Tenglar

Frá þveruninni og brúargerð í Kjálkafirði 11. maí 2013. Sveinn Ragnarsson.
Frá þveruninni og brúargerð í Kjálkafirði 11. maí 2013. Sveinn Ragnarsson.
1 af 2

Suðurverk áætlar að leggja bundið slitlag á hluta af nýjum vegi í Kjálkafirði í Múlasveit í Reykhólahreppi í júní og taka alla 15 kílómetrana í notkun í september. Yrði það ári fyrr en reiknað var með í útboði Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í umfjöllun Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu í dag. „Við getum ekki kvartað þegar við getum unnið alla daga að vetri til við vegagerð,“ segir Guðmundur Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Suðurverki, um framgang verksins.

...
Meira
21. febrúar 2014

Konur bjóði körlum í kirkju

Taizé-kross.
Taizé-kross.

Núna á sunnudag er í senn biblíudagurinn og konudagurinn, fyrsti dagur góu. Um kvöldið kl. 20 verður samverustund í Reykhólakirkju, taizekvöldstund, og sr. Elína Hrund sóknarprestur segir: „Konur, bjóðið körlum með í kirkju! Við heyrum um konurnar í Biblíunni.“ Viðar Guðmundsson organisti spilar og kórinn leiðir sönginn. Kaffi og konfekt í lokin.

...
Meira
Tómas Sigurgeirsson og hundurinn Guðlaugur í fjárhúsunum.
Tómas Sigurgeirsson og hundurinn Guðlaugur í fjárhúsunum.

Enn fundust útigangskindur við innanvert Ísafjarðardjúp um síðustu helgi og fimm í þetta sinn. Þar af átti Tómas Sigurgeirsson (Tumi) bóndi á Reykhólum eina gimbur, en systir hennar kom í leitirnar á svipuðum slóðum í fyrri hluta janúar eins og hér var greint frá. „Við áttum von á að þarna væri fleira fé því að það vantaði í hópinn sem kom þá,“ segir hann. „Það voru áhugamenn sem söfnuðust saman í þetta. Bræðurnir frá Hafrafelli eru nú alveg sér á parti í þessum efnum, þeir Guðmundur og Trausti, og svo voru líka Leifur í Djúpadal og Tóti á Laugalandi [við Djúp].“ Tumi segist bara hafa farið með sem liðléttingur.

...
Meira

Í gær uppgötvaðist að allir lásar á áfylliopum eldsneytistankanna í Króksfjarðarnesi höfðu verið klipptir af og merki um að eldsneyti hafi verið dælt úr tönkunum. Grunur leikur á að nokkur þúsund lítrum hafi verið stolið. Ástæða er til að menn séu á varðbergi í þessum efnum, ekki síst þar sem tankar eru afskekktir og auðvelt að athafna sig án þess að mikið beri á því.

...
Meira
19. febrúar 2014

Umsóknarfrestur að renna út

Á það skal minnt, að síðasti dagur til að sækja um sumarstarf (75% hlutastarf) við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum er á morgun, fimmtudag. Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir, duglegir og samviskusamir og hafi gaman af samskiptum við fólk. Jafnframt að þeir hafi góða þekkingu á Reykhólahreppi og því sem hann hefur að bjóða. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir kunnáttu í erlendum tungumálum, þá sérstaklega ensku, og reynsla af þjónustustörfum er kostur.

...
Meira
Þórður læknir veitir gjöfunum viðtöku. Mynd: Búðardalur.is.
Þórður læknir veitir gjöfunum viðtöku. Mynd: Búðardalur.is.

Í tilefni af fimmtugsafmæli Lionsklúbbs Búðardals fyrir skömmu færði hann Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í Búðardal veglegar gjafir, en hún þjónar m.a. Reykhólahreppi. Um er að ræða annars vegar sogtæki og hins vegar tæki sem nefnist Spirometria og mælir meðal annars loftflæði lungna og rúmmál þeirra. Verð þessara tækja er tæplega 600 þúsund krónur.

...
Meira

Núna er góðverkavika í Reykhólaskóla. Af því tilefni verða krakkarnir í 5. og 6. bekk með tombólu og kakósölu við verslunina Hólakaup frá klukkan hálffjögur í dag, þriðjudag, og láta peningana sem inn koma renna til Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Tombólumiðinn kostar 100 krónur og kakóbollinn 200 krónur.

...
Meira

Í þessari viku verður afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum opin á fimmtudag frá kl. 12.30 til 17. Afgreiðslan verður í Barmahlíð sama dag milli kl. 11.30 og 12.

...
Meira
Ágúst Már Gröndal á skrifstofunni.
Ágúst Már Gröndal á skrifstofunni.

Ágúst Már Gröndal rafvirki og rekstrarverkfræðingur er kominn til starfa á skrifstofu Reykhólahrepps. Vegna fæðingarorlofs Bjarkar Stefánsdóttur er hann ráðinn í liðlega hálft starf skrifstofumanns (ritara, fulltrúa) í rúmt ár eða fram til 1. maí á næsta ári. Auk þess sinnir hann starfi skrifstofustjóra tímabundið í fjarveru ráðins skrifstofustjóra.

...
Meira
17. febrúar 2014

Gísli fram öll tók sín tól

Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.

Jón Atli Játvarðarson frá Miðjanesi varpar oft fram vísum eða kviðlingum í tilefni dægurmála í samfélaginu. Hann horfði á umræðuþátt í Sjónvarpinu í gærmorgun og gat ekki orða bundist. Vísur Jóns Atla um þetta er að finna undir Gamanmál af ýmsu tagi í valmyndinni vinstra megin (Nelson var í næsta stól).

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31