Viltu vinna hjá Norður & Co. á Reykhólum?
Saltvinnslan á Reykhólum (Norður & Co.) leitar að „allrahandamanneskju“ til starfa. Þetta hét löngum á góðri dansk-íslensku (málvöndunarmönnum til mikils ama) alltmúlígmann. Meðal þess sem umsækjendur verða að hafa til að bera eru tök á íslensku og ensku. Þó að þess sé alls ekki krafist væri trúlega ekki mjög slæmt ef þeir gætu líka bjargað sér á portúgölsku og dönsku hjá þessu fjölþjóðlega fyrirtæki við Breiðafjörðinn. Auk þess er ekki verra að hafa áhuga á matargerð. Auglýsing Norður & Co. er á þessa leið:
...Meira