Skógar í Þorskafirði árið 1968
Djúpt virðist vera á ljósmyndum af Jochum Eggertssyni (Skugga) í Skógum í Þorskafirði (sjá frétt og fyrirspurnir hér á vefnum í gær). Borist hafa ábendingar um það hvar og hjá hverjum helst væri að leita. Það er í athugun og óvíst um árangur. Hins vegar bárust í dag merkilegar myndir sem Sævar Ólafsson á Patreksfirði tók í Skógum haustið 1968 eða um tveimur og hálfu ári eftir andlát Jochums. Þarna eru drýli eða heysæti með yfirbreiðslum. Væntanlega eru þetta erfiðisverk og eljuverk Sesselju Helgadóttur (Settu í Skógum). Þegar þarna var komið sögu var hún orðin hartnær 93 ára. En nú skal spurt:
...Meira