Vegurinn um Múlasveit ári á undan áætlun
Suðurverk áætlar að leggja bundið slitlag á hluta af nýjum vegi í Kjálkafirði í Múlasveit í Reykhólahreppi í júní og taka alla 15 kílómetrana í notkun í september. Yrði það ári fyrr en reiknað var með í útboði Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í umfjöllun Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu í dag. „Við getum ekki kvartað þegar við getum unnið alla daga að vetri til við vegagerð,“ segir Guðmundur Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Suðurverki, um framgang verksins.
...Meira