Tenglar

Skjáskot úr þættinum.
Skjáskot úr þættinum.

Þátturinn úr Reykhólahreppi sem sýndur var í opinni dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi féll í góðan jarðveg hjá þeim sem umsjónarmaður þessa vefjar hefur talað við. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður komu í heimsókn og gerðu ýmsum hliðum á mannlífinu og atvinnulífinu skil og ræddu við hátt í þrjátíu manns. Ljóst var að hin stutta heimsókn þeirra félaga var vel skipulögð fyrirfram og efnið fjölbreytt í aðeins hálftíma löngum þætti. Það sem mesta athygli vekur líklega er hið ótrúlega háa hlutfall barna í sveitarfélaginu og hversu mikið af íbúum þess er ungt fólk.

...
Meira

Sorphirðubíll Gámaþjónustu Vesturlands, sem var á hálfsmánaðarlegri sorphirðuferð sinni um Reykhólahrepp í dag, komst ekki vestur yfir Ódrjúgsháls. Ástæðan er lokunin sem hér var greint frá.

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum fellur niður á morgun, miðvikudaginn 12. febrúar. Í tilkynningu frá bankanum er beðist velvirðingar á þessu. „Okkur þykir mjög leitt vegna fólksins í Reykhólahreppi hvað þetta hefur verið stopult hjá okkur núna í vetur. Vonandi fer þetta að komast í betra horf en því miður verður þetta svona í þessari viku.“

...
Meira
Kort: Landmælingar Íslands / lmi.is.
Kort: Landmælingar Íslands / lmi.is.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar nú laust eftir hádegi, að vegurinn um Ódrjúgsháls milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar í Gufudalssveit sé einungis fær jeppum og minni bílum. Ástæða þessa er sú, að bilaður flutningabíll lokar veginum að hluta.

...
Meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður. Ljósm. visir.is.
Kristján Már Unnarsson fréttamaður. Ljósm. visir.is.

Þátturinn Um land allt sem tekinn var upp í Reykhólahreppi verður sýndur kl. 19.20 annað kvöld, þriðjudagskvöld, í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar beina þeir Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður sjónum meðal annars að óvenjugóðri tímgun mannfólksins í hreppnum, ræða við oddvitann og sveitarstjórann og hitta bæði unga foreldra og börn og unglinga. Þeir heimsóttu leikskólann og grunnskólann og mynduðu fjöruga krakka í leik og námi. Jafnframt fjalla þeir um atvinnulífið, heimsækja nokkur fyrirtæki og heilsa upp á fólkið á Stað.

...
Meira

Vefur Norðursalts (Norður & Co.) á Reykhólum er einn fimm vefja sem keppa um NEXPO-verðlaunin fyrir Vef ársins 2013. Dómnefnd valdi vefina fimm og núna stendur yfir netkosning meðal almennings til að velja þann besta. Fyrir utan aðalverðlaunin fyrir Vef ársins er keppt í nokkrum undirflokkum. Í aðalflokknum eru auk Norðursalts í úrslitum Haraldur Þorleifsson, Nikita, Landsvirkjun og Tryggingamiðstöðin. Vefur Norðursalts var líka meðal fimm vefja í úrslitum í tveimur flokkum þegar Íslensku vefverðlaunin voru veitt í síðasta mánuði, annars vegar sem Besti fyrirtækjavefurinn (lítil og meðalstór fyrirtæki) og hins vegar sem Frumlegasti vefurinn.

...
Meira

Skíðagönguæfingar eru byrjaðar hjá Skíðafélagi Strandamanna. Skíðasvæðið er í Selárdal við botn Steingrímsfjarðar en ef þar er lítill snjór er farið upp á Þröskulda eða Steingrímsfjarðarheiði. „Æfingarnar eru öllum opnar og okkur langar að bjóða börnum úr Reykhólahreppi að koma á æfingar með okkur. Þar er mikil áhersla lögð á skemmtilega skíðaleiki ásamt því að við æfum skíðagöngu bæði með hefðbundinni aðferð og frjálsri aðferð,“ segir Ragnar Bragason, skíðagönguþjálfari hjá Skíðafélagi Strandamanna.

...
Meira
Eurofighter orustuþota / Wikipedia.
Eurofighter orustuþota / Wikipedia.

„Loftið hefur titrað af herþotugný hér við Breiðafjörðinn, þær þutu fram og til baka, veltandi sér og takandi snöggar beygjur, og voru sex hver á eftir annarri þegar þær geystust síðan norður fyrir og yfir í Ísafjarðardjúp,“ segir Ása Björg Stefánsdóttir í Árbæ á Reykjanesi, sem er eitt dúnbýlanna í Reykhólasveit. „Hver tilgangurinn er að vera hér á þessu mikla æðarfuglasvæði er ofar skilningi okkar sem hér búum,“ segir hún. Núna dögum saman hafa fuglar og fólk við innanverðan Breiðafjörð þurft að sæta þessu rétt eina ferðina enn.

...
Meira
5. febrúar 2014

Gullsteinn á Gufudalshálsi

Ástvaldur Guðmundsson við Gullstein.
Ástvaldur Guðmundsson við Gullstein.
1 af 2

Gullsteinn sf. á Reykhólum hefur verið í fréttum vegna verðlauna í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða. Gullsteinn sjálfur sem fyrirtækið dregur nafn sitt af er á vestanverðum Gufudalshálsi milli Gufudals og Kollafjarðar; af honum eru þjóðsögur og sagnir. Þar á meðal er sú saga af komu hans á sinn stað á hálsinum, að Grettir Ásmundarson (sem átti eitt sinn veturvist á Reykhólum eins og frægt er, kannski það hafi verið þá) hafi kafað eftir honum niður á sjávarbotn og borið hann þarna upp.

...
Meira
Sigurvegararnir í fyrra: Þau kepptu fyrir hönd Breiðfirðingafélagsins.
Sigurvegararnir í fyrra: Þau kepptu fyrir hönd Breiðfirðingafélagsins.

Fyrsta lotan í Spurningakeppni átthagafélaganna verður annað kvöld, fimmtudag. Keppnin verður í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík eins og í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Ekki verður sjónvarpað frá keppninni að þessu sinni. Öll kvöldin verður húsið opnað kl. 19.30 en keppni hefst kl. 20. Aðgangseyrir er 750 krónur. Fyrirkomulagið er breytt frá því í fyrra. Núna eru þriggja liða riðlar þannig að hvert félag keppir tvisvar sama kvöldið og þarf því að leggja aðeins meira á sig til að komast áfram. Breiðfirðingafélagið, sem sigraði í fyrra, kemst beint í átta liða úrslit og tvö stigahæstu tapliðin komast líka áfram. Dagsetningar og félögin sem keppa hverju sinni:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31