Áminning um að staðið verði við forgangsröðun
Annað árið í röð ganga hörð vetrarveður yfir Vestfirði um jól og áramót, sem einangra stóra hluta Vestfjarða og eru áminning um að staðið verði við forgangsröðun verkefna í samgönguáætlunum frá Alþingi. Taka verði einnig til umfjöllunar ný samgönguverkefni í langtíma samgönguáætlun. Framkvæmdastjóra falið að útfæra kynningarátak í þessum efnum og leita samstarfs við atvinnulíf. Óskað verði eftir fundi með vegamálastjóra í samstarfi við samgöngunefnd FV. (Úr bókun á stjórnarfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrr í þessum mánuði).
...Meira