Hér er hægt að horfa á þáttinn á Stöð 2
Þátturinn úr Reykhólahreppi sem sýndur var í opinni dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi féll í góðan jarðveg hjá þeim sem umsjónarmaður þessa vefjar hefur talað við. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður komu í heimsókn og gerðu ýmsum hliðum á mannlífinu og atvinnulífinu skil og ræddu við hátt í þrjátíu manns. Ljóst var að hin stutta heimsókn þeirra félaga var vel skipulögð fyrirfram og efnið fjölbreytt í aðeins hálftíma löngum þætti. Það sem mesta athygli vekur líklega er hið ótrúlega háa hlutfall barna í sveitarfélaginu og hversu mikið af íbúum þess er ungt fólk.
...Meira