haldið á Reykhólum á fimmtudag. Þetta var uppgjör sumarsins og meðal annars fór fram afhending viðurkenninga fyrir góða mætingu á æfingar og mót. Jafnframt voru veitt þátttökuverðlaun fyrir mætingu á kvöldmót, viðurkenningar fyrir besta afrek karla og besta afrek kvenna í sumar og viðurkenningar fyrir mestar framfarir milli ára. Allir fengu plagg með árangri ársins í hinum ýmsu greinum samanborið við síðasta ár.

...
Meira

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir það stór tíðindi að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi falið Fjarskiptasjóði að styrkja hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Fjarskiptamál á Vestfjörðum voru til umræðu á þingi í fyrradag og var Hanna Birna til svara. „Til þessa hefur Fjarskiptasjóður ekki viljað koma að þessu. Það er mjög mikilvægt að ráðherra hafi ákveðið að Fjarskiptasjóður eigi að koma að þessu, og það eru stærstu tíðindin,“ segir hann.

...
Meira
Slysavarnakonur á þinginu á Patreksfirði. Ljósm. Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Slysavarnakonur á þinginu á Patreksfirði. Ljósm. Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Konur af öllu landinu sóttu tólfta kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Patreksfirði um síðustu helgi. Konurnar 150 sem sóttu þingið ræddu meðal annars slysavarnamál barna og hvernig forvarnir eru sameiginleg ábyrgð allra. Ályktað var um samgöngu- og fjarskiptamál á Vestfjörðum, en ferðalagið um vegina á sunnanverðum Vestfjörðum kom mörgum kvennanna á óvart. Slysavarnakonur vilja skora á samgönguyfirvöld og Alþingi að tryggja heilsárssamgöngur við aðra landshluta vegna þess hve malarvegirnir eru víða í óásættanlegu ástandi og að þeir bjóði hreinlega upp á slys.

...
Meira

Háskólasetur Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vesturbyggð og Byggðastofnun standa að byggðamálaráðstefnu á Patreksfirði á föstudag og laugardag. Aðsókn er með ágætum, segir í tilkynningu. Ráðstefnan er öllum opin, en henni er ætlað að opna og móta umræðu um byggðamál á landsbyggðinni og móta umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum ásamt því að vera vettvangur nýrra rannsókna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31