Tenglar

Skógar í Þorskafirði árið 1968. Ljósm. Sævar Ólafsson.
Skógar í Þorskafirði árið 1968. Ljósm. Sævar Ólafsson.
1 af 2

Djúpt virðist vera á ljósmyndum af Jochum Eggertssyni (Skugga) í Skógum í Þorskafirði (sjá frétt og fyrirspurnir hér á vefnum í gær). Borist hafa ábendingar um það hvar og hjá hverjum helst væri að leita. Það er í athugun og óvíst um árangur. Hins vegar bárust í dag merkilegar myndir sem Sævar Ólafsson á Patreksfirði tók í Skógum haustið 1968 eða um tveimur og hálfu ári eftir andlát Jochums. Þarna eru drýli eða heysæti með yfirbreiðslum. Væntanlega eru þetta erfiðisverk og eljuverk Sesselju Helgadóttur (Settu í Skógum). Þegar þarna var komið sögu var hún orðin hartnær 93 ára. En nú skal spurt:

...
Meira
Nótnahefti með 29 lögum Jóns frá Ljárskógum (1914-1945).
Nótnahefti með 29 lögum Jóns frá Ljárskógum (1914-1945).

Nú er bjart um norðurslóð, nú er létt um spor. Lóan syngur ástaróð, enn er komið vor. - Svona hefst eitt laganna sem Breiðfirðingakórinn æfir þessa dagana og gefur tóninn um hvað framundan er, þ.e. íslenska vorið. Skemmtilegur tími þar sem líf til sjávar og sveita lifnar við og gleðin skín frá hverju hjarta. Þannig er það líka hjá okkur í kórnum á hverju miðvikudagskvöldi, bros á hverju andliti og tilhlökkun að takast á við verkefni kvöldsins. Við erum með metnaðarfulla dagskrá og syngjum lög allt frá Verdi til heimaskáldsins okkar, Jóns frá Ljárskógum, en hann hefði einmitt orðið 100 ára í ár.

...
Meira
Jochum Eggertsson í Skógum.
Jochum Eggertsson í Skógum.

Áformað er að koma upp skilti í Júkkaskógi í Skógum í Þorskafirði til heiðurs manninum sem kom skóginum á legg, Jochum Eggertssyni, sem þjóðkunnur var undir nafninu Skuggi. Hér með er lýst eftir ljósmyndum af honum sem brúkast gætu á skiltið. Bæði væri þá hægt að senda þær í tölvupósti á netfangið vefstjori@reykholar.is eða senda umsjónarmanni vefjarins til innskönnunar og helst þá að hringja áður eða hafa samband í netpósti. Þeim yrði skilað aftur umsvifalaust.

...
Meira

Verkefnið um hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjördæmi er að fara af stað á ný. Það hófst á síðasta ári en óvissa var um framhaldið. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og fjármögnun tryggð. Helstu markmiðin eru að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga þeim sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda. Gagnvart menntamálaráðuneyti ber Háskólinn á Bifröst ábyrgð á verkefninu en framkvæmd þess verður í náinni samvinnu við símenntunarmiðstöðvar og framhaldsskóla í kjördæminu.

...
Meira
Ein af flugfreyjunum á blótinu.
Ein af flugfreyjunum á blótinu.

Við þetta að sextán kvenfélagskonur urðu veðurtepptar í sólarhring fór samfélagið nánast á hliðina, skólahaldi aflýst, mjaltir á Miðjanesi féllu niður, nokkrir sem höfðu ekki jafnað sig eftir að Sauðfjárræktarfélagið hélt aðhaldsveisluna um sumarið fengu snert af anorexíu, m.a. Eiríkur Kristjáns og Karl Kristjáns (ekki bræður). Aðrir grasekklar báru harm sinn í hljóði, reyndu eftir fremsta megni að hafa ofan af fyrir krakkagríslingunum sínum og sinna öðrum verkum. - En hvað haldið þið að hefði gerst ef sextán karlmenn hefðu orðið veðurtepptir í viku?

...
Meira
Virkishugmynd Sigurðar málara. Sjá nánar í meginmáli.
Virkishugmynd Sigurðar málara. Sjá nánar í meginmáli.

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær var lagt fram til kynningar bréf frá Guðjóni Dalkvist Gunnarssyni og Birni Samúelssyni varðandi byggingu miðaldavirkis á Reykhólum. Þar er væntanlega vísað til virkis þess sem sögur herma að hafi verið á Reykhólum á ofanverðri 15. öld. Hugmyndinni að virkisgerð á Reykhólum varpaði Guðjón fram í greinarkorni hér á vefnum fyrir nokkrum vikum. Í bréfi þeirra Guðjóns og Björns til sveitarstjórnar segir:

...
Meira

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi (FEBDOR) heldur sínu striki þótt illa hafi viðrað að undanförnu. Gönguhópurinn gengur mánudaga og föstudaga og hittist í upphafi hjá Samkaupum í Búðardal kl.10.30. Kaffisopi í Silfurtúni að göngu lokinni. Kaffisopinn á þriðjudögum verður á sínum stað kl. 10.30 í Silfurtúni í boði heimilisins. Frítt er í sund á Laugum í Sælingsdal á þriðjudögum og farið frá Leifsbúð kl 15.15. Tækjasalur UDN er opinn fyrir félagsfólk kl. 11.45-12.45 á miðvikudögum. Kórinn æfir kl. 17 á mánudögum í Tónlistarskólanum í Búðardal. Samvera verður á fimmtudögum til vors kl. 13.30-16 í Búðardal og Reykhólahreppi sem hér segir:

...
Meira
Frá Hólmavík. Ljósm. Jón Halldórsson.
Frá Hólmavík. Ljósm. Jón Halldórsson.

Hátt í þrjátíu viðburðir af ólíku tagi eru á dagskrá Hörmungardaga í Strandabyggð sem standa núna frá föstudegi og fram á sunnudag. Dagskráin byrjar um hádegið á morgun og verður óslitin þessa daga uns henni lýkur með sögustund í Sauðfjársetrinu á Sævangi. Þar segir Jón þjóðfræðingur Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð frá drengjunum í Kirkjubólsgili og fleiri sorgaratburðum á Ströndum.

...
Meira
Gestur Ólafur Ingvarsson.
Gestur Ólafur Ingvarsson.

Gestur Ólafur Ingvarsson frá Reykhólum er farinn að spila í meistaraflokki Aftureldingar í Mosfellsbæ í handbolta þó að hann sé aðeins sautján ára og verði ekki átján ára fyrr en eftir nærri hálft ár, en handboltalið Aftureldingar hefur sjaldan verið sterkara en einmitt núna. Liðið er á toppi 1. deildar, hefur unnið alla þrettán leiki sína í deildinni til þessa og stefnir með sama áframhaldi hraðbyri upp í úrvalsdeild á næsta leiktímabili. Einnig er liðið komið í undanúrslit í bikarkeppninni eftir sigur á ÍBV sem er í næstefsta sæti úrvalsdeildar.

...
Meira
Stjórn Heimamanna við Landróverinn: Játvarður Jökull, Ágúst Már, Egill, Eiríkur og Brynjólfur.
Stjórn Heimamanna við Landróverinn: Játvarður Jökull, Ágúst Már, Egill, Eiríkur og Brynjólfur.

Liðsmenn í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn. Hvert beiðnin um aðstoð rak aðra frá því um níuleytið í gærkvöldi og var þeim störfum ekki lokið fyrr en um sexleytið í morgun. Síðan bættist eitt verkefni við í dag. „Þetta er bara veðrið,“ segir Brynjólfur V. Smárason, formaður Heimamanna. Fyrst var óskað eftir aðstoð uppi á Þröskuldum þar sem kona og þrjú börn sátu föst.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31